Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Qupperneq 24
Önnur keppnishelgi Formúlu 1-tíma- bilsins hefst á föstudaginn eftir viku þar sem liðin takast á í Melbourne í Ástralíu. Til að sporna við litlu áhorfi undanfarinna ára var ákveðið að færa keppnina aftar á klukkunni. Hefst hún nú klukkan 17.00 að staðartíma þannig að ekki sé niðdimm nótt hjá öllum öðrum sem ætla sér að horfa. Tveir ökumenn, annar þeirra ríkj- andi heimsmeistari í Formúlu 1, Jen- son Button, og Þjóðverjinn Nico Ros- berg sem ekur fyrir Mercedes hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að keyra að kvöldlagi. Rosberg sagði við fréttamenn að á síðasta ári hefði sól- in verið mjög lágt á lofti þegar öku- menn voru að klára keppnina og var hún beint í augun á þeim. Jenson Button, heimsmeistari á Brawn, sem nú ekur fyrir McLar- en, hefur einnig áhyggjur af sólinni. „Þetta kannski hljómar eins og smá- mál, en það er það svo sannarlega ekki. Það getur verið hættulegt að aka svona með sólina í augun þegar mað- ur sér ekki einu sinni hvert maður er að fara. Frekar vil ég keppa á daginn, jafnvel í ljósaskiptum; allt annað en að keyra á kvöldin,“ segir Button. Hann segir að þeir sem verða fyrstir þegar sólin tekur að lækka á lofti ættu að vera í sem bestum mál- um og stefnir hann að því að hanga meðal þeirra fremstu. „Það verður skást að vera fremstur þannig að ég og Lewis stefnum að því að vera þar og þurfa því ekki að hafa áhyggjur,“ segir hann. tomas@dv.is Jenson Button hefur áhyggjur af skyggninu í Ástralíu: Kvöldsólin vond í Melbourne ÍSLAND MÆTIR MEXÍKÓ Landsleikur Íslands og Mexíkó fer fram á mið- nætti á miðvikudagskvöldið en hvorugt lið stillir upp sínum sterkustu leikmönnum. Mikil eftirvænting ríkir í Charlotte þar sem leikurinn fer fram en búist er við á milli 60 og 70 þús- und heimamönnum. Mikil dagskrá verður sett upp fyrir heimamenn þar sem hægt verður að hitta gamlar stjörnur mexíkóska liðsins fyrir utan völlinn. Mexíkóska liðið ætti að vera töluvert sterkara þar sem stór hluti liðsins spilar í deildinni heima en aðeins verða notaðir menn sem leika þar, eins og hjá íslenska liðinu. Ísland fer með sama hóp og lagði Færeyjar í landsleik í Kórnum á sunnudaginn. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 24 MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 SPORT SKEGGIÐ HULDI SÝKINGU n Myndarlegt skegg fyrirliða Ars- enal, Cesc Fabregas, vakti athygli um helgina þegar liðið lagði West Ham, 2-0. Fabregas fékk sýkingu í and- litið sem varð til þess að fékk kýli utan á hálsinn. „Ég fékk sýkingu í andlitið á sama tíma og ég meiddist á læri. Þess vegna lét ég skeggið vaxa því hefði það ekki verið hefðu allir séð kýlið sem myndaðist utan á hálsinum,“ segir Fabregas sem hefur farið á kostum með Arsenal í ár. TIGER BYRJAÐUR AÐ ÆFA n Besti kylfingur heims og ný- krýndur framhjáhaldsdólgur, Tiger Woods, er byrjaður að æfa á fullu fyrir Mast- ers-mótið. Það verður fyrsta mótið sem hann mun taka þátt í síð- an í nóvember á síðasta ári. Mótið fer fram á hin- um sögufræga Augusta-golfvelli og sagðist Tiger í viðtali við ESPN í vikunni vonast eftir að einhverj- ir myndu nú klappa fyrir honum. Tiger er enn efstur á heimslistan- um þrátt fyrir að hafa ekki spilað í marga mánuði. VILL SKILJA EFTIR GOTT LIÐ n Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester Unit- ed, er fyrir löngu farinn að huga að brottför sinni frá félaginu þótt hann virðist hvergi líklegur að hætta. Hann segist vilja skilja eftir sig gott lið þegar hann fer. „Ég vil að félagið haldi áfram að vinna þegar ég hætti. Við höf- um alltaf búið þannig um hnút- ana að liðið sé tiltölulega ungt með nokkrum reynsluboltum inn á milli. Þannig ætti að vera nógu mikið af ungum strákum sem verða þarna þótt ég fari,“ segir Ferguson. PACQUIAO Á ÞING