Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 4
fimmtudagur 23. október 20084 Fréttir Þrír greindust með HIV Þrír greindust með HIV- sýkingu á fyrstu sex mánuð- um ársins hér á landi. Þeir sem greindust á þessu tímabili eru allir af erlendu bergi brotnir. Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs greindust einnig þrír með HIV- sýkingu og því er ekki um aukn- ingu að ræða á milli tímabila. Hins vegar hefur orðið mikil aukning á þeim sem greinast með lifrarbólgu B. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs greind- ust 38 manns með sjúkdóminn samanborið við nítján á sama tíma í fyrra. Frá þessu er greint í Farsóttarfréttum Landlæknis- embættisins. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Röng mynd Fyrir handvömm birtist í gær mynd af Hjördísi Árna- dóttur, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og félagsþjón- ustusviðs Reykjanesbæjar, með frétt um verðhækkanir á þunglyndislyfinu Amitriptyl- ine en þar var vitnað í nöfnu hennar, Hjördísi Árnadóttur sviðsstjóra ytri samskipta hjá Actavis. Beðist er velvirðingar á þessu. Áfangaheimilið Svanurinn getur hýst allt að fimmtíu manns í varanlegu húsnæði: Vímuefnaneysla brottrekstrarsök „Heimilið byggir á þeim grunni að ekki eigi að refsa fólki fyrir mistök heldur að reyna að aðstoða það við að aðlagast samfélaginu á ný, hvort sem fólk er að koma úr fangelsi, með- ferð eða af spítala,“ segir Þór �liver Gunnlaugsson, formaður Líknarfé- lagsins Stoða, hagsmunafélags fanga. Félagið hefur undanfarin tvö ár stað- ið að undirbúningi áfangaheimilisins Svansins sem verður formlega opnað að Vatnsstíg 1. nóvember. Þór �liver, sem afplánar nú dóm á Litla-Hrauni vegna manndráps, hef- ur barist ötullega fyrir hagsmunum fanga og er afar stoltur af nýja heim- ilinu. Hann segir aðeins eitt skilyrði vera fyrir dvöl þar: „Að vera edrú. Það verður engin vímuefnaneysla á heimilinu.“ Þór �liver vekur sérstaka athygli á því að á Vatnsstígnum fá jafnt inni pör sem einstaklingar, og jafnvel fólk með börn. „Við viljum hjálpa fólki að komast af götunni og fjölskyldugerð skiptir þar engu. Allir eru jafn rétthá- ir,“ segir hann. Ásta Kristmannsdóttir verður for- stöðukona áfangaheimilisins. Þar eru 25 stúdíóíbúðir þar sem tveir geta dvalist og því er pláss fyrir allt að fimmtíu manns á heimilinu. Hver einstaklingur þarf að borga 59 þúsund krónur í leigu og er greiddur helmingur þess fyrir börn. Leigutakar sækja um að fá þar inni til minnst þriggja mánaða og mest þriggja ára. Samningurinn endurnýj- ast sjálfkrafa á þriggja mánaða fresti sé honum ekki sagt upp af leigusala, til dæmis ef íbúi brýtur skilyrði um að vera án vímuefna. Áfangaheimilið er með opið hús í dag og hefur verið skorað á fjölda sam- taka og stofnana að senda þangað full- trúa sína til að kynna sér starfsemina með möguleika á að sækja um fyrir sína skjólstæðinga, svo sem velferðar- svið Reykjavíkurborgar, Félagsþjónust- una og Fangelsismálastofnun. erla@dv.is Heimilislegt áfangaheimili máni traustason tók í gær á móti fulltrúum velferðar- stofnana í nýju áfangaheimili sem verður opnað um mánaðamótin. Ekki tapa gleðinni forsvarsmenn félags íslenskra bifreiðaeigenda gerðu sitt til að létta lund borgarbúa sem áttu leið framhjá höfuðstöðvum þeirra í borgartúninu í gær en þeir höfðu sett engilsaxneskt orðatiltæki út í glugga hjá sér sem á íslensku útleggst: „ekki hafa áhyggjur, vertu kát/ur.“ Ekki skylt að auglýsa „Það er ekki verið að fara á svig við neinar reglur eða lög,“ segir Þorfinnur �marsson, upplýsingafulltrúi viðskipta- ráðuneytisins, um ráðningu nýrra bankastjóra viðskipta- bankanna án þess að stöðurnar væru auglýstar. „Það er ekki skylt samkvæmt lögum því þetta eru ekki ríkisstofnanir,“ segir hann og bendir á að í ljósi breytinga á fjármálamarkaði hafi þurft að hafa hraðar hendur og ráða hæft fólk fljótt og örugglega í störf bankastjóra Nýja Glitnis, Nýja Landsbankans og Kaupþings. „Ef nægur tími hefði verið má ímynda sér að hugsanlega hefðu þessar stöður verið auglýstar en sá tími var ekki fyrir hendi,“ segir hann. Auðkýfingurinn og fyrrverandi eig- andi Landsbanka Íslands