Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2008, Blaðsíða 38
fimmtudagur 23. október 200838 Fólkið
Bandaríski grínarinn Katt Willi�
ams tekur fyrir gervifætur íslenska
fyrirtækisins Össurar í uppistandi
sínu. Uppistandið er að finna á
vefnum Youtube en þar er Katt að
tala um að hann hafi séð frétt um
spretthlauparann Oscar Pistorius. Sá
vakti heimsathygli með frábærum
árangri sínum á gerfifótum frá Öss�
uri en hann keppti meðal ófatlaðra.
Oscar var svo dæmdur úr leik vegna
fótanna því þær þóttu veita honum
„ósanngjarnt“ forskot. Katt gerir
óspart grín að því að fótalausi mað�
urinn hafi verið dæmdur úr leik fyrir
að hafa ósanngjarnt forskot.
Hinn eini sanni íslenski útrásar�
víkingur er fundinn. Plakat af honum
fylgir nýjasta Séð og heyrt sem kem�
ur í búðir í dag. Hann líkist á ýmsan
hátt þeim útrásarvíkingum sem við
þekkjum til nú þegar, enda er hann
samsettur úr nokkrum þeirra. Til að
mynda hefur hann augu Sigurðar
Einarssonar, fyrrverandi stjórnar�
formanns Kaupþings, eyru Björgólfs
Thors, nef Hannesar Smárasonar,
munn og höku Pálma Haraldssonar
í Fons, hár Jóns Ásgeirs Jóhannes�
sonar og gleraugu forseta Íslands. Þá
klæðist víkingurinn skyrtu og bindi
úr eigu Björgólfs Guðmundssonar.
Rænd
í Rússlandi
„Það er verið að setja Sellofon
upp í Pétursborg, Yaroslav, Stokk�
hólmi og Noregi og það gengur
rosalega vel. Það er verið að setja
það upp um alla Evrópu svo mað�
ur er svolítið á faraldsfæti,“ segir
Björk en verkið sem er einleikur
er sett upp á rússnesku í Péturs�
borg og Yaroslav svo Björk er með
túlk sér við hlið í Rússlandi.
„Það talar bara enginn ensku
í borgunum sem ég var í, ekki
einu sinni á hótelinu svo ef ég
hefði ekki verið með túlkinn með
mér hefði ég bara endað í gúlag�
inu í Síberíu.“ Fyrsta daginn í Pét�
ursborg lenti Björk í því óhappi
að töskunni hennar var stolið á
kaffihúsi með fartölvu og vega�
bréfi, sem er ekkert grín í Rúss�
landi.
„Rússland er eiginlega versta
land í heimi til að vera vegabréfs�
laus. Við höfðum sest aðeins nið�
ur á kaffihús og fengið okkur kaffi
og þegar taskan mín var horf�
in var lögreglan á járnbrautar�
stöðinni kölluð til, sem ég frétti
reyndar seinna að væri eitt af því
sem Rússar gera mjög sjaldan.
Því um leið og þú kallar til lög�
regluna verða hlutirnir fyrst erf�
iðir,“ segir Björk en þegar búið var
að kalla til lögregluna þurfti Björk
að hlaupa af stað til að ná lestinni
frá Pétursborg til Yaroslav.
„Hún Kata, sem er í kvik�
myndanámi í Pétursborg og ég
kynntist úti, tók að sér að verða
eftir með lögreglunni og lenti í
miklum yfirheyrslum til að reyna
að redda þessu fyrir mig. Þetta
voru endalausar hringingar og
vesen þar sem ég var stödd í
Yaroslav að reyna að redda mér
nýju vegabréfi. Sendiherrann í
Moskvu var svo kominn í málið
með mér og á leiðinni heim aft�
ur til Íslands kom ég við Péturs�
borg upp á von og óvon að reyna
að díla við lögregluna því ég
þurfti að mæta í yfirheyrslu þar
sem sendiráðið var búið að segja
mér að ég yrði að vera með gögn
frá lögreglunni um að passanum
hefði verið stolið.“
Í kjölfarið tók við fimm
klukkustunda yfirheyrsla í heldur
ónotalegu umhverfi. „Ég fór með
Gísla, íslenskum strák sem býr
úti, og við settum bara reiðuféð í
sokkana áður en við fórum inn og
í þennan mesta hjalla sem ég hef
gengið inn í. Inni í litlu reykmett�
uðu herbergi þar sem fólk kom og
fór og fimm manns sátu og reyktu
og átu kex sátum við án þess að fá
vott eða þurrt og ég í stöðu þess
grunaða,“ segir Björk sem þurfti
að svara heldur óhefðbundnum
spurningum rússnesku lögregl�
unnar.