n Besti hnefaleikakappi í heimi pund fyrir pund, Taílendingur- inn Manny Pacquiao, hefur ýjað að því hann muni hætta hnefa- leikum taki hann sæti á alþingi í Taílandi eftir kosningarnar tíunda maí. Hérað Pacquiao, Sarangani, fær einn mann á þing og gæti það orðið hnefaleikakappinn. Þetta er haft eftir fólki nálægt honum en mikið hefur verið beðið eftir bar- daga hans við Floyd Mayweather Jr. sem verður vonandi skipulagð- ur í byrjun maí. MOLAR Ljóslaust? Heimsmeistarinn, Jenson Button, hefur áhyggjur af kappakstrin- um um aðra helgi. MYND AFP INNANBÚÐARÁTÖK Á ENGLANDI Síðastliðinn sunnudag tók Andy Carroll, leikmaður Newcastle, sig til og kjálka- braut fyrirliða sinn, Steven Taylor. Fyr- irliðinn þurfti að gista tvær nætur á sjúkrahúsi vegna atviksins. Slagsmálin gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir Carroll sem bíður dóms fyrir líkamsárás. Þetta er ekki fyrsta né eina atvikið þar sem enskir slást innbyrðis en DV tekur saman nokkur dæmi af slagsmálum und- anfarinna ára. Fyrirliði Newcastle, Steven Taylor, lá á sjúkrahúsi í byrjun vikunnar með brotinn kjálka eftir slagsmál við hinn unga framherja liðsins, Andy Carroll. Er því leiktíð Taylors væntanlega á enda en hann var ný- skriðinn á lappir eftir hnémeiðsli sem héldu honum lengi frá æfing- um og keppni. Carroll gæti ver- ið í vondum málum fyrir atvikið. Hann var kærður fyrir líkamsárás í desember og verður dómur kveð- inn upp í því máli í næsta mánuði. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipt- ið sem Carroll slæst við liðsfélaga sinn á æfingu. Nýr Joey Barton? Andy Carroll hefur undanfarin ár verið viðloðandi byrjunarliðið hjá Newcastle en hann, eins og Stev- en Taylor, er uppalinn Newcastle- maður. Eftir að liðið féll í Champ- ionship-deildina hefur hann fengið að spila mun meira og átt mjög gott tímabil með Newcastle sem er á hraðri leið aftur upp í úr- valsdeildina. Má samt búast við því að stuðningsmenn Newcastle taki þessum fregnum ekki vel þar sem Steven Taylor er í álíka dýrlingatölu og Steve Gerrard hjá Liverpool. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Carroll kemur sér í vandræði. Í jan- úar í fyrra slóst hann við franska vængmanninn Charles N’Zogbia, rétt áður en hann var seldur til Wigan. Carroll lét svo hnefana aft- ur tala fyrir sig á næturklúbbnum Blue Bamboo í Newcastle í desem- ber á síðasta ári. Hann var þá handtekinn, sakaður um að hafa ráðist á mann og komið honum á sjúkrahús. Carroll, sem er tvítugur að aldri, var sleppt gegn tryggingu en dæmt verður í málinu í næsta mánuði. Ekki er víst hvort Taylor muni kæra atvikið en Carroll mun í það minnsta sæta innanbúðarrann- sókn hjá Newcastle fyrir atvikið. Þetta er ekki nokkuð sem New- castle má við en nóg hafa vand- ræðin verið með annan vand- ræðagemling þar á bæ, sjálfan Joey Barton. Nú er Barton að koma aftur eftir sex mánaða meiðsli þannig ef Carroll hverfur á braut í smá tíma, annaðhvort vegna fangelsisvistar eða agabanns frá félaginu, má allt- af treysta á Barton að hrista upp í hlutunum. Nóg af slagsmálum Það virðist ekkert lát á slagsmál- um innan herbúða liðanna á Eng- landi en þar er enska úrvalsdeild- in alveg á pari við neðri deildirnar. Nú þegar á árinu hefur Albert Ri- era, leikmaður Liverpool, slegist við varaliðsmann hjá Liverpool og sómamaðurinn Jimmy Bull- ard slóst við reynsluboltann Nick Barmby þegar leikmenn Hull voru að skokka sig niður í almennings- garði þar í borg. Skemmst er minnast þess þeg- ar sir Alex Ferguson sparkaði skó í andlitið á David Beckham þannig hann hlaut skurð og á endanum yfirgaf sitt æskufélag, Manchester United. Frægasta atvikið er þó lík- lega þegar Lee Bowyer og Kieron Dyer tókust hressilega á í leik New- castle og West Ham árið 2005. Þeg- TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.