Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Side 22
mánudagur 6. október 200822 Fólkið Íslenska reggísveitin Hjálmar hélt tónleika á barnum Liverpool í Skt. Pétursborg í Rússlandi í gær. Liver- pool-barinn er í eigu Íslendingsins Ásgeirs Halldórssonar en Ásgeir festi kaup á barnum fyrir tæpum tveimur árum. Áður hafði barinn verið í tíu ár í eigu Rússa. Hjálm- ar hafa eflaust skemmt Rússum í kuldanum með sjóðheitri reggítón- list sinni. Þess má geta að skemmti- legt kynningarplakat var útbúið í tilefni kvöldsins þar sem búið var að teikna meðlimi Hjálma á skop- legan hátt í öllu sínu veldi. Það er greinilegt að Rússar skella sér fyrr á tónleika á kvöldin en Íslendingar þar sem tónleikarnir hófust klukk- an sjö. Ásdísi Rán Gunnarsdóttur var tekið eins og Victoriu Beckham er hún lenti á flugvellinum í Búlgaríu. Eftir flutningana frá Svíþjóð hefur Ásdís varla fengið frið frá fjölmiðl- um. Þeir fjölluðu meðal annars um veikindi hennar og reyna að ná myndum af henni er hún fylgist með eiginmanni sínum á fótboltaleikjum. Nýjustu fréttirnir frá Sofiu herma að Ásdís hafi fengið tilboð frá karla- tímaritunum FHM og Maxims. Ásdís ætlar sér að taka tilboðunum með því skilyrði að hún verði á forsíðum beggja blaðanna. Hún segir það þó óvíst þar sem bæði tímaritin hafi þá reglu að notast einungis við búlgar- skar fyrirsætur á forsíðum. Tilboð frá fHM Geir MæTTi, ekki krisTján Kristján Jóhannsson óperusöngvari ætlaði að syngja á hátíðar- og baráttufundi SÁÁ í síðustu viku. Daginn sem samkoman fór fram hringdi annar tenór í SÁÁ- menn og kvaðst mæta í stað Kristjáns. Forsætisráðherra flutti ávarp og fór að því loknu á fund á Kaupþingsmanna. „Það besta sem þeir hjá Skjá einum gætu gert væri að leyfa okkur sem ekki vorum valin að taka þátt í sérstökum þætti og sjá hvað við hefðum getað. Eða jafn- vel að hafa bara sérþátt þar sem fatlaðir myndu keppa innbyrð- is,“ segir Magnús Paul Korntop tónlistarmaður og starfsmaður í Byko. Í síðustu viku fjallaði DV um mál Magnúsar sem var afar ósátt- ur við að hafa ekki komist áfram í áheyrnarprufum fyrir fjölskyldu- þáttinn Singing Bee sem sýndur er á Skjá einum. Magnús sem er misþroska vill meina að ástæð- ur þess að hann hafi ekki komist áfram í þáttinn séu fötlun hans og hugsanlega að hann sé of þungur. Blaðamaður hafði samband við Kristjönu Thors, dagskrár- stjóra Skjás eins, og bar hugmynd Magnúsar undir hana: „Ég get ekki tekið áskoruninni eins og er því við erum búin að taka upp alla þættina og það er búið að taka niður alla leikmyndina í Singing Bee. Mér finnst þetta hins vegar mjög skemmtileg áskorun og ég skal alveg taka málið til athugun- ar hjá okkur,“ segir Kristjana. krista@dv.is skorar á skjá einn Magnús Korntop skorar á Skjá einn að gera aukaþátt af Singing Bee: Magnús Korntop komst ekki í gegnum áheyrnarprufur fyrir Singing Bee Hann skorar á Skjá einn að vera með aukaþátt fyrir fatlaða. Hátíðarfundur Sáá: HiTaTónlisT í kuldanuM M yn d a rn o ld „Ég hef ekkert spurt Kristj- án hver var ástæðan. Hann tal- aði um að hann væri hálfla- sinn þegar ég talaði við hann á þriðjudeginum. En hann sendi alveg rosalega fínan og góðan tenór í staðinn, hann Gissur Pál Gissurarson,“ segir Ari Matthí- asson, framkvæmdastjóri SÁÁ. Samtökin héldu árlegan há- tíðar- og baráttufund í Háskóla- bíói síðastliðinn miðvikudag. Tónlistaratriðin voru ekki af verri endanum en meðal þeirra sem tróðu upp voru Bubbi Morthens og Páll Óskar. Auglýst hafði verið að Kristján Jóhanns- son óperusöngvari myndi einn- ig hefja upp raust sína á sam- komunni. En svo varð ekki. „Gissur hringdi í mig á mið- vikudeginum og sagðist mæta í stað Kristjáns sem kæmist því miður ekki. Og Gissur stóð sig gríðarlega vel og var mikið fagnað,“ segir Ari. Aðspurður hvort einhverj- ir sam- komugestir hafi ekki verið svekktir að fá ekki að heyra Kristján syngja, eins og þeir bjuggust við þegar þeir mættu í Háskólabíó, segist Ari ekki hafa orðið var við það. „Auðvitað er Kristján frábær söngvari og á sérstakan sess í hjörtum lands- manna. En menn gleymdu því um leið og Gissur byrjaði að syngja. Hann var rosalega flott- ur.“ Eins og margir eflaust muna var Kristján gagnrýndur harð- lega þegar hann fór fram á pen- ingagreiðslu fyrir að koma fram á tónleikum til styrktar krabba- meinssjúkum börnum fyrir nokkrum árum. Þóknun fyrir sönginn á SÁÁ-fundinum var aldrei í umræðunni að sögn Ara, og sama var uppi á teningnum með hina listamennina. „Kristj- án sagði raunar strax já, og að þetta yrði gert frítt.“ Ari bætir við að hann erfi þetta alls ekki við óperusöngvarann frækna og vonar að félagsmenn SÁÁ og aðstandur þeirra fái notið söngs hans við annað tækifæri. Geir Haarde forsætisráð- herra hefur verið önnum kafinn að glíma við fjármálakreppuna undanfarna daga. Þrátt fyr- ir það gaf hann sér tíma til að flytja ávarp á fundinum sem fékk góðar undirtektir. „Hann talaði um allt annað en pen- inga sem ég held að honum hafi fundist sérstaklega ánægjulegt. Ég hálf- vorkenndi Geir eig- inlega því hann hafði bókað sig með löngum fyr- irvara, flutti ræð- una og hljóp svo niður í Stjórnarráð að hitta Kaupþings- menn,“ segir Ari. Davíð Oddsson hefur ekkert hringt og sagst mæta fyrir Geir? „Nei, en Davíð er alltaf velkominn til okkar líka.“ Ekki náðist í Kristján Jó- hannsson við vinnslu frétta- rinnar. kristjanh@dv.is Geir Haarde Forsætisráðherra mætti á samkomuna og flutti ávarp. að því loknu brunaði hann niður í Stjórnarráð á fund kaupþingsmanna. Kristján Jóhannsson Staðgengill kristjáns hringdi og tilkynnti forföll hans. ari Matthíasson erfir þetta ekki við kristján.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.