Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1901, Blaðsíða 27
277
Silungsveiði er taiin lík bæði árin, heldur meiri hið síðara, en mun geta verið tals-
vert meiri. Víða eru veiðivötn, sem lítið eða ekkert er hugsað um veiði í, stafar það víst
nokkuð af því, að menn meta silung til fæðu ekki eins mikils og vert er. Pundið í silung
er víða metið minna en í þorski og öðrum fiski úr sjó, en þó kvað silungur vera bæði
næringarmeiri og auðmeltari.
Þorsklifur og önnur lifur er minni árið 1899, en næsta ár á undan. Þess er víða getið
í skyrslum hreppstjóra, að lifur sje ekki hirt, og er það skaði, því ekki má telja kostnað við
hirðusemina, en verðmæti lifrarinnar töluvert.
Um dún er það að segja, að hann hefur minkað yfirleitt. Aukist hefur hann að
eins í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og Suðurmúlasýslu, einkum hinni síðustu. I öllum
öðrum sýslum landsins hefur dúntekja minkað, og er það leitt, því þar er um verulegan arð
að ræða, þar sem dúntekjan er og þvi' ástæða til, að menn leggi allt kapp á, að hlynna að
henni sem mest.
Yfirleitt hefur verið rneiri fugltekja hið síðara ár en hið fyrra, þó sumstaðar sje
hún talsvert minui, t. d. í Vestmannaeyjum. Einkennilegt er það, að að eins 3 eða 4 sýslur
færa sjer í nyt rituveiði svo nokkuru uemi. Súluveiðar eru hvergi nema í Vestmannaeyjum.
Það væri ef til vill rjett að meta til verðs veiði alla yfir árið, en vegna þess, að
skýrslurnar eru ónákvæmar, er því slept, enda þýðingarminna, þar sem kostnaður við veið-
arnar er ókunnur.