Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 02.01.1907, Page 19

Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 02.01.1907, Page 19
XIII l VIII. Siglingar. Um siglingar til landsins eru til áreiðanlegar skj'rslur frá 1787 —1879, öll þessi ár voru í löguni leiðarbrjef, sem hvert skip er til landsins kom með vörur innanborðs varð að kaupa. Um gjöldin fyrir skipin voru síðan samdir reikningar árlega, og úr þeim reikningum er tala skipa, og smálestatal tekið þessi áðurnefndu ár. Fjeð sem greiddist fyrir leiðarbrjefin var í rauninni aðflutningsgjald á öllum vörum, sem til landsins fluttust. Eftir 1880 hafa súslumenn sent skýrslur um skipa- komur. Skýrslan fvrir 1892 hefur aldrei verið prentuð. Þegar talað er um lægstu og hæstu ár, er átt við smálestatöluna, en hún og skipatalan fylgjast oftast að, þangað til á síðasta tímabilinu. Frá 1787 —1800, ogtil 1891—1900 hafa siglingar tll landsins 14 faldast, 1901—Oó er 21 sinni meiri sigling hingað en á árunum 1787 —1800. Alveg er það skýrt og ótvírætt, hvernig siglingar hingað vaxa við verzlunarfrelsið 1854, en þær vaxa þó miklu stórkostlegar eftir 1876. í fyrstu þremur dálkunum í töflunni er verzlunarsaga landsins í fám orðurn í 118 ár. Þegar litið er á þessar 100000 smálestir, sem koma hingað síðustu árin, og maður veit að öll þessi skip koma með fullfermi hingað, þá furðar það mest, hvernig lands- menn liafa getað lifað, meðan hingað komu einar 2500—4400 smálestir á ári, eins og var 1787—1820. Hvaðan skipin komn. Frá 1787 til 1854 er öll íslenzk verzlun bundin við Danmörku, og þó Danir hafi leigt eitthvað af skipum annarsstaðar til þess að fara hingað, er það þýðingarlaust. Frá 1854 er verzlunin frjáls við allar þjóðir, og þær byrja að sigla hingað, einkum nágranna þjóðirnar. Sigurður Hansen hefur reiknað út live mikil siglingin var frá öðrum löndum en Danmörku frá 1855—1872, og aðrir hafa haldið þeim útreikningum áfram til 1880, en 1881 og síðan sjest það al' skýrslun- um um siglingar til landsins hve mikið af skipum kernur frá hverju landi, sem við helzt eigum viðskifti við. Dregnir saman verða útreikningarnir 1855—80 þannig: Arin: 1855—60 1861—70 1871—80 Frá Danmörku 81.0°/o 66.3— 51.0— Frá öðrum löndum 19.0°/o 33.7 — 49.0— Tölurnar þýða ekki, að svo mikill hluti verzlunarvörunnar, sem skipin sýn- ast benda til hafi komið frá öðrum löndum, en Danmörku. En undir eins og verzl- unarfrelsið var komið byrjuðu Norðmenn að verzla hjer með timbur, 1872 voru þeir í óða önn að ná til verzlunarinnar hjer, en það er ekki fyrr en 1875 að Skotar byrja að kaupa hjer fje og hesta. Eftir 1880 sýnir tafla VIII hvernig siglingar lil landsins skiftast niður á önnur lönd. Siglingar frá Danmörku eru komnar langt niður 1896—00, en liækka aftur eftir aldamótin. Það eru gufuskipaferðir »Thore«fjelagsins, sem því valda, og sem Norðmenn munu eiga nokkurn þátt í. Meir en helmingur allra skipa voru brezk 1886—90, en þeim skipum hefur fækkað síðan, og er það skiljanlegt, þegar hættvar að flytja lifandi fje lijeðan til sölu á Bretlandi. Norðmenn fylla nú skarðið og norskar skipakomur fara ávalt vaxandi eftir 1886—90. Norðmenn eiga hjer hvala- veiðastöðvar, sem kunnugt er, og aíla með hveriu ári meira og meiru af síld, eftir að reknetaveiðar byrjuðu að tíðkast hjer.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Landshagsskýrslur fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landshagsskýrslur fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.