Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1901, Blaðsíða 26
276
Athugasemdir.
Þegar farið er að athuga skyrslurnar um fiskiafla á opnum bátum, selveiði, dúntekju
og fuglaveiði, verður hið fyrsta, sem maður reknr sig á, að þœr eru ónákvæmar. Við sumar
skýrslur er þess getið, að formenn hafi tregðast við, að segja hver afli þeirra var, og er hann
því ekki talinn í skýrslunum.
Hvað snertir laxveiði og silungsveiði munu skýrslurnar vera langt frá því að vera
nákvæmar. Skal þess getið til dæmis, að úr Skútustaðahreppi í Suðurþingeyjarsýslu er engin
skýrsla gefin, en all-ólíklegt er, að enginn silungur hafi veiðst í Mývatni árið 1899. —
Herra Bjarni Sæmundsson, kennari við lærða skólann, segir mjer, að hann hafi i höndum
skýrslur um veiði úr Másvatni og Reykjadalsá er telji um 3000 silunga veidda þar þetta ár.
Enn fremur kvað töluvert vera veitt árlega í Laxá á stöng. Veiðivötn þessi munu vera i'
Reykdælahreppi, en skýrsla liggur fyrir frá hreppstjóranum þar, er segir, að engin veiði sje
í hreppnum. Eigi er getið neinnar veiði á bæjum kringum Miklavatn í Skagafirði, og er þar
þó nokkur veiði. Eru dæmi þess næg til að sýna, hve litlu menn láta sig skipta, að gefa
nákvæmar skýrslnr og er það rnein, því það er mikilsvert, að hagskýrslur landsins væru sem
rjettastar. Annars má geta þess, að skýrslum þeim, er hreppstjórar gefa og hjer er farið
eptir og skýrslum þeim, er herra Bjarni Sænmndsson safnar, ber alls ekki saman. Eru
tölurnar á hreppstjóraskýrslunum mun lægri.
Dúntekja er heldur eigi rjett talin, því í skýrslum er dúns eigi getið af sumum
jörðum, sem vitanlegt er, að æðarvarp er á. Þó er um fátt auðveldara, að fá nákvæmar
skýrslur, en um dúntekju.
Tala fugla, er veiðast, mun víða ónákvæm, má sjerstaklega nefna, að margt af fugli
þeim, er veiðist við Drangey á Skagafirði kemur ekki í skýislur.
Þó bornai sjeu saman skýrslurnar frá árunum 1898 og 1899 til þess að sjá, hvort
árið hafi verið betra til veiða, er óvíst að komist verði að rjettri niðurstöðu, sökum þess hve
skýrslurnar eru ófullkomnar. Skal því lítið gjört að því.
Bát-ifjöldi alls yfir er svipaður bæði árin, heldur færri síðara árið, en svo er þess
einnig að gæta, að fjögurra inanna förum og sexæringum hefur fækkað að mun, en tveggja
manna förum aptur fjölgað, hefur því skiprúmatölunni fækkað meir en að tiltölu við báta-
fækkunina, og því líklegt, að töluvert færri hafi stundað sjó á opnum bátum síðara árið. —
Bátar þeir sem taldir eru 1 Dalasýslu, gengu ekki til fiskiveiða, heldur hafðir við selveiðar o. fl.
Þótt færri hafi stundað sjó síðara árið, er þorskveiði nokkru meiri það ár, og löngu veiði mun
meiri, en smáfiskur litlu minni, aptur á móti hefur ýsa veiðst miklum mun lakar hið seinna
árið. Er það stórkostlegur munur í Isafjarðarsýslu, hvað sem veldur. Trosfiski er sömuleiðis
talið fram miklu minna hið síðara árið, en þá er þess að gæta, að þar mun opt vel í lagt,
t. d. er á einum stað 600 tunnur af upsa, taldar sem 600 trosfiskar. Yfirleitt mun mega
líta svo á, að árið 1899 hafi verið fullt svo gott afla ár. Afli á opnum bátum minkar að
mun í Suðuramtinu, og stafar það mikið af fækkun báta. I Austuramtinu er sömuleiðis
rýrari afli, þar hefur þó smábátum fjölgað töluvert, en stórir bátar eru færri en áður. —
í Vesturamtinu og Norðuramtinu hefur afli aukist, enda bátum fjölgað nokkuð. Síldveiði
hefur minkað afarmikið á aðal-síldveiðistöðvunum: Eyjafjarðarsýslu, Suðurþingeyjarsýslu og
Suðurmúlasýslu svo sú veiði er síðara árið nær þrisvar sinnum minni en hið fyrra, þrátt fyrir
að, þó að víða annarstaðar hafi veiðst talsvert meira eu áður.
Af laxi hefur veiðst nær tvöfallt meira árið 1899, en árið áður og nemur það miklu
fje, en því miður hefur óvinur hans selurinn sloppið nær því eins vel úr greipum manna
eins og árið næsta á undan. Að sönnu hafa kópar veiðst fleiri, en fullorðni selurinn slapp
betur.