Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1901, Síða 26

Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1901, Síða 26
276 Athugasemdir. Þegar farið er að athuga skyrslurnar um fiskiafla á opnum bátum, selveiði, dúntekju og fuglaveiði, verður hið fyrsta, sem maður reknr sig á, að þœr eru ónákvæmar. Við sumar skýrslur er þess getið, að formenn hafi tregðast við, að segja hver afli þeirra var, og er hann því ekki talinn í skýrslunum. Hvað snertir laxveiði og silungsveiði munu skýrslurnar vera langt frá því að vera nákvæmar. Skal þess getið til dæmis, að úr Skútustaðahreppi í Suðurþingeyjarsýslu er engin skýrsla gefin, en all-ólíklegt er, að enginn silungur hafi veiðst í Mývatni árið 1899. — Herra Bjarni Sæmundsson, kennari við lærða skólann, segir mjer, að hann hafi i höndum skýrslur um veiði úr Másvatni og Reykjadalsá er telji um 3000 silunga veidda þar þetta ár. Enn fremur kvað töluvert vera veitt árlega í Laxá á stöng. Veiðivötn þessi munu vera i' Reykdælahreppi, en skýrsla liggur fyrir frá hreppstjóranum þar, er segir, að engin veiði sje í hreppnum. Eigi er getið neinnar veiði á bæjum kringum Miklavatn í Skagafirði, og er þar þó nokkur veiði. Eru dæmi þess næg til að sýna, hve litlu menn láta sig skipta, að gefa nákvæmar skýrslnr og er það rnein, því það er mikilsvert, að hagskýrslur landsins væru sem rjettastar. Annars má geta þess, að skýrslum þeim, er hreppstjórar gefa og hjer er farið eptir og skýrslum þeim, er herra Bjarni Sænmndsson safnar, ber alls ekki saman. Eru tölurnar á hreppstjóraskýrslunum mun lægri. Dúntekja er heldur eigi rjett talin, því í skýrslum er dúns eigi getið af sumum jörðum, sem vitanlegt er, að æðarvarp er á. Þó er um fátt auðveldara, að fá nákvæmar skýrslur, en um dúntekju. Tala fugla, er veiðast, mun víða ónákvæm, má sjerstaklega nefna, að margt af fugli þeim, er veiðist við Drangey á Skagafirði kemur ekki í skýislur. Þó bornai sjeu saman skýrslurnar frá árunum 1898 og 1899 til þess að sjá, hvort árið hafi verið betra til veiða, er óvíst að komist verði að rjettri niðurstöðu, sökum þess hve skýrslurnar eru ófullkomnar. Skal því lítið gjört að því. Bát-ifjöldi alls yfir er svipaður bæði árin, heldur færri síðara árið, en svo er þess einnig að gæta, að fjögurra inanna förum og sexæringum hefur fækkað að mun, en tveggja manna förum aptur fjölgað, hefur því skiprúmatölunni fækkað meir en að tiltölu við báta- fækkunina, og því líklegt, að töluvert færri hafi stundað sjó á opnum bátum síðara árið. — Bátar þeir sem taldir eru 1 Dalasýslu, gengu ekki til fiskiveiða, heldur hafðir við selveiðar o. fl. Þótt færri hafi stundað sjó síðara árið, er þorskveiði nokkru meiri það ár, og löngu veiði mun meiri, en smáfiskur litlu minni, aptur á móti hefur ýsa veiðst miklum mun lakar hið seinna árið. Er það stórkostlegur munur í Isafjarðarsýslu, hvað sem veldur. Trosfiski er sömuleiðis talið fram miklu minna hið síðara árið, en þá er þess að gæta, að þar mun opt vel í lagt, t. d. er á einum stað 600 tunnur af upsa, taldar sem 600 trosfiskar. Yfirleitt mun mega líta svo á, að árið 1899 hafi verið fullt svo gott afla ár. Afli á opnum bátum minkar að mun í Suðuramtinu, og stafar það mikið af fækkun báta. I Austuramtinu er sömuleiðis rýrari afli, þar hefur þó smábátum fjölgað töluvert, en stórir bátar eru færri en áður. — í Vesturamtinu og Norðuramtinu hefur afli aukist, enda bátum fjölgað nokkuð. Síldveiði hefur minkað afarmikið á aðal-síldveiðistöðvunum: Eyjafjarðarsýslu, Suðurþingeyjarsýslu og Suðurmúlasýslu svo sú veiði er síðara árið nær þrisvar sinnum minni en hið fyrra, þrátt fyrir að, þó að víða annarstaðar hafi veiðst talsvert meira eu áður. Af laxi hefur veiðst nær tvöfallt meira árið 1899, en árið áður og nemur það miklu fje, en því miður hefur óvinur hans selurinn sloppið nær því eins vel úr greipum manna eins og árið næsta á undan. Að sönnu hafa kópar veiðst fleiri, en fullorðni selurinn slapp betur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Landshagsskýrslur fyrir Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landshagsskýrslur fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.