Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 02.01.1907, Page 21
XV
Tafla IX.
Gufuskip og seglskip, sem komið hafa til
landsins 1886—1905.
Árin Gufuskip Seglskip
tals smálestir tals smálestir
1986—90 60 28.167 204 18.035
1891—951) 95 32.631 236 21.741
1896—00 170 50.396 198 19.822
1901 254 66.643 173 16.460
1902 208 70.940 142 13.669
1903 209 72.593 131 14.891
1904 278 88.862 98 10.272
1905 308 94.330 122 11.844
1901—05 252 78,674 133 13.427
Þótt póstskipið kæmi að eins til
Reykjavikur, þá komu bæði norsk og
bresk gufuskip á aðrar hafnir, og 1876
byrjuðu strandferðirnar styrktar af
landssjóði. Þær hafa aukist eftir það
mjög milcið. En þótt aðrar þjóðir
sendu hingað gufuskip sín fengu þær
aldrei opinberan styrk, en dönsk gufu-
skip komu hjer yfir höfuð að tala alls
ekki, nema með opinberum styrk,
þangað til Thorefjelagið byrjaði ferðir
sínar hingað.
Skipin sem liingað hafa komið voru
af hverju 100 smálesta
Árin Gufuskip Seglskip Alls
1886—90 meðaltal .... 60.9 39.1 100.0
1881—86 — 60.0 40.0 100.0
1896—00 — 71.8 28.2 100.0
1901—05 — 85.5 14.5 100.0
Það liggur nærri að álíta, að í tíð þeirra manna, sam nú lifa, muni seglskip
hætta að ílytja hingað farma. Það væri gott að mjög mörgu leiti að svo yrði. Segl-
skip komust torveldlega gegnum hafísinn, og afþví leiddi að vörubirgðir kaupmanna náðu
ekki saman nema stundum, af því kom hungur og matarskortur í stöku landshlul-
um, sem annars liefði ekki þurft að þola tilfinnanlegan skort á neinu. Gufuskipun-
um, sem liingað koma nú alt árið um kring er það að þakka, að matarskortur og
neyð getur torveldlega komið fyrir hjer eftir.
1] 1892 liefur aldrei verið prentað,