Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 22

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 22
20* Iðnaðarskýrslur 1960 Umreikningur gjalda, tekna, eigna og skulda til nýs verðlags (sjá töflur III og IV—X). 1 áður greindum skýringum við tölur einstakra dálka er ekki minnzt á það atriði, 6em í senn hefur valdið fyrirtækjunum mestum erfiðleikum við útfyllingu eyðublaðsins og rýrir öðru fremur gildi þeirra upplýsinga, sem í þessari skýrslu eru. Fyrirtækin voru beðin um að umreikna ýmsa bði til þess verðs, sem varð ríkjandi eftir að öll áhrif efnahagsráðstafananna á fyrri liluta árs 1960 voru komin fram. Þetta hefur ekki tekizt svo vel sem skyldi, þótt mjög mikil vinna hafi verið lögð í þennan umreikning, bæði hjá fyrirtækjunum sjálfum og í Hagstofunni. Ástæðurnar fyrir þessu eru margvíslegar, en þessar helztar: 1) Þegar beðið var um umreikning ýmissa gjaldahða skýrslueyðublaðsins til verð- lags eftir efnahagsráðstafanir 1960, var sérstaklega höfð í huga gengisbreyt- ingin í febrúar og hækkun innflutningssöluskatts úr 7,7% í 16,5%x), eins og tekið var fram í bréfinu, sem sent var með úrtakseyðublaðinu. Hjá fyrirtækj- um, sem nota margar tegundir hráefna, var shkur umreikningur mjög erfiður, þar sem hráefnin voru oft með mismunandi yfirfærslugjaldi (og áhrif gengis- breytingarinnar því mismunandi), sum hráefnin voru með innflutningsgjaldi (sem var lækkað hlutfallslega), en önnur ekki, o. s. frv. Niðurfehing 9% gjalds- ins á iðnaðarvörum og þjónustu og lögfesting 3% söluskatts á lokastigi við- skipta jók enn á erfiðleikana við umreikning gjalda. — 9% gjaldinu og 3% söluskatti er hins vegar haldið utan við tekjurnar, eins og áður er skýrt frá. Mörg fyrirtæki hafa orðið að áætla hækkun þeirra kostnaðarhða, sem beðið var um umreikning á, þ. e. hráefnum, umbúðum, hjálparefnum, „öðrum orku- gjöfum“ og verzlunarvörum. Líkur benda til, að mörg fyrirtæki hafi í áætl- unum sínum ofmetið verðhækkanir þessara kostnaðarliða með því að leggja til grundvallar útreikning á verði þeirra hráefna, sem fyrirtækin höfðu notað um alllangt skeið, fyrir og eftir efnahagsráðstafanirnar. Möguleikar, sem mörgum fyrirtækjum opnuðust við niðurfelhngu ýmiss konar innflutnings- hamla, eins og bindingar innkaupaheimilda við ákveðin lönd, leiddu hins vegar stundum til hagstæðari innkaupa, og nokkur fyrirtæki hafa hagað umreikn- ingi kostnaðarhðanna til nýs verðlags þannig að bera saman verð á raun- verulegum vörusendingum fyrir og eftir efnahagsráðstafanir, þótt ekki væri um sömu hráefnategundir að ræða. Með þeirri aðferð hefur verðhækkunin yfirleitt reynzt minni en eha í shkum tilfellum. Reynt hefur verið að lagfæra slíka skekkju í skýrslum fyrirtækjanna að þessu leyti og dregið hefur verið úr hækkun innfluttra hráefna, þar sem vitað hefur verið um fob-verðs-lækkanir eins og þær, sem að ofan greinir (sjá einnig lið nr. 4 hér á eftir). 2) Ekki var beðið um umreikning nokkurra gjaldahða til nýs verðlags. Þetta á m. a. við viðhaldsvörur, vexti af lánsfé og innlent tollvörugjald. Viðhaldsvörur hækkuðu í innkaupi vegna gengisbreytingarinnar o. fl., eins og aðrar vörur (sbr. síðar), vextir stórhækkuðu og vaxtagreiðslur til útlanda hækkuðu vegna gengisbreytingarinnar. Innlent tollvörugjald var einnig hækkað í febrúar 1960. í skýrslunni hefur ekki verið reynt að hækka þessa hði. Nokkrir hðir, sem ekki var beðið að umreikna til nýs verðlags, hafa hins vegar htið breytzt, einkum bein laun og launakostnaður í ýmsum gjaldaliðum skýrslunnar, t. d. viðhaldi og margvíslegri þjónustu, sem talin er í 10. dálki töflu VI (endur- skoðun o. fl.), húsaleiga og raforka. 3) í fiskiðnaðinum eru sérstök vandkvæði við umreikning innlendra hráefna til 1) Hér verður cinnig að hafa í huga, að leyft var að taka innflutningssöluskattinn inn í álagsgrundvöll innfluttra vara nokkru eftir hækkun gjaldsins, en álagningarprósentur voru hins vegar lækkaðar nokkuð.

x

Hagskýrslur um iðnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.