Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 20
fimmtudagur 23. október 200820 Norðurland
Líkamsrækt til heil-
brigðis og vellíðunar
www.glerarkirkja.is
Alltaf í Glerárkirkju klukkan ellefu á sunnudögum!
Staður í Hrútafirði hefur um ald-
ir verið viðkomustaður ferðalanga.
Landpóstar fyrri tíðar höfðu þar
miðstöð og enn hafa póstflutningar
þar miðstöð og skipta farmi á milli
landsfjórðunga. Á vetrum þurfti fólk
oft að gista á Stað meðan beðið var
uppstyttu stórviðra og svo er enn,
þó að sjaldan séu slík veður að færð
spillist til langs tíma í seinni tíð.
Með bílaöldinni og gerð þjóðvega
varð aðstoð við ferðalanga sífellt
umfangsmeiri og kreppuárið mikla,
1929, var komið upp bensínsölu á
Stað. Aukin umferð kallaði á meiri
þjónustu og brátt varð bensínstöðin
hefðbundin þjóðvegasjoppa þar sem
fólk fékk bensín, olíur, gos, tóbak og
sælgæti, eins og auglýsingar þess
tíma hljóðuðu gjarnan.
„Það stanza flestir í
Staðarskála“
Laust fyrir 1960 hófust fram-
kvæmdir við byggingu veitingahúss
og veglegs söluskála, það voru Magn-
ús og Eiríkur Gíslasynir ásamt Báru
Guðmundsdóttur, konu Magnúsar,
sem í þetta réðust. Níunda júní 1960
opnaði svo hinn nýi Staðarskáli og
þá breyttust auglýsingarnar, þá komu
slagorð til áratuga: „Það stanza flestir
í Staðarskála“.
Víst er að langflestir þeirra er leið
áttu um stönsuðu í Staðarskála og
hefur svo verið um áratugi. Heim-
ilislegur matseðillinn og heimagert
bakkelsi hefur þótt notaleg tilbreyting
frá þjóðavegahamborgurum. Nú hef-
ur N1 keypt skálann og rekið hann um
hríð en breytinganna hefur lítt orð-
ið vart þar sem sama starfsfólk hefur
haldið áfram að þjóna ferðalöngum.
Breytingar í kreppunni
Nú er runnið upp nýtt kreppuár
og sem fyrr nýtir Staðarskáli sér slík
tímamót til stórra atburða. Í síðustu
viku var tekinn í notkun nýr þjóðveg-
ur sem liggur ekki lengur um hlaðið
á Stað. Reistur var nýr, stór og veg-
legur Staðarskáli við nýja veginn. Í
nýja skálanum er góð aðstaða fyrir
langferðabílstjóra, hvíldarherbergi
með þægilegum sófum, klósett sem
hægt er að nota utanfrá um nætur og
stórt plan fyrir flutningabílstjórana
að hvílast.
Óhætt er að segja að tekist hafi að
flytja sál gamla skálans yfir og enn er
heimilislegur matseðill og heima-
bakað á boðstólum. Kjötsúpan fræga
og heimsins bestu ástarpungar eru á
sínum stað ásamt starfsfólkinu sem
þjónað hefur gestum sínum í ára-
tugi.
Vilborg, dóttir Magnúsar og Báru,
rekur staðinn ásamt manni sínum,
Kristni Guðmundssyni, en Bára og
Eiríkur sinna sínu á staðnum eins
og þau hafa gert í hartnær hálfa öld.
En Magnús er látinn fyrir nokkrum
árum.
Nýi skálinn flottur
„Þetta var sennilega einhver æv-
intýraþrá hjá okkur í upphafi og svo
hefur þetta undið upp á sig með tím-
anum. Þetta gekk vel strax í upphafi
og hefur verið svo síðan. Norðurleið-
arútan stoppaði alltaf hérna og svo
koma langflestir flutningabílstjór-
arnir við hérna auk allra þeirra fjölda
ferðamanna sem fara orðið hérna
um. Gistingin hefur líka gengið vel
þannig að þetta hefur allt lukkast
vonum framar.“ Segir Eiríkur á Stað
ánægður með nýja skálann.
GS
Staðarskáli flytur af Stað
– eftir áratugi í alfaraleið.
Kunnugleg andlit bára
guðmundsdóttir, Vilborg
magnúsdóttir, kristinn guðmunds-
son og eiríkur gíslason.
Nýr Staðarskáli Hefur
verið tekinn í notkun.