Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 18
Einn helsti burðarásinn í atvinnulífi á Blönduósi er athafnamaðurinn Lár- us B. Jónsson. Hann rekur fjölbreytta flóru fyrirtækja á ýmsum sviðum framkvæmda og þjónustu. Lárus veitti byggingarvörudeild Kaupfé- lagsins á staðnum forstöðu um langt árabil en eftir að leiðir skildu milli hans og Kaupfélagsins setti hann upp eigin verslun og rak hana þar til Kaupfélagsmenn buðu honum búð- ina sína til kaups. Reksturinn óx hratt „Ég keypti fyrst af þeim lager- inn og reksturinn svo í framhaldinu keypti ég húsnæðið líka. Ég hef þeg- ar byggt við það til að fá meira rými undir reksturinn en umsvifin aukast jafnt og þétt þannig að við erum að sprengja húsnæðið utan af okkur aft- ur.“ Það er nokkuð ótrúlegt að verslun með svo fjölbreytt vöruval geti geng- ið á ekki stærri stað en Blönduósi, það virðist allt vera til í þessari búð. Fyrir utan venjulegar byggingar- vörur er höndlað með heimilistæki, raftæki, ótrúlegustu gerðir af sport- vörum og meira að segja skartgripi. Lárus kímir þegar haft er orð á þessu og bendir á að fyrirtæki hans hafi frá upphafi verið rekin með hagnaði og segist ekki sjá nein teikn um að breyting verði þar á. Krákur um allt land Samhliða því að Lárus hóf eigin verslunarrekstur stofnaði hann tré- smíðafyrirtækið Krákur og hóf að búa til sumarhús sem seld voru um allt land, auk þess að bjóða í smærri og stærri verk. „Fyrsta verkið okkar var að byggja veiðihús í Langadal, svo byggðum við til dæmis leikskóla í Hveragerði og nú erum við að ljúka við byggingu nýs Staðarskála.“ Það er því ljóst að hreppabönd halda ekki aftur af athafnasemi Lárusar. Stöðug aukning hefur verið í umsvifum hans í bænum og með- al annarra fyrirtækja sem hann rek- ur, ýmist einn eða í fálagi við aðra, er fasteignafélag sem á um tuttugu fasteignir á Blönduósi. Þá er á hans snærum pípulagningaverkstæði svo eitthvað sé nefnt. Í félagi við son sinn rekur hann fyrirtækið Ísgel sem framleiðir gel- blöndur sem notaðar eru til að halda ýmist hita eða kulda og eru meðal annars notaðar til að halda réttu hitastigi á hinum svokallaða flugfiski auk þess að draga úr tíða- verkjum og gigt, en fyrirtækið er með í framleiðslu vinsæla sjúkralínu með mörgum gerðum af heitum og köld- um bökstrum. Engir vegir ófærir „Stundum skil ég eiginlega ekkert í þessu, hvernig stendur á því að ég dregst að ólíkum rekstri. Áður en við settum upp matsölustað hérna, Pott- inn og pönnuna, í samstarfi við sam- nefnt fyrirtæki í Reykjavík, hefði mér þótt óhugsandi að ég ætti eftir að taka þátt í veitingarekstri.“ Eftir allt sem á undan var gengið kom fáum á óvart að Lárus skyldi nú í sumar kaupa sumarhús Glaðheima á Blönduósi. Þar er gisting fyrir 50 manns í 10 vel- búnum sumarhúsum. „Fyrir næsta sumar ætla ég að vera búinn að tvöfalda gistirýmið. Það er þegar byrjað að fjölga hús- um en hugmyndin er að bæta við 10 húsum. Þá verður gisting fyrir 100 manns hjá okkur. Sum húsanna verða búin heitum pottum og gufu- böðum þannig að vel mun fara um gesti okkar í framtíðinni. Við sjá- um samhliða gistingunni um rekst- ur upplýsingamiðstöðvar ferðamála og tjaldstæðis staðarins. Þannig að hér skapast einhver störf. Það er líka ýmislegt sem bendir til þess að Ís- lendingar muni ferðast innanlands næstu árin þannig að maður verður að vera undir það búinn.“ Umsvif Lárusar kalla á nokkurn fjölda starfsfólks. Um 30 manns starfa nú hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hann kemur að rekstri á en hann á von á að einhver fækkun verði í harð- asta skammdeginu. Nokkur fjöldi út- lendra manna starfar hjá honum og telur hann áhöld um hvort þeir komi aftur eftir jólafrí, enda kjararýrnun þeirra mikil eftir hrun krónunnar. GS fimmtudagur 23. október 200818 Norðurland Líkamsrækt til heil- brigðis og vellíðunar Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri Lárus B. Jónsson athafnamaður á Blönduósi endaði á því að kaupa byggingarvörudeild Kaupfélagsins eftir að hafa starfað þar í mörg ár. Hann segir bókstaflega allt fást í verslununni en Lárus stendur í kostulega fjöl- breyttum atvinnurekstri. Byggingarvörur og skartgripir Lárus B. Jónsson athafnamaður á Blönduósi Í verslun sinni þar sem hægt er að fá nánast allt sem hugarflugið leyfir að spurt sé um. Vinnusvæðið Lárus er í ótrúlega fjölbreyttum rekstri. Lárus og starfsmennirnir margir af starfsmönnum Lárusar eru af erlendu bergi brotnir og óljóst með framtíð þeirra hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.