Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 FRÉTTIR Hópur starfsmanna samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins og mak- ar þeirra fóru í flotta skíðaferð til Siglufjarðar á dögunum. Boðið var upp á rútuferðir, gistingu, morgun- mat, skíðakort og veislukvöldverð sem samanlagt kostaði yfir hálfa milljón króna eða hátt í 30 þúsund á manninn. Samkvæmt upplýsingum frá samgöngu- og sveitarstjórnaráðu- neytinu lagði ráðuneytið, líkt og undanfarin ár, til helming kostn- aðarins á móti starfsmannafélagi. Mótframlag ráðuneytisins er iðu- lega hálf milljón króna árlega eða nærri þeirri upphæð sem ferð- in í ár kostaði. Þó má gera ráð fyr- ir að kostnaðurinn hafi verið yfir hálfri milljón því ráðuneytið leggur áherslu á að starfsmenn ferðist með maka sína meðferðis og því var hluti ferðakostnaðar makanna greiddur. DV fékk þó ekki uppgefið hversu hár sá hlutur var þetta árið. Vel heppnað Keyrt var með hópinn, þrjátíu ein- staklinga samanlagt, norður síðla föstudags og þegar komið var á áfangastað var boðið upp á léttan kvöldverð. Laugardeginum eyddu ferðalangarnir í skíðabrekkunum og um kvöldið var boðið upp á flott- an kvöldverð. Aftur skíðuðu menn á sunnudegi áður en lagt var af stað síðdegis til höfuðborgarinnar. Starfsmenn ráðuneytisins leggja mánaðarlega til starfsmannafé- lagsins ákveðna upphæð og þannig safnast í skemmtanasjóð í kringum hálf milljón króna. Ráðuneytið legg- ur í sjóðinn annað eins og því hef- ur félagið um það bil eina milljón að spila úr árlega. Jóhannes Tóm- asson, upplýsingafulltrúi ráðuneyt- isins, staðfestir dagskrá ferðarinnar sem hann segir hafa verið með svip- uðu sniði og undanfarin ár. „Starfs- mannafélagið stendur fyrir félagslífi ráðuneytisins og hefur oft boðið upp á svona ferðir. Ráðuneytið styrkir svo félagið sem mest er notað í ferðir og við reynum að fara árlega. Í fyrra gistum við á Hótel Rangá og núna var helgarferð á Siglufirði,“ segir Jó- hannes. Göngin skoðuð Jóhannes leggur áherslu á að hag- stætt verð hafi fengist á heildarpakk- ann. Hann bendir á að í ferðinni hafi verið komið við í Héðinsfjarð- argöngunum og framkvæmdirn- ar skoðaðar. „Auðvitað nýttum við tækifærið og rákum nefið inn í göng- in. Við reynum alltaf að hafa það í huga að kíkja á eitthvað af okkar verkefnum í leiðinni. Við reynum að halda uppi góðu félagslífi og góðum starfsanda á staðnum. Þess vegna telur ráðuneytið það þarft og gott að leggja í púkkið, segir Jóhannes. „Það er stefna félagsins að mak- ar ferðist með og því er kostnaður þeirra greiddur að hluta. Það má segja að framlag ráðuneytisins hafi dekkað þessa ferð og þá er annað eins eftir í sjóðnum fyrir aðra við- burði á árinu. Ferðin var góð og fólk er ánægt.“ Starfsfólk samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins fór í fína skíðaferð til Siglufjarð- ar fyrir rúmri viku. Boðið var upp á rútuferðir, gistingu, skíðakort og veislukvöldverði sem kostaði hátt í 30 þúsund á manninn. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu lagði það fram helming kostnaðarins eða því sem nemur hálfri milljón króna á ári. SKEMMTIFERÐ Á SIGLUFIRÐI TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Í fyrra gistum við á Hótel Rangá og núna var helgarferð á Siglufirði Flott ferð Í ár var farið á skíði til Siglufjarðar þar sem gist var á gistiheimilinu Hvanneyri, borðaður veislukvöldverður, kíkt í skíðabrekk- urnar og Héðinsfjarðargöng skoðuð. Gerir vel Kristján Möller ráðherra gerir vel við sitt fólk og leggur ráðuneytið árlega til um hálfa milljón króna sem nýtt er í ferðir og aðra dagskrárliði. Stelpan í auglýsingum olíufélagsins N1 varð sextán ára fyrr í í þessum mánuði: 16 ára stúlka auglýsir bensín Sextán ára stúlka, Kolbrún Ýr Sturludóttir, leikur í auglýsingum