„Ég var aftur og aftur spurð
hvað ég væri að gera í landinu
og þegar ég sagðist vera að leik�
stýra var ég spurð spjörunum úr
um rússneska kvikmyndasögu,
svo var ég spurð hvað ég væri
með í mánaðarlaun og hvort vin�
kona mín væri gyðingur. Svo eru
þeir með þá hefð að veifa af og
til byssunum sínum, opna
þær og loka þeim og miða
svolítið. Þetta var mjög
óhugnanleg upplifun og
maður þurfti að halda
aftur af tárunum. Ég
fékk ekki einu sinni að
fara á klóið.“
Á endanum var Björk
sleppt og hún fékk plagg
þar sem sagt var að vega�
bréfið hefði horfið en ekki
að því hefði verið stolið þar
sem það þótti ekki gott fyrir
orðspor Pétursborgar.
„Ég komst svo loksins heim
til Íslands og var alveg dauðfeg�
in að koma heim. Stuttu eftir að
ég var komin heim fékk ég sms
úr rússnesku númeri klukkan tvö
um nótt. Ég fékk konu til að þýða
þetta og í sms�inu stóð meðal
annars „bláu augun þín“ og „ég
get ekki gleymt þér“. Ég skrif�
aði til baka og spurði hver
þetta væri og fékk þá svarið:
„I’m Police Man.“ Þá sá ég
hann bara fyrir mér sitjandi
að sumbli með vodkaflösk�
una sína, haldandi að ég sé
æðislega hott fyrir honum eft�
ir að hafa verið með mig í þess�
ari hræðilegu yfirheyrslu.“
Björk þarf að fara aftur til
Rússlands í byrjun nóvem�
ber en vonast til að ósvífni
lögregluþjónninn verði bú�
inn að gleyma henni. „Ég
verð í fimmtán klukkutíma
fjarlægð frá honum svo
hann þarf að vera ansi ásts�
júkur ef hann ætlar að leita
mig uppi,“ segir Björk á léttu
nótunum að lok�
um.
krista@dv.is
Leikkonan og leikstjórinn Björk Jakobsdóttir lenti í heldur óskemmtilegri lífs-
reynslu þegar töskunni hennar með vegabréfi og fartölvu var stolið í Pétursborg í
Rússlandi á dögunum. Þar var hún stödd til að leikstýra verki sínu Sellofon sem
heldur áfram að fara sigurför um heiminn. Í kjölfarið tóku við hræðilegar yfir-
heyrslur í reykfylltu herbergi og sms-skilaboð frá ástsjúkum lögreglumanni.
„Fjölmargir hafa haft miklar áhyggj�
ur af þessum aðstæðum sem komnar
eru upp, og ekki síst orðspori Íslands í
útlöndum sem ekki bara beðið hnekki
heldur gjörsamlega hrunið. Margir hafa
líka undrað sig á hve viðbrögð stjórn�
valda hafa verið skringilega lítil, og
nánast engin, hvað þetta varðar,“ seg�
ir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórn�
málafræðingur sem er einn þeirra sem
lagt hafa til efni á vefsíðuna indefence.�
is sem sett var í loftið í gær.
Síðan er tilraun hóps Íslendinga til
að fyrirbyggja frekari skaða en þegar
hefur orðið af hruni íslenska fjármála�
kerfisins og beitingu breskra yfirvalda á
hryðjuverkavarnarlögum gegn Íslend�
ingum. Þar er bæði að finna efni sem
tengist baráttunni og undirskriftasöfn�
un.
„Erlendir ráðamenn og fjölmiðlar
virðast geta sagt hvaða óhróður sem er
um Ísland og Íslendinga, án þess að því
sé svarað. Það er eiginlega algjörlega
óskiljanlegt,“ segir Eiríkur sem sjálf�
ur tók sig til og skrifaði nokkrar grein�
ar í bresk blöð til varnar íslensku þjóð�
inni. Aðrir hafa notað aðrar aðferðir til
að stemma stigu við skaðanum, og að
sögn Eiríks fór hópurinn smám saman
að tala sig saman. „Segja má að þetta
sé sjálfsprottinn hópur fólks sem er að
reyna að leggja eitthvað í púkkið. En
þessi hópur er algjörlega ótengdur ís�
lenskum stjórnvöldum.“
Síðdegis í gær höfðu um tíu þúsund
manns skráð sig á undirskriftalista síð�
unnar.
kristjanh@dv.is
VöRn gegn óhRóðRi
indefence.iS vaR STOfnUÐ TiL aÐ hindRa fRekaRi SkaÐa af hRUni fJáRmáLakeRfiSinS:
Hryðjuverkamenn? Á
síðunni er að finna
nokkrar athyglisverðar
myndir á borð við þessa.
mynd Lukka Sigurðardóttir
Björk jakoBsdóttir:
gRínaR um
össuR
útRásaR-
VíkinguR
fundinn
Eftir hræðilegar yfirheyrslur
kom rómantískt sms björk
Jakobsdóttir gleymir líklega seint
sínum fyrstu kynnum af rússlandi.