Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 10
merkjarétti að hin líku vörumerki vísi til svipaðrar vöru eða þjónustu. Þannig getur prentsmiðja tekið upp svipað vörumerki og hár- snyrtistofa án þess að það valdi ruglingi. T.d. gætu bæði Hótel Esja og Prjónastofan Esja verið með vörumerki með stílfærðu nafninu Esja. Hins vegar getur einungis einn aðili fengið skráð netfangið „esja.is“. Af ofangreindum röksemdum virðist ljóst að reglum vörumerkja- laga verður ekki beitt beint um út- hlutun og skráningu svæðisnet- fanga. Á móti kemur að algengt er að skrá orð sem vörumerki. Oft eru þetta heiti á fyrirtækjunum eða vöru sem þau selja. Þessum auð- kennum má að einhverju leyti gera skil í svæðisnetfangi þótt stafirnir eða tölurnar séu án sérkenna. Meginreglur auðkennarétt- ar, samkeppnislög, firmalög Þótt reglum vörumerkjalaga verði ekki beitt beint um þessi til- vik liggur hins vegar fyrir að at- vinnufyrirtæki hafa mjög mikla hagsmuni af því að heiti þeirra eða slagorð séu ekki notuð af sam- keppnisaðila sem hluti af netfangi. Hagmunir neytenda mæla eindreg- ið með því að dregið sé úr rugl- ingshættu sem gæti skapast ef meginreglan um prior tempori mundi gilda án undantekninga. Sem dæmi um hættuna sem get- ur skapast, má nefna gerðardóms- málið Kaplan Educational Center gegn The Princeton Review. Máls- aðilar voru í samkeppni um sölu á námskeiðum. Princeton Review hafði skráð svæðisnetfangið „kapl- an.com“. Á heimasíðu Princeton Review sem tengd var þessu net- fangi var gerður samanburður á námskeiðum þess og Kaplan Ed