Björgólf- ur Guðmundsson vill ekki tjá sig við þjóðina um þær gríðarlegu skuld- ir sem Landsbankinn hefur steypt þjóðinni í. Þegar hann var spurður hvort hann vildi ekki skila einhverju til þjóðarinnar, sem hefur ekki heyrt orð frá honum eftir að bankinn var þjóðnýttur, svaraði Björgólfur því efnislega að hann hefði öðrum hnöppum að hneppa. Þegar DV náði í viðskiptaráð- herra Íslands, Björgvin G. Sigurðs- son, kallaði hann á að eigendur Landsbankans sættu ábyrgð. Hann krefur þá um samfélagslega ábyrgð; það verði aldrei sátt um að þeir skilji eftir sig sviðna jörð og Svarta-Pétur á hendi íslensku þjóðarinnar. Kallar eftir siðferðilegri ábyrgð „Það er morg- unljóst að sið- ferðileg ábyrgð aðaleigenda Landsbankans er gríðarleg mikil. Að mínu mati ber þeim af- dráttarlaust að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að standa skil á því sem kann að vanta upp á,“ segir Björgvin en skuldir vegna Icesave-innlánsreikn- inga Landsbankans hlaupa á hundr- uðum milljarða króna. Milljörðum sem þjóðin þarf að borga. Reikning- arnir hafa orðið til þess að forsætis- ráðherra Bretlands, Gordon Brown, nýtti sér ákvæði í lögum um hryðju- verk til þess að frysta eigur bankans þar í landi. Þar með var Landsbanki Íslands kominn í hóp með löndum eins og Afganistan og Líberíu, auk hryðjuverkasamtakanna al-Kaída. Orðspor Íslands var einnig stórskað- að. Ekki sátt um sviðna jörð eftir auðkýfinga „Þeirra er algjörlega hin viðskipta- lega og siðferðilega ábyrgð. Ég skora á þá að standa reikningsskil gjörða sinna, losa allt tiltækt fé erlendis, koma með heim, greiða sín- ar skuldbindingar og taka þátt í uppbyggingu samfé- lagsins. Það verður aldrei sátt um að þeir skilji eftir sig sviðna jörð og Svarta- Pétur á hendi íslensku þjóðarinnar,“ segir Björg- vin sem kallar á samábyrgð auðkýf- inganna og hvetur þá beinlínis til þess að sýna þá siðferðilegu ábyrgð að láta ekki íslensku þjóðina borga tæplega sex hundruð milljarða króna lán. Ís- lenska ríkið vinnur núna í því að fá lánið hjá Bretlandi. Situr í öðrum málum Þegar blaðamaður náði sam- bandi við Björgólf og innti hann um viðbrögð vegna efnahagsástandsins svaraði Björgólfur: „Nei, ég stend hérna alveg á fundi sko, þakka þér fyrir.“ Aðspurður hvort hann væri til- búinn að ræða við blaðamann síð- ar svaraði hann því að það væri ekki mögulegt, hann hefði engan hug á að tjá sig um ástandið. „En vilt þú ekki skila ein- hverju til þjóðar- innar?“ spurði blaða- maður þá og Björgólf- ur svaraði: „Nei, nei, nei..., ég bara..., ég sit bara í öðrum málum, þakka þér bara fyrir að hringja í mig.“ Eignir upp í lán Samkvæmt Björgvini G. Sigurðs- syni er ekki ljóst að hve stórum hluta eignir bankans munu geta borgað þær skuldir sem Landsbankinn hef- ur steypt þjóðinni í. Aftur á móti er unnið að lántöku upp á 582 millj- arða króna til þess að standa straum af reikningum þeirra þúsunda Breta sem kunna Íslendingum litlar þakk- ir. Meðal þeirra sem Icesave skuldar eru góðgerðastofnanir og lögreglu- embætti auk fjölda sveitarfélaga. Kostnaðurinn vegna lánsins nemur tæpum tveimur milljónum króna á hvert mannsbarn hér á landi. Björgólfur Guðmundsson er nú á Íslandi, en samkvæmt heim- ildum DV dvaldi hann nýver- ið á sólarströnd. Sonur hans og viðskiptafélagi, Björgólfur Thor Björgólfsson, er hins vegar á heimili sínu í Lund- únum, samkvæmt heimild- um DV. Auðkýfingurinn og fyrrverandi eigandi Landsbanka Íslands Björgólfur Guðmundsson vill ekkert segja við þjóðina varðandi efnahagsástandið en Landsbankinn hefur steypt þjóðarbúinu og þjóðinni allri í gríðarlegar skuldir. Viðskiptaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson kallar eftir siðferðilegri ábyrgð eigenda. Björgólfur axlI By g valur GrEttiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Björgvin G. Sigurðsson Segir að það verði aldrei sátt um að auðkýf- ingar skilji eftir sig sviðna jörð. Björgólfur Guðmundsson Hefur lítið við þjóðina að segja, segist sjálfur vera að sinna öðrum málum. „... ég sit bara í öðrum málum.“„ég skora á þá að standa reikningsskil gjörða sinna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.