Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Blaðsíða 23
Iðnaóarskýrslur 1960
21*
nýs verðs, vegna þess að ferskfiskverð var breytilegt á árinu og einnig all-
misjafnt eftir stöðum á landinu og fyrirtækjum, þar sem útvegsmenn og fisk-
iðnaðarfyrirtæki deildu lengi um fiskverðið. Reynt hefur verið að miða við
meðalfiskverð eftir gengisbreytinguna, eins og það var hjá hinum einstöku
fyrirtækjum, sem létu í té skýrslu.
Þá vísast til sérstakra athugasemda við slátrun og mjólkuriðnað hér fyrir
aftan.
4) Beðið var um það á skýrslueyðublaðinu að færa tekjur af framleiðsluvörum
og seldri þjónustu (verzlunarvörum, þar sem um þær er að ræða) til verðlags
eftir efnahagsráðstafanir. Aukin hagkvæmni í innkaupum iðnaðarfyrirtækja
(sbr. lið nr. 2) varð til þess, að verðlag sumra afurða þeirra hækkaði minna
við efnahagsráðstafanirnar en hefði orðið, ef haldið hefði verið áfram að flytja
inn sömu tegundir hráefna. Umreikningur tekjuhliðarinnar hefur því í sumum
tilvikum valdið lítilli hækkun. Til þess að gera hagnað fyrirtækjanna ekki
óeðlilega lítinn, var lögð mikil áherzla á að samræma hækkun kostnaðarlið-
anna hækkun tekjuliðanna, eftir því sem kostur var, sbr. hð nr. 2 að framan, en
hæpið er, að það hafi tekizt sem skyldi. Ekki var beðið um það á skýrslueyðu-
blaðinu að umreikna leigutekjur af fasteignum, vaxtatekjur og aðrar tekjur
til nýs verðlags, enda skipta þeir liðir litlu máli. Um leigutekjur gildir það
sarna, sem áður hefur verið sagt um húsaleigu, og um vaxtatekjur það sama,
sem sagt hefur verið um vaxtagjöld.
5) Beðið var um það á skýrslueyðublaðinu, að umreiknað væri til verðlags eftir
efnahagsráðstafanir vátryggingamat bygginga, annarra fasteigna, innréttinga,
véla, tækja (þ. á m. flutningatækja) og áhalda. Erfitt er að ganga úr skugga
um, hvort það hefur verið gert eða ekki, en gera verður ráð fyrir, að byggingar
séu jafnan færðar upp, þar sem skylt er að brunatryggja þær, og brunabóta-
verðmætið fylgir hækkun vísitölu byggingarkostnaðar. Hætt er við, að um-
reikningur til nýs mats á vélum og tækjum hafi ekki verið framkvæmdur af
öllum, og er erfitt að sjá við því. Hins vegar hafa vörubirgðir verið umreikn-
aðar til nýs verðlags, enda skyldi sá umreikningur sýndur í skýrslunni.
Framleiðsluverðmœti og vinnsluvirði (sjá töflu X).
Heildarverðmæti framleiddra vara (þ. á m. hálfunninna vara) hjá iðnaðarfyrir-
tækjum og veittrar þjónustu, sem telst til iðnaðar samkvæmt áður nefndri flokkun
atvinnulífsins, er nefnt iðnaðarframleiðsluverðmæti í skýrslum þessum (sjá 4. dálk
töflu X). Söluverðmæti verzlunarvara (þ. e. vara, sem eru seldar í sama ástandi
og þær voru keyptar) hjá iðnaðarfyrirtækjum og tekjur af leigu fasteigna og ýmissi
veittri þjónustu, sem ekki telst til iðnaðar, er nefnt annað framleiðsluverðmæti
(sjá 5. dálk töflu X).
Ætlunin var, að þessar skýrslur næðu aðeins yfir iðnaðarstarfsemi þeirra fyrir-
tækja, sem stunda iðnað aðallega, en annarri starfsemi þeirra skyldi sleppt, nema
aðgreining væri ekki möguleg. í samræmi við það hafa flest úrtaksfyrirtækin aðeins
tahð fram iðnaðarframleiðsluverðmæti, en annað framleiðsluverðmæti kemur aðeins
fram á skýrslum þeirra fyrirtækja, sem hafa ekki treyst sér til að grcina kostnaðar-
liði við verzlun, leigu fasteigna o. þ. h. frá kostnaði við hina eiginlegu iðnaðarstarf-
semi, þótt söluverðmætið sé aðgreinanlegt. í raun og veru er „annað framleiðslu-
verðmæti“ iðnaðarfyrirtækja því mun meira en fram kemur í töflu X. Þar er aðeins
tahn starfsemi, sem fyrirtækin hafa ekki treyst sér til að skilja frá hinni eiginlegu
iðnaðarstarfsemi.