Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 FRÉTTIR
Lítinn bilbug er að finna á Binyamin
Netanyahu forsætisráðherra í deil-
unni við Bandaríkin vegna fyrirhug-
aðrar landnemabyggðar í austurhluta
Jerúsalem. Á fundi í Washington
ítrekaði hann „byggingarétt“ Ísraela
í Jerúsalem og sagði: „Jerúsalem er
ekki landnemabyggð, Jerúsalem er
höfuðborg okkar.“ Sagði Netanyahu
að hverfi gyðinga í austurhluta borg-
arinnar væru „óaðskiljanlegur hluti“
Jerúsalem nútímans.
Reyndar minntist Netanyahu,
sem hélt tölu fyrir Aipac, þrýstisam-
tök hliðholl Ísraelum, ekki berum
orðum á ákvörðun Ísraela um að
stækka landnemabyggðir í austur-
hluta borgarinnar.
Áform Ísraela hafa farið fyrir
brjóstið á bæði Palestínumönnum
og stjórnvöldum í Bandaríkjunum
og áður hafði Hillary Clinton, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagt
við sömu samkundu að Ísrael yrði
að taka „erfiðar“ ákvarðanir í þágu
friðar. Clinton sagði aukinheldur að
fyrirhuguð uppbygging landnema-
byggðar á svæði sem heyrði und-
ir Palestínumenn græfi undan hlut-
verki Bandaríkjanna í friðarferlinu.
Þrjú þúsund ára saga
„Tengslum gyðinga og Jerúsalem
verður ekki neitað. Gyðingar stóðu
að byggð Jerúsalem fyrir 3.000 árum,
og gyðingar eru að byggja Jerúsalem í
dag,“ sagði Binyamin Netanyahu.
Orð Netanyahus féllu á sama tíma
og heimsókn Joes Biden, varafor-
seta Bandaríkjanna, og hafa sett enn
frekari spennu á samskipti Ísraela
og Bandaríkjamanna sem hafa þrýst
á um nýjar friðarviðræður sem gætu
bundið enda á áratuga langa deilu
Palestínumanna og Ísraela.
Palestínsk yfirvöld eru æfareið
vegna þrákelkni Ísraela um að koma
upp landnemabyggð á svæði sem
byggt er Palestínumönnum og líta
þannig á að um sé að ræða hindrun
á framhaldi friðarviðræðna, sem hafa
legið niðri í meira en ár.
Útilokar ekki tveggja ríkja lausn
Binyamin Netanyahu lítur málið öðr-
um augum og sagði að „allir – Banda-
ríkjamenn, Evrópubúar, Ísraelar og
að sjálfsögðu Palestínumenn – vissu
að þessi svæði yrðu hluti af Ísra-
el í hvaða friðarsamkomulagi“ sem
hugsanlega yrði náð.
„Af þeim sökum myndi byggðin
að engu leyti útiloka möguleikann á
tveggja ríkja lausn,“ sagði Netanyahu.
Leiðtogar Palestínumanna hafa
neitað að setjast aftur að samninga-
borði fyrr en ísraelsk yfirvöld salta
uppbyggingu landnemabyggða á
Vesturbakkanum og í Austur-Jerús-
alem og sagði Netanyahu að ísra-
elsk stjórnvöld hefðu opnað eftirlits-
stöðvar á Vesturbakkanum og frestað
tímabundið framkvæmdum og hvatt
Palestínumenn að samningaborðinu
sem fyrst.
Hefndarárásir
Aðfaranótt þriðjudagsins gerðu Ís-
raelar loftárásir á skotmörk austur
af Gazaborg og særðust að minnsta
kosti þrír í árásunum. Að sögn tals-
manns ísraelska hersins var skot-
mark árásanna vopnageymsla Palest-
ínumanna og um var að ræða svar við
flugskeytaárásum Palestínumanna
frá því á fimmtudaginn sem urðu taí-
lenskum verkamanni að bana.
Ísraelskur hermaður féll fyrir
kúlum eigin manna við landamæri
Gaza eftir að einn hópur hermanna
Tengslum gyð-inga og Jerúsal-
em verður ekki neitað.
Gyðingar stóðu að byggð
Jerúsalem fyrir 3.000
árum, og gyðingar eru
að byggja Jerúsalem í
dag.
BINYAMIN NETANYAHU
Forsætisráðherra Ísraels vísar á bug allri gagnrýni á fyrirhugaðar landnemabyggðir í austurhluta Jerúsalem
og segir að ekki sé um landnemabyggðir að ræða því svæðið hafi ávallt verið hluti af höfuðborg landsins.
Áformin eru sögð grafa undan tilraun Bandaríkjanna til að binda enda á áratuga langar deilur.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Rústaður brunnur í Al-Tofha
Árásin var svar Ísraelsmanna við
flugskeytaárásum Palestínumanna.
MYND AFP
„JERÚSALEM ER
HÖFUÐBORG OKKAR“
Á öndverðum meiði Hillary Clinton og
Binyamin Netanyahu eru ekki á eitt sátt.
