Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1901, Blaðsíða 37
287
Afli fiskiskipsins Thor frá Patreksfirði er talinn í skippundum og er þannig:
Þorskur Smáfiskur Ysa Langa Heilagfiski Aðrar fiskitegundir
(trosfiski)
35 skpd. 86 skpd. 68 skpd. » » 10 skpd.
Jeg hef orðið að breyta þessari skýrslu í tölu fiskja og hef jeg gjört að í skippund fari 140
þorskar, 270 smáfiskar, 180 ysur og 200 trosfiskar. Er þetta samkvæmt því, sem sjómenn
hjer í Reykjavík telja, að fari í skippund af hverri tegund fiskjar.
I Almanaki Þjóðvinafjelagsins fyrir 1901 eru skýrslur um afla uokkurra fiskiskipa
við Faxaflóa árið 1899. Er afli af hverri fiskitegund fyrii sig talinn í skippundum, en fisktala
alls, sem dregin var á skip (þorskur, smáfiskur og ýsa), sjest þar samanlögð. Eru skýrslur
þessar frá skipaeigendunum, og þykir ekki ófróðlegt, að bera þær saman við skipstjóra-
skýrslurnar, og kemur þá í ljós, að nokkrn munar um töluna. Það er að eins frá fáum skipum,
að skýrshtnum ber saman. Víðast er fiskitalan hærri hjá skipstjórum. Mestu munar það á
Friðrik, þar telur skipstjóri 10,000 fiskum fleira en eigandi, á Sturlu 8800, á Skarphjeðni
6000 o. s. frv. Sumstaðar telja skipaeigendur meiri fisk en skipstjórar, t. d. á Margrjeti og
Sigríði 4300 fiskum fleira á hverju skipi, á Helgu 3000; á öðrum skipum munar minnu. —
Þegar breytt er skippundatölu fiskitegunda þeirra, sem getið er í skýrslum skipaeigendanna,
koma víða út tölur, sem eru mjög fjarlægar tölu þeirri, er skipstiórar setja í skýrslur sínar,
t. d. er á Margreti þorskur talinn 330 skpd., smáfiskur 144 skpd. og ýsa 65 skpd. Þegar þessu
er breytt þannig, að taldir sjeu 140 þorskar í skpd., 270 smáfiskar og 180 ýsur, verður það:
34320 þorskar, 38880 smáfiskar, 11700 ýsur
en skýrsla skipstjóra segir 62000 —— 14000 ---- 10500 —
A Guðrúnu (eign Filippusar Filippusarsonar) segir skýrsla eigandans (breytt í skpd. á sama hátt):
30520 þorskar, 22140 smáfiskar, 18720 ýsur
en skýrsla skipstjóra segir 49500 ----- 11500 ---- 19400 —
Fleirum skýrslum ber svipað saman. Nú mætti ætla, að tala fiskanna, sem lagðir
eru í skippund væri röng, en þá kemur hitt, að sumum skýrslunum ber nokkurn veginn
saman, en yfirleitt telja skipstjórar fleiri þorska og færri smáfiska, en skipaeigendur. —
Ekki er ólíklegt að skýrslur skipaeigandanna sjeu áreiðanlegri, því fiskurinn er talinn á vog-
ina, en skipstjórar mæla eigi fiskinn, þegar hann er dreginu, og getur þeim því auðveldlega
skjátlast um stærð fiskjarins, telja þá ef til vill ýmsan smafisk, sem málsfisk o. s. frv., enda
geta einstöku skipstjórar þess í athugasemdum við skýrslurnar, að tala hverrar tegundar sje
eptir ágizkun. Þessa ósamræmis milli skýrslnanna er getið hjer til þess, að benda á, að
ekki eru til skýrslur um fiskiafla, sem örugt sje að treysta, og að ályktauir, sem við þær
styðjast, hljóta að vera byggðar á lausri undirstöðu.
Ef til vill vaknar meiri áhugi á, að vanda skýrslurnar eptirleiðis, svo að fá megi
nokkurn veginn áreiðanlega vitneskju um verðmæti fiskafla þesR, sein* landsmenn draga úr sjó.
Skýrslur um afla á nokkrurn fiskiskipum, sem gengu árið 1899 hafa ekki komið,
svo auðið sje að telja afla þeirra. Tvær skýrslur hafa kontið seinni en svo, að mögulegt væri
að taka þær með í skýrslurnar. Skipin eru eign Thor Jensens, á Akrauesi og er aflinn talinn
þannig:
Þorskur Smáfiskur Ýsa Langa Heilagfiski Trosfiski
Pollax 57 skpd. 17 pd. 47 skpd. 65 pd. 22 skpd. 59 pd. 96 pd. » 1 skpd. 218 pd.
Nyanza 16800 tals 5927 tals 4768 tals » 635 tals 640 tals
Skýrsla sú, sem hjer fer á eptir ætti að sýna, ef framtal fiska væri rjett, hvort
betur borgaði sig að hafa stór skip eða smá, og hvort skaði væri eða ábati, að hafa marga
menn á skipi í hlutfalli við stærð þess.