Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 16
fimmtudagur 23. október 200816 Norðurland
Líkamsrækt til heil-
brigðis og vellíðunar „Ég er búinn að vera í rekstri hérna á Húsavík frá því um 1980 og hef því séð tímana tvenna í atvinnulífinu á staðnum. Þetta er ekki orðinn svipur hjá sjón frá því sem var,“ segir Aðal-
steinn Skarphéðinsson, húsasmíða-
meistari á Húsavík. Þegar best lét var
hann með mikil umsvif og fjölda fólks
í vinnu, nú rekur hann sitt verkstæði
í sendiferðabíl og 40 fermetra bílskúr
sem hefur verið haganlega gerður til
að sinna þörfum húsasmiðsins. Þar
smíðar Aðalsteinn allt sem til þarf í
hús hvort heldur eru gluggar, hurð-
ir eða jafnvel innréttingar ef svo ber
undir.
Norska krónan til bjargar
„Núna erum við aðeins tveir sam-
an með fyrirtæki og sækjum verk-
efnin út fyrir svæðið, það er eigin-
lega „útflutningur“ á atvinnuleysi.
Við byrjuðum að byggja hús í Noregi
en að undanförnu hefur annar okk-
ar verið þar en ég hef verið að endur-
gera gamla kaupfélagshúsið og kaup-
félagsstjóraíbúðina á Fáskrúðsfirði,
þetta eru 113 ára gömul hús og gott að
vita til þess að þau skuli varðveitt. Það
er ekki alveg ónýtt núna, þegar krón-
an er verðlaus, að fá helming innkom-
unnar í norskum krónum.“
Álverið nauðsynlegt
Hann telur afar mikilvægt fyrir
svæðið að þegar verði ráðist í bygg-
ingu álvers á Bakka til að snúa við
íbúaþróuninni. Töluverð fólksfækk-
un hefur verið á Húsavík á umliðnum
árum.
„Það þarf að koma álver hérna,
fólki hefur fækkað um tuttugu prósent
hérna frá því um 1980. Það er ekk-
ert hægt að hlusta á það að einhver
rauðsokka í umhverfisráðuneytinu,
sem ekki skilur nauðsyn á atvinnu
fyrir fólk, eyðileggi möguleika okkar
á uppbyggingu og hefti framfarir hjá
þjóðinni. Það er eiginlega ótrúlegt að
náttúruverndarsinnar á höfuðborgar-
svæðinu geti ekki skilið nauðsyn at-
vinnu hér. Eitthvert fólk fyrir sunnan
er búið að sannfæra hvert annað um
að hér sé ekkert atvinnuleysi, meira
að segja Kristján Möller hélt þessu
fram á fundi hér með umhverfisráð-
herranum.“
Rauðsokkur mega ekki tefja
Aðalsteini er til efs að þetta fólk
átti sig á að þrátt fyrir allt er álver-
ið farið að skapa störf í bænum því
nokkur fjöldi Húsvíkinga starfi nú
þegar við boranir eftir jarðhita til
raforkuframleiðslu fyrir væntan-
lega stóriðju. Hann telur að íslensk-
ir stafsmenn muni að mestu starfa
við uppbyggingu virkjana og álvers-
ins sjálfs því ævinlega sé leitað eft-
ir ódýrasta vinnuaflinu og líklega sé
það íslenska vinnuaflið sem sé ódýr-
ast þessa stundina.
„Það þarf bara að setja sérlög um
álver á Bakka og með því taka vald-
ið af Þórunni Sveinbjarnardóttur, nú
er uppbygging orðin aðkallandi fyrir
alla þjóðina en ekki aðeins fyrir fólk
á landsbyggðinni. Það er svo komið
að við verðum að nýta auðlindirnar
og þær eru úti á landi. Það er löngu
gleymt að landsbyggðin kom fótun-
um undir velferð fólksins í landinu
með útflutningsgreinunum en svo
kom þetta tímabil þar sem fólk vildi
bara eiga viðskipti hvert við ann-
að og útflutningsgreinum ekki gef-
inn gaumur. Nú verður landsbyggð-
in aftur að koma velferðinni í samt
lag og það tekst með því að nýta all-
ar þær náttúrauðlindir sem við get-
um. Til dæmis var niðurskurðurinn
í aflaheimildum mjög umdeildur og
líklegt að verði að auka við fiskiríið til
að greiða niður þessar miklu skuldir
sem búið er að stofna þjóðinni í. Það
er búið að allir geti haft það gott fyr-
irhafnarlaust. Peningar koma ekki og
hafa aldrei komið af himnum ofan.“
Segir Aðalsteinn og vil að stjórnvöld
bregðist skjótt við. GS
Aðalsteinn Skarphéðinsson, húsasmíðameistari á Húsavík, segir atvinnulífið á staðnum ekki vera svip
hjá sjón frá því sem áður var. Hann telur álver á Bakka nauðsynlegan kost. Hann segist viss um að lands-
byggðin sé lykillinn að endurreisn.
Landsbyggð-
in endurreisir
veLferðina
Aðalsteinn Skarphéðinsson, húsa-
smíðameistari á Húsavík Við störf í
bílskúrnum sínum þar sem hann hefur gert
sér haganlega búið trésmíðaverkstæði.
„Mér finnst gott að vera hérna.
Fjölskyldunni var tekið opnum
örmum þegar við fluttum á stað-
inn, svo er mannlífið alveg frá-
bært,“ segir Pétur Björnsson,
varðstjóri hjá lögreglunni á Sauð-
árkróki.
Pétur fluttist ásamt fjölskyldu
sinni á Krókinn fyrr á þessu ári og
segist alls ekki sjá eftir því, fjöl-
skyldunni líki vel og samfélagið
standi traustum fótum þannig að
íbúar eigi jafnvel að geta sloppið
öðrum betur við þær þrengingar
sem nú ganga yfir þjóðina.
Pétur starfaði um árabil í lög-
reglunni á Ísafirði áður en hann
kom á Krókinn og bjó þá á Flat-
eyri, hann segir að sér hafi líkað
vel fyrir vestan, enda sé hver og
einn á litlum stöðum hluti af sam-
félaginu og þátttakandi í stað þess
að vera aðeins þiggjandi eins og
gjarnt er á mjög stórum stöðum.
„Þetta er eins hérna sýnist mér,
fólk er félagslynt og tekur þátt í
samfélaginu, skólinn hérna er
mjög góður og krakkinn blómstr-
ar þar. Þannig að ég bara ráðlegg
fólki, sem vill láta sér líða vel, að
koma og setjast að á Króknum.“
Hann segir gott að vera í lög-
regluliðinu á staðnum og sam-
skipti við bæjarbúa góð enda sé
þetta allt ein fjölskylda sem búi
þarna. Allir þekki alla. GS
Mannlífið á Króknum er frábært
– segir varðstjórinn
Pétur Björnsson Lögregluvarðstjóri
á Sauðárkróki.