Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 24
fimmtudagur 23. október 200824 Norðurland
Líkamsrækt til heil-
brigðis og vellíðunar
Ultratone Akureyri
Sunnuhlíð
Upplýsingar í síma 461 4970 eftir kl 13:00
DETOX!
Kynntu þér kosti Ultratone
„Þetta byrjaði með söfnunaráráttu hjá
mér þegar ég var ungur að læra bif-
vélavirkjun hérna yfir á Sleitustöðum
þar sem var mikil rútuútgerð ásamt
stóru bílaverkstæði. Mér hefur alltaf
fundist óhugsandi að henda nokkr-
um hlut. Dótið sankaðist að mér og
þar af leiðandi á ég orðið ógrynni af
tækjum, varahlutum og dóti í marg-
ar gerðir gamalla bíla. Það var aldrei
neitt markmið hjá mér að setja upp
safn eða neitt slíkt,“ segir Gunnar
Þórðarson, bílabóndi í Stóragerði.
Þúsundir ferðamanna
Samgönguminjasafn Skagafjarðar
að Stóragerði er ótrúlegt að burðum
og víða hefur verið leitað fanga. Þarna
er að finna fyrstu jarðýtuna sem kom
til landsins ásamt fleiri vinnuvélum,
rútum, vörubílum og tugum gerða af
jeppum og fólksbílum.
Gunnar hefur komið sér upp mikl-
um húsakosti til að gera safnið að-
gengilegt fyrir ferðafólk enda koma
þúsundir ferðamanna á hverju ári
til að skoða þessa gömlu dýrgripi
sem þarna hafa varðveist. Nú síðast
byggði hann gott verkstæðishús til að
sinna viðhaldi og endurgerð þessara
gömlu tækja. Þar er nú verið að gera
upp nokkra bíla, meðal annars gaml-
an vörubíl.
Einn þriggja í Evrópu
„Þessi vörubíll er nokkuð merki-
legur, þetta er Diamond T special frá
árinu 1931. Það fóru aðeins þrír svona
bílar á Evrópumarkað og þetta er einn
þeirra, þannig að hann er nokkuð sér-
stakur. Þennan bíl átti sami maðurinn
alla tíð, Gísli Guðmundsson bílstjóri
á Þrótti. Númerið var R 140. Sonur
Gísla eignaðist svo bílinn, hann var
smá drengur þegar bílinn kom og
hann var að fara með pabba sínum
á bílnum. Nú er sá stutti kominn yfir
áttrætt.“
Mikið verk er að gera bílinn upp,
taka þurfti hann í sundur stykki fyr-
ir stykki og er nú verið að raða hon-
um saman á nýjan leik. Húsið er orðið
glansandi fínt og grind og vél kom-
in á sinn stað þannig að varla líður á
löngu áður en Gunnar getur farið að
aka um sveitir á þessum trukk.
Sumarfríið varð vinnuferð
Gunnar hefur á stundum lagt mik-
ið á sig til að ná sér í þær gerðir bíla
sem hann telur vera að hverfa fyrir
fullt og fast og má segja að athafna-
semin sé honum lífið, athöfnin sé
hjákona hans, eins og sagt hefur ver-
ið um menn sem komið hafa meiru
í verk en samferðamennirnir. Það er
ekki oft að Gunnar fer í sumarleyfi
en þó hefur komið fyrir að hann hafi
boðið konunni í slíka ferð.
„Við leigðum okkur sumarbústað í
eina viku á Eiðum. Konan var svolít-
ið hissa á þessu boði og nýtilkominni
umhyggju minni. Mig hafði lengi
langað til að finna og varðveita eina
af gömlu rútunum sem voru á Sleitu-
stöðum. Það virtist sem búið væri að
jarða og eyða öllum þessum merku
bílum en loks frétti ég af einni austur
í Fljótsdal. Hún var orðin afskaplega
illa farin eftir að standa full af drasli
og girðingarstaurum í ein 15 ár.
En ég dreif mig austur með kon-
una í sumarleyfið og við skoðuðum
Austfirði á daginn en þegar kvölda
tók stakk ég af og eyddi nóttunum í að
standsetja rútuna og gera hana ferða-
færa til að koma henni á nýjan leik
heim í Skagafjörð.“
Í gang eftir 15 ár
„Það var margt sem úr lagi var
gengið en vélin fór í gang þrátt fyrir
að hafa staðið öll þessi ár. Bremsurn-
ar voru kannski ekki alveg eftir bók-
inni en dugðu þessa leið. Það pass-
aði að daginn sem við áttum að skila
bústaðnum var rútan orðin nægilega
klár til heimferðar. Það var ekkert
númer á þessu þannig að ég bað kon-
una um að keyra á undan. Átti meira
að vera til að sýnast að verið væri að
draga bílinn, en hún passaði sig að
vera langt á undan því einhverra hluta
vegna treysti hún ekki alveg hinum
aldna bremsubúnaði.
Ferðin heim gekk vonum framar,
nokkrar olíustíflur og smærri truflan-
ir. Það var um miðnætti sem við lögð-
um af stað úr Fljótsdalnum og rút-
an var komin heim klukkan sjö um
morguninn, enda veit ég ekki til ann-
ars en þessi bíll hafi alltaf skilað sér og
sínum á leiðarenda.“
Drasl varð menningarauður
„Það voru margir sem lögðu að
mér að gera þetta safn, sveitarfélag-
ið og fleiri. Það varð úr og ég hef not-
ið nokkurs stuðnings við þetta verk-
efni. Þetta drasl sem ég var að safna
í gamla daga eru óskaplega mik-
il menningarverðmæti og fólk nýt-
ur þess að skoða, sumir hafa meira
gaman af draslinu en bílunum og
vilja fá að komast í lagerinn hjá mér
og gleyma sér daglangt jafnvel að
skoða alla varahlutina og dótið sem
ég er með hérna á bakvið.
Það er nú að renna upp sá tími að
fólk verði að passa að henda ekki öllu,
nú getur verið gott að finna varahlut-
ina hjá geymsluglöðum draslhyggju-
mönnum. Mikið af því dóti sem ég er
með hérna varð til í og upp úr annarri
kreppu þegar engu mátti kasta. Nú
fara þessi vinnubrögð og verkkunn-
átta að verða dýrmæt á nýjan leik.
Það er eðlilegt að hið opinbera
styrki svona söfnun, það eru gerðir
út fornleifafræðingar í stórum stíl að
grafa upp gamalt dót. Það getur ekki
verið neinn sparnaður í því að láta
jarða allt svona drasl og senda svo
fornleifafræðinga til að grafa það upp
aftur eftir þrjátíu ár. Miklu betra að
styrka aðeins þá sem koma í veg fyr-
ir að kumlið sé urðað,“ segir þessi at-
hafnasami og sístarfandi áhugamað-
ur um sögu þjóðarinnar.
GS
Gunnar Þórðarson bílabóndi í Stóragerði hefur safnað farartækjum um árabil. Hann á meðal annars fyrstu
jarðýtu Íslands sem enn er gripið til. Það er þó aðeins brot af glæsilegum fornbílaflota Gunnars sem myndar
Samgönguminjasafn Skagafjarðar.
Gunnar Þórðarson
bílabóndi í Stóragerði.
Samgönguminjasafn
Skagafjarðar draslið sem
gunnar safnaði að sér varð
að þjóðminjum.
Fyrsta jarðýta landsins Það er margt
áhugavert að finna á safninu.
Draslhyggja verður
að þjóðarauði