frá olíufélaginu N1 þar sem textinn er á þá leið að hún sé alltaf að spara með því að eiga viðskiptakort frá félaginu. Kortið færir viðskiptavin- um N1 meðal annars 15 prósenta afslátt af bílatengdum vörum og hjólbarðaþjónustu auk þess sem handhafar kortsins fá þrjár krónur í afslátt af hverjum bensínlítra. Athygli vekur að Kolbrún, sem kynnir þessi kostaboð til viðskipta- vina N1 í auglýsingunum, er ekki orðin nægilega gömul til að geta nýtt sér þau sjálf. Ástæðan er sú að Kolbrún er ekki komin á bílprófs- aldur. Hún er fædd þann 1. mars 1994 og er því nýorðin sextán ára. Stúlkan, sem lék í auglýsingunum í fyrra, var því einungis fimmtán ára þegar hún sat fyrir í þeim. Kolbrún þarf því að bíða í rúmt ár að minnsta kosti eftir því að geta notfært sér viðskiptakortið til að spara. Hún hefur því ekki sparað hjá N1 eins og segir í auglýsingum fyrirtækisins en mun kannski gera það síðar meir í lífinu, þegar hún- fær bílpróf. Guðný Gústavsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands og stunda- kennari í kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir að sér finnist sorglegt að svo ung stúlka sé látin auglýsa bensín. „Mér finnst þetta svo sorg- legt. Þetta er svo mikið 2007. Ég var svona að gæla við það lengi að við hefðum lært eitthvað en það virð- ist bara alls ekki vera. Það er allt- af farið bara beint í sama farið og æskan er hagnýtt til að auglýsa vörur á þennan hátt,“ segir Guðný. „Það er náttúrlega bara fáránlegt að svona ung stúlka auglýsi bens- ín.“ Hún segir það jafnframt vera siðleysi að svo ung stelpa sé fengin til að auglýsa. „Fólk á þessum aldri er hvorki lög- né fjárráða. Þetta er augljóst siðleysi,“ segir Guðný í samtali við DV. ingi@dv.is Sögð spara á bensíni Textinn í auglýs- ingu N1 er á þá leið að stúlkan í henni sé alltaf að spara á bílatengdum vörum og eldsneyti. Fyrirsætan er hins vegar ekki nógu gömul til að fá bílpróf. 46 myndaðir Brot 46 ökumanna voru mynduð í Dalsmára í Kópavogi á þriðjudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið eftir Dalsmára í vesturátt, við Lækjarsmára. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 76 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 61 prósent, of hratt eða yfir afskipta- hraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 kíló- metra hámarkshraði. Átta óku á 50 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 57. Mæl- ingarnar í gær eru hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu. Sekt fyrir að sulla kóki Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu til að greiða hundrað þúsund krónur í sekt fyrir tilraun til eignaspjalla. Var kon- an dæmd fyrir að hella úr gosflösku í bílstjóra- sæti bifreiðar og sparka í vinstra frambetti í þeim tilgangi að valda skemmdum á henni. Konan mætti ekki við þingfestingu máls- ins þrátt fyrir löglega birtingu ákæru. Var talið sannað að konan hefði framið brotið. Hún á að baki nokkurn sakaferil frá árinu 2002. Hanna vinsæl Ný viðhorfskönnun Capacent Gallup sem Sjálfstæðisflokkurinn lét gera í Reykjavík leiðir í ljós að meirihluti borgarbúa er ánægður með störf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borg- arstjóra. Um þrjár af hverjum fjór- um konum eru ánægðar með störf borgarstjóra en alls eru 65,5 prósent í heildina ánægð með störf Hönnu Birnu. 891 var í úrtakinu og var svar- hlutfallið í könnuninni 60,6 prósent. Nýr framkvæmda- stjóri Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét tekur við af Guðrúnu Dögg Guðmundsdóttur sem hefur verið framkvæmdastjóri í sex ár. Margrét starfaði áður sem framkvæmdastjóri Alþjóðahúss frá 1. til 30. nóvember í fyrra. Hún hefur einnig starfað hjá Lögbirtingablaðinu og Stjórnartíð- indum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.