MYND AFP
Sagt er að það teljist til undantekn-
inga ef Elísabet II Englandsdrottning
sé með reiðufé á sér, en í fyrri viku
var liðin hálf öld síðan andlit henn-
ar prýddi peningaseðil, en hún varð
þess heiðurs aðnjótandi fyrst breskra
þjóðhöfðingja.
Andlitsmynd Elísabetar sem
ungrar drottningar, teiknuð af lista-
manninum Róbert Austin, birtist
fyrst á eins punds seðli árið 1960.
Elísabet hafði kórónu á höfði og var
með eyrnalokka og hálsmen og tók
myndin sess Brittanníu - kvenkyns
táknmyndar Bretlands sem notuð
hafði verið á gjaldmiðli landsins svo
öldum skipti.
Vissulega hefur mikið vatn runn-
ið til sjávar síðan, en þrátt fyrir að
staðfast augnaráð Elísabetar og dauft
bros sé óbreytt hefur andlit hennar á
peningaseðlum elst í gegnum tíðina,
en reyndar á þokkafullan hátt.
Árið 1963, þegar Elísabet varð 37
ára, var sett ný andlitsmynd af henni
á pundseðlana, og enn og aftur árið
1970 og 1971, en útgáfan frá 1971
hélst óbreytt í hátt í tvo áratugi. Sú
mynd, sem nú prýðir pundseðlana,
og sýnir ívið eldri drottningu, er frá
1990 og enn sem fyrr skartar hún
kórónu, eyrnalokkum og hálsmeni.
Elísabet II er enn opinberlega
þjóðhöfðingi margra ríkja breska
samveldisins og fyrir þær sakir prýð-
ir andlit hennar fjölda peningaseðla
um víða veröld.
Safn Englandsbanka opnaði sýn-
ingu á peningaseðlum fyrr og nú,
sem skarta andlitsmynd af Elísa-
betu annarri, í tilefni þess að hálf öld
er liðin síðan Elísabet birtist í fyrsta
sinn á breskum pundseðli. Einnig
eru til sýnis upprunalegu skissurnar
og prentplöturnar sem voru notaðar
við prentunina. kolbeinn@dv.is
Elísabet Englandsdrottning hefur prýtt pundseðla í hálfa öld:
Hefur elst á þokkafullan hátt
Í gegnum tíðina Fimmtíu ár og fimm andlitsmyndir. MYND AFP
Myndbirting
rannsökuð
Páfagarður hefur tilkynnt um sér-
staka nefnd til að rannsaka full-
yrðingar um að María mey birtist
fólki daglega í bænum Medjugorje í
Bosníu-Hersegóvínu.
Fyrst var tilkynnt um myndbirt-
ingu Maríu meyjar í bænum í júní
árið 1981 af sex börnum, en mynd-
birtingin hefur ekki enn verið viður-
kennd af Páfagarði.
Sagt er að María mey sé ýmist
íklædd gráum fötum með slæðu eða
í gylltum klæðum, stjörnum krýnd
og svífi á skýi.
Þrjú ljósleiftur eru sögð boða
birtingu Maríu meyjar í bænum, en
meðan á henni stendur er ekki hægt
að heyra raddir þeirra sem á horfa.
Jacob Zuma er
dýr í rekstri
Hart er deilt í Suður-Afríku í kjölfar
upplýsinga um kostnað skattgreið-
enda vegna Jacobs Zuma, forseta
landsins, og fjölskyldu hans. Í ljós
hefur komið að skattgreiðendur
greiða meira en 15,5 milljónir randa,
um 250 milljónir króna, til að halda
uppi Zuma, þremur konum hans og
um tuttugu börnum.
Upphæðin hefur nánast tvöfald-
ast síðan í fyrra. Helen Zille, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, sagði upp-
hæðina óraunhæfa og að stærð fjöl-
skyldu Jacobs Zuma gerði spillingu
nánast óumflýjanlega.
Farsímakostnaður eiginkvenn-
anna og ritara þeirra er greiddur,
fartölvur og prentarar, og einnig er
kostnaður vegna daglegra óvæntra
útgjalda greiddur.
„Bandaríkin eru ill“
Fréttastofa CNN hefur fengið í hend-
ur hljóðupptöku þar sem Anwar al-
Awlaki, múslímskur klerkur fæddur
í Bandaríkjunum, hvetur til heilags
stríðs gegn Bandaríkjunum. „Banda-
ríkin eru ill“, segir Anwar al-Awlaki á
upptökunni.
Hann segir ennfremur að vegna
innrásar Bandaríkjamanna í Írak og
Afganistan geti hann ekki sem mús-
lími sæst á að búa í Bandaríkjunum
og hann hafi komist að þeirri niður-
stöðu að „hann væri skuldbundinn
heilögu stríði gegn Bandaríkjunum
líkt og allir aðrir múslímar“. Talið er
að Anwar al-Awlaki fari huldu höfði
í fjalllendi Suður-Jemen og njóti
verndar valdamikils ættbálks.