Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 8
fimmtudagur 23. október 20088 Fréttir „Mér finnst það alveg sjálfsagt mál ef það er lagalega fært. Það þyrfti væntanlega sterkari lagastoð til að gera kröfu um endurgreiðslur almennt. En ég skal vera manna fyrstur og fúsastur til að setjast nið- ur og skoða það,“ sagði Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður vinstri- grænna, aðspurður hvort rannsaka bæri bónusgreiðslur til yfirmanna íslensku bankanna og gera þá kröfu að þær verði afturkræfar líkt og bandarísk yfirvöld fara fram á í tengslum við björgunaraðgerð- ir sínar. „Ég hef sagt að það eigi að reyna að frysta allar eignir og kló- festa þau verðmæti sem með réttu eiga að tilheyra þjóðinni í þessu uppgjöri öllu saman,“ segir Stein- grímur. Bónusar endurheimtir Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að rannsaka ofan í kjölinn gjaldþrot þeirra fyrir- tækja sem þau hafa komið til bjargar undanfarið. Athugaðar verða bón- usgreiðslur til stjórnenda og gerð krafa um að þær verði afturkræfar allt að tvö ár aftur í tímann. Til að mynda hefur Andrew M. Cuomo, ríkissaksóknari í New York, krafið bandaríska tryggingarisann A.I.G. um að endurheimta bónusgreiðsl- ur og aðrar óeðlilegar útborgan- ir til fyrrverandi yfirmanna sinna. Bandaríska ríkið yfirtók A.I.G. á dögunum og hefur fyrirtækið lýst yfir samstarfsvilja í máli Cuomos. Óeðlilegar greiðslur verða rannsakaðar „Það er voðalega erf- itt að afturkalla það sem er búið og gert, því þá ertu farinn að skerða eignar- réttinn,“ segir Pétur Blön- dal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og formaður efnahags- og skattanefndar, spurður um hvort slíkt bæri að gera hér á landi. Pét- ur segir að í mörg- um tilfellum hafi bónusgreiðslur til stjórnenda fal- ið í sér kauprétt á ákveðnu gengi, en hafi menn átt þau bréf þegar bank- arnir fóru í þrot væru þeir pening- ar tapaðir í dag. „Það má vel vera að aðrar bón- usgreiðslur hafi verið öðruvísi og jafnvel útgreiddar í peningum og það verður að sjálfsögðu rannsakað hvort eitthvað hafi verið óeðlilegt við það.“ Pétur segir sérstakan sak- sóknara sem dómsmálaráðherra skipaði vera farinn af stað í að fara í gegnum það ef eitthvað misjafnt hefur átt sér stað við þessar bónus- greiðslur. Óljósar heimildir Sigurður Líndal lagapróf- essor tekur undir þau orð Pét- urs Blöndal að erfitt gæti reynst að endurheimta greiðslurnar á þann hátt sem talið er að verði gert í Bandaríkjunum. „Það gæti verið dálítið erfitt nema að um beint lögbrot væri að ræða. Ef hægt væri að sýna að þeir hefðu beinlínis hnuplað þessum pening- um,“ segir Sigurður aðspurður um hvort íslenska ríkið hafi einhverjar heimildir til sambærilegra aðgerða og eru nú til skoðunar í Bandaríkj- unum. Hann bendir á að óljóst sé með heimildir íslenska ríkisins, en hugsanlega sé það mál fyrir hlut- hafana sem illa fóru að krefjast þess að þessum greiðslum verði rift. Bónusgreiðslur korteri fyrir þrot Eins og kom fram í DV í vikunni hafa svör ekki enn feng- ist um bónusgreiðslur og laun for- stjóra á þessu ári þrátt fyrir að DV hafi spurt bankastjóra Landsbank- ans að því. Þeir vildu ekki tjá sig um meintar bónusgreiðslur upp á tíu milljarða á árinu né heldur hvort ráðamönnum bankans hefðu ver- ið borgaðar bónusgreiðsl- ur um mánaðamótin september/október. Gera má því ráð fyrir að óeðlilegar greiðslur verði rannsakaðar. Gjaldþrotalög taka á undanskotum Spurður út í meint- ar bónusgreiðsl- ur til ráðamanna Landsbankans um mánaða- mótin seg- ir Sig- urður Lín- dal lögin kveða skýrt á um slíkt ef um óeðlilegar hreyfingar hafi ver- ið að ræða. „Þarna gæti hugsan- lega verið um að ræða undanskot eigna vegna fyrirsjáanlegs gjald- þrots og á því taka gjaldþrotalögin.“ Hann segir skilanefnd fyr- ir hönd þrotabúsins þá geta rift þeim gjörn- ingum. Um það séu ítarlegar reglur í gjaldþrotalögum. „En hvort það er svona í raun og veru veit ég ekk- ert um, það er stórt ef í þessu máli,“ segir Sigurður. Frysting eigna til að klóFesta verðmæti Steingrími J. Sigfússyni finnst sjálfsagt að skoða hvort rannsaka beri óeðlilegar bónusgreiðslur til stjórn- enda bankanna á sambærilegan hátt og Bandaríkjamenn eru að gera. Þar vilja menn endurheimta bónus- greiðslur sem orka tvímælis miðað við frammistöðu fyrirtækjanna sem nú hafa verið þjóðnýtt. Rætt hefur verið um að þær kröfur verði afturkræfar tvö ár aftur í tímann. Erfitt að afturkalla það sem er búið og gert, segir Pétur Blöndal. „Það má vel vera að aðrar bónusgreiðsl- ur hafi verið öðruvísi og jafnvel útgreidd- ar í peningum og það verður að sjálfsögðu rannsakað hvort eitt- hvað hafi verið óeðli- legt við það.“ SiGurður Mikael JÓnSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Bankastjórar með gullfallhlífar bankastjórar viðskiptabankanna þáðu ofurlaun og margvíslega bónusa fyrir störf sín. afturkræfni sjálfsögð Steingrímur J. Sigfússon vill að reynt verði að klófesta öll þau verðmæti sem með réttu tilheyra þjóðinni í uppgjöri bankanna. Greiðslur verði rannsakaðar Pétur blöndal segir óeðlilegar bónusgreiðslur hjá bönk- unum verða að sjálfsögðu rannsakaðar. afturvirkar kröfur væru hins vegar erfið framkvæmdar. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins þriðjudagur 21. október 2008 dagblaðið vísir 195. tbl. – 98. árg. – verð kr . 295 100% verðmunur á matarkörfunni verðkönnun leiðir í ljós ótrúlegan mun krúnukúgarinn snýr aftur til Íslands fréttir Ásdís RÁn fRægaRi en gaRðaR MætiR í búlgaRskan Jay leno fékk sÍma með hótunum fólk Björgvin MæRði útRÁsina fréttir 30% 22% 28% 10-40% segist fórnarlamb konungsfjölskyldunnar neytendur óskaBarn án áByrgðar fréttir Bankastjórarnir græddu á tá og fingri: Þeir fengu milljarða fimm tekjuhæstu með 1,7 milljarða landsbankinn leynir bónusgreiðslum launum bankastjóra ríkisins enn leynt 156 milljónir 540 milljónir 740 milljónir 318 milljónir 21. október 2008 „Þetta er einhver afturganga í tölvukerfinu hjá Morgunblaðinu. Fyrir fimm árum síðan var ég með þessar eignir á skrá á þessu verði en nú eru þær komnar aftur inn,“ segir Árni Valdimarsson, hjá Fasteignasöl- unni Bakka, en athygli vakti þegar 14 íbúðir að Blásölum í Kópavogi birt- ust í fyrradag á fasteignavef mbl.is. Var það ekki síst verðið á eignunum sem vakti athygli en það var heldur lægra en almenningur á að venjast í dag. Það kom á daginn að auglýsing- arnar voru frá árinu 2003, og verðlag- ið eftir því. „Við erum löngu búnir að selja þessar eignir. Við höfum látið þá hjá Mogganum vita og beðið þá um að eyða þessu út.“ Margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu eignirnar á fast- eignavef mbl.is þegar þær birtust í fyrradag og töldu að þetta væri upp- hafið að hruni á fasteignaverði. Svo reyndist þó ekki vera, en Árni segir þó að viðbrögðin sýni að hugsan- lega þyrfti að bakka aftur í tímann hvað verðlagningu varðar. „Ég hef svo sem sagt það að við þurfum kannski að bakka fimm ár aftur í tímann, lækka verðið um 30 prósent, afnema lánskjaravísitöluna og koma með vaxtaumhverfi eins og það er í löndum í kringum okkur, þá vaknar þetta allt til lífsins á ný. Það er hægt að snúa þessu dæmi algjör- lega við og ég skora á þau stjórnvöld sem taka við að gera það.“ Árni segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa enda voru þarna meðal annars 80 fermetra íbúðir á besta stað í Kópavogi á 13,7 millj- ónir, 100 fermetra íbúðir á um 16 milljónir króna og þær stærstu, 124 fermetra íbúðir á aðeins 18,3 millj- ónir króna. Þessar íbúðir yrðu í dag líklega verðlagðar allt að helmingi hærra. „Það var verið að hringja til mið- nættis í gær. Þetta var með ólíkind- um. Það hefur ekki stoppað síminn. Við erum alveg ráðþrota yfir þessu,“ segir Árni. Mikil eftirspurn eftir fasteignum á fimm ára gömlu verði: Fortíðardraugur í fasteignaverði Fáheyrt verð fimm ára gamlar fasteignaauglýsingar frá fasteignasöl- unni bakka birtust í vikunni á vef mbl.is. Verðið á íbúðunum vakti óskipta athygli enda fáheyrt að fá 80 fermetra nýbyggingaríbúð á innan við 14 milljónir nú til dags. Mynd aF veF MBl.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.