Húnavaka - 01.05.2010, Blaðsíða 267
265H Ú N A V A K A
tilkomu klaustur stof unnar á Þingeyr-
um eru messur eða helgi stund ir hverja
helgi yfir mestu ferða mán uði sumarsins
í Þingeyra kirkju.
Á haustdögum fóru fermingarbörn
í Húnavatnsprófastsdæmi í fimm daga
fermingarferð í Vatnaskóg. Ferðin í
Vatnaskóg er liður í undirbúningi
fermingarinnar og dagana fimm
skiptist á leikur og nám, gagn og
gaman. Þess skal geta að fermingar-
börnin í A-Hún. tóku einnig þátt í
landssöfnun fermingarbarna í sam-
starfi við Hjálparstarf kirkjunnar.
Safn að var framlögum til hjálpar
fátækum börnum í þriðja heiminum
og gekk söfnunin vel.
Sameiginleg aðventuhátíð var í
Blönduósskirkju annan sunnudag í
aðventu fyrir allar kirkjur prestakalls-
ins. Sem fyrr vekur þessi góða
samvinna og samstaða sóknarfólks
kirknanna fimm um eina veglega
aðventuhátíð athygli langt út fyrir
hérað. Í kirkjunni sameinuðust
kirkjukórar prestakallsins í söng og
börnin í skólum prestakallsins voru
með söng- og tónlistaratriði. Arnar
Þór Sævarsson, bæjarstjóri Blönduóss-
bæjar, flutti hugvekju. Strax eftir
aðventuhátíð var kveikt á jólatrénu
fyrir utan kirkjuna með þeim skemmti-
atriðum sem þá tilheyra. Guðsþjónustur
kirkjunnar um jól og áramót eru vel
sóttar en þetta er góður árstími og
gleðilegur.
Að lokum skal geta þess að Þing-
eyrakirkja og Blönduósskirkja voru
sem fyrr opnar ferðamönnum yfir
sumarmánuðina. Starfsfólk var í
kirkjunum og sá um fræðslu, leiðsögn
og gæslu en fjöldi ferðamanna sem
heimsækir kirkjurnar vex stöðugt milli
ára.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
KIRKJUSTARF Í SKAGASTRANDAR-
PRESTAKALLI ÁRIÐ 2009.
Í lok ársins 2008 tók nýr sókn ar-
prestur við embætti í Skagastrandar-
prestakall. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson,
sem gegnt hafði embættinu frá árs-
byrjun 2006, var valinn til að gegna
embætti sóknarprests í Holtspresta-
kalli í Vestfjarðarprófastsdæmi frá og
með 1. nóvember 2008. Hinn nýi
sóknarprestur heitir Ursula Árna dóttir
og var vígð til Skagastrandar presta-
kalls í Hóladómkirkju 14. des ember
2008. Áður hafði hún gegnt starfi
skrifstofustjóra hjá Neskirkju í
Reykjavík.
Í Skagastrandarprestakalli eru 6
sóknir og 6 sóknarkirkjur. Þær eru
Hofskirkja, Hólaneskirkja, Höskulds-
staðakirkja, Holtastaðakirkja, Ból stað-
ar hlíðarkirkja og Bergsstaðakirkja.
Við kirkjurnar eru starfandi tveir
kórar og tveir kórstjórar sem jafnframt
eru organistar kirknanna. Í nyrstu
kirkj unum þremur, Hofskirkju, Hóla-
neskirkju og Höskuldsstaðakirkju,
starfar Hugrún Sif Hallgrímsdóttir
sem organisti og kór Hólaneskirkju
leiðir safnaðarsöng í þeim kirkjum. Í
hinum kirkjunum, Holtastaða-, Ból-
staðarhlíðar- og Bergsstaðakirkju,
syngur kór sóknarbarna úr þessum
þremur sóknum undir stjórn Sigrúnar
Grímsdóttur organista.
Messað var á tveggja vikna fresti í
Hólaneskirkju en sjaldnar í sveita-
kirkjunum. Auk hinnar hefðbundnu
sunnudagsmessu var einnig boðið
uppá kyrrðar- og bænarstundir í
Hólaneskirkju. Hin árlega gospel-
messa var haldin í Hólaneskirkju 17.
maí og var þátttaka mjög góð. Sjó-
mannamessan er ómissandi hluti af
hátíðarhöldum sjómannadagsins á