Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Side 27

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Side 27
Iðnaðarskýrslur 1960 25* þeirra mætti gera innbyrðis samanburð á þessum greinum. Slysatryggðar vinnu- vikur verða hins vegar ekki flokkaðar uiður á þessar framleiðslugreinar, þar sem mikill bluti fiskvinnslunnar er í sama áhættuflokki. Þau 23 fyrirtæki í grein 204a-b, sem skiluðu skýrslu, höfðu 27,27% slysa- tryggðra vinnuvikna í greininni árið 1959 og um 30% af mótteknu fiskmagni árið 1960. Virðast þær tölur gefa nokkra von um, að hlutföllin milli efnis- og vinnuliða í úrtaksfyrirtækjunum sýni rétta mynd af heildinni, þrátt fyrir tiltölulega lágt úrtakshlutfall. Sala fiskúrgangs er talin með framleiðsluvörum og uppbætur til eigin skipa hjá vinnslustöðvum Bæjarútgerðar Reykjavíkur eru taldar ágóðaráðstöfun en ekki hráefniskostnaður. í almennum skýringum (á bls. 20*) er getið um erfiðleika við umreikning hrá- efnakaupa fiskiðnaðarfyrirtækja til nýs verðlags. Miklar breytingar á markaðsverði fiskmjöls erlendis hafa einnig gert umreikning rekstrarteknanna til nýs verðlags erfiðan í grein nr. 312a-d. í almennu skýringunum (á bls. 17*) er því einnig lýst, hvernig söluverðmæti fiskiðnaðarfyrirtækja, sem selja vöruna sjálf á erlendan markað, hefur verið samræmt þeirri útreikningsaðferð, sem höfð er hjá fyrirtækjum, sem selja um hendur sölusamtaka eða sjálfstæðra útflytjenda. Loks er þess að geta, sem minnzt er á í almennum skýringum (á bls. 19*), að tölur um eignir og skuldir í þessum iðnaðargreinum eru annars eðhs og vafalaust raunhæfari en í öðrum greinum iðnaðarins. Þess vegna verður að fara varlega í að bera saman framleiðsluverðmæti á fjármagnseiningu í fiskiðnaði og öðrum iðnaði á grundvelli þessara talna. Aðrar greinar. 1) í nokkrum iðnaðargreinum er töluverð framleiðsla hjá öðrum fyrirtækjum en iðnaðarfyrirtækjum, sem ckki eru talin í töflum III—XI (sbr. skýringar á bls. 15*-16*), og því verður að nota með varúð ýmsar tölur í töflunni, t. d. við samanburð við framleiðsluverðmæti eða hráefnanotkun í sömu grein, sem tölur hafa verið fengnar um eftir öðrum leiðum. Þetta á t. d. við greinar nr. 233 (netagerð), 243 (fatagerð), 383-5 (bifreiðaviðgerðir) og áður nefndar greinar nr. 201 (heimaslátrun ekki tahn í skýrslunni) og 204a-b (aðgerð í landi og htils háttar fiskvinnsla hjá útgerðarfyrirtækjum, án þess að vinnslan sé tahn sjálfstætt fyrirtæki í þessum skýrslum). 2) Greinar nr. 391-2 (aðahega gleraugnasmíði) og 386 (flugvélaviðgerðir) eru ekki taldar með í töflum III—XI, vegna þess að ekkert fyrirtæki er tahð starfa sjálfstætt í þciin greinum. Gleraugnasmiðin er bæði samtvinnuð verzlun og auk þess aðeins um örfáar vinnuvikur að ræða, sbr. töflu I. Flugvélaviðgerðir íslenzkra flugfélaga eru svo til eingöngu í eigin þágu, og þess vegna eru þær ekki taldar með. 3) Athygli skal sérstaklega vakin á hinu lága úrtakshlutfahi i greinum nr. 242 (skóviðgerðir) og 393-4 (úrsmíði og skartgripagerð). Tölur í þeim greinum eru því ekki áreiðanlegar. Auk þess koma aðeins fá skósmíðaverkstæði fram á skýrslunni, því að fæst þeirra hafa nokkurt slysatryggt vinnuafl í þjónustu sinni. Úrsmíðin er hins vegar mjög tvinnuð saman við verzlun. 4) í greinum nr. 381 og 383-5 eru tölur um eignir og skuldir ckki áreiðanlegar af þeim sökum, að mörg fyrirtækjanna reka verzlun og aðra starfsemi, og reynzt liefur erfitt að reikna út hlutdeild iðnaðarins í efnaliagsreikningnum. 5) í greinum nr. 208, 209a-c og 213-14 er innlent toUvörugjald þýðingarmikiU d

x

Hagskýrslur um iðnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.