Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1899, Blaðsíða 80
74
os metac. dig. III í smámola. Skotsár ])að sem kom fyrir Sigurð Magnússon var voðalegt.
Hann segir svo: »1. júnf vildi það slys til á Flateyrarhöfn, að frakkneskur háseti, sem stóð
á þilfari, hleypti fuglaskoti úr byssu og lenti skotið í höfuð skipstjóra, 28 ára gömlum, sem
sem var að stíga upp á þilfarið, en datt við skotið aptur á bak niður í skipsbátinn. Þegar
jeg kom, hjer um bil 8 klukkustundum síðar, lá sjúklingurinn með fullri meðvitund en gat
ekki talað, sjerstaklega vegna bólgu í vinstri kjálkalið og í hálsinum (kverkunum), en eigi
þótti mjer ólíklegt að efsti temporalgyrus væri einnig skaddaður, því hann gat haldið vel á
ritfærum og búið sig til að skrifa það, sem liann vildi segja, en þó gat hann eigi fest neitt
orð á pappírnum. Haun var þegar fluttur í land og gat þá gengið með nokkrum stuðningi.
Við skoðunina sást gat c. 1 ctm. í þvermál neðau og framantil á regio parietal. sin.,
auk þess voru 3 eða 4 smágöt þar fyrir aptan á pars capill. capit. og eitt 1/tið gat á vinstri
kinn.
Maðurinn var svæfður og sárin könnuð og hreinsuð svo sem hægt var. Þegar stærsta
sárið var kannað, gekk kanninn viðstöðulaust c. 6 ctm. radiært inn í höfuðið og rakst þar á
beinflís. Ur sári þessu náðust, auk nokkurra smáhagla og annara óhreininda, 4 eða 5 smá-
beinflísar og ein beinskel 1 x U/2 ctm., sem lá alldjúpt inni í höfðinu; nokkuð af heilanum
vall út um gatið. Hin smágötin á höfðinu náðu að eins inn að beininu; þar á móti var sárið
framan og ofan til við arcus zygom. (kinnbeinsbogann) c. 8 ctm. á dypt aptur—niður og inn
á við, en hvorki úr þessu sári nje liinum minni á höfðinn náðust nein högl.
Fyrsta daginn á eptir leið sjúklingnum tiltölulega vel, en á 5. degi var skipt um-
búðnm, sárin litu all vel út, sum þvínær gróin og engin ólykt af sára-útferðinni; þó var farið
að bera á stífkrampa, sem jókst meir og meir. Hann dó á 8. degi«.
21. L e k a n d i (Gonorrhoea). I skyrslum lækna eru nú þetta ár taldir 42 með
lekanda. Flestir hafa þeir verið hjá Guðm. Björnssyni (15), Guðm. Hannessyni (9), Kristjáni
Iíristjánssyni (4). Því miður geta flestir læknar eigi um það, hvort sjúklingarnir hafi verið
Isleudingar eða útlendingar.
22. Fransósveiki (ulc. syphilitic.) 2 sjúklingar eru tilfærðir, báðir útlendingar.
23. Drykkjuæði (Delir. tremens). 2 sjúklingar (G. B. og Þ. Th.), dó aunar.
24. K 1 á ð i (Scabies) tilfærður hjá öllum læknum.
Skúli Arnason segir svo: »Kláði er hjer á Snæfellsnesinu sannkölluð landplága. Eigi
er hægt að segja, hve margir hafi liaft þenuan kvilla, því víða hafa allir haft hann á heim.
ilinu. Jeg hefi gjört allt, sem jeg hefi getað, til að útr/ma honum, en hauu kemur jafn-
harðan aptur, enda ganga menn hjer með hann svo árutn skiptir, án þess að fá lækning á
honum«. (Miður fögur lysing).
Sami læknir segir á öðrutn stað: »Jeg liefi gjört allt, sem jeg hefi getað til þess, að
halda vatnsbólunum í Olafsvík hreinum, en menn gjöra sjer að skyldu, að þverskallast við
því og láta allar hreinlætisreglur sem vind um eyrun þjóta«.
25. G i n k 1 o f i (Trismus neonator.). Þorvaldur hafði 2 sjúklinga og Þorsteinu I;
dóu allir.
F æ ð i n g a r . (Partus).
Þetta ár hafa læknar 33 sinnum hjálpað konum í barnsuauð með því, að viðhafa verk.
færi (töng), og 4 sinnum hefur orðið að suúa burðinum (3svar sinnum síðari tvíburanum,
1 sinni vegna þess, að fylgjan lá fyrir).
Fvrir Guðm. Björnsson kom sjaldgæft tiífelli: »A konu, sem áður hafði alið barn, tók
fyrir tíðir fyrst í maí; fann fósturhreyfingar í fyrsta sinn 20. ágúst; 9. október fann hún til
lasleika og ljet sækja yfirsetukonuna, fæddist þá innan skamms eggið í lieilu lagi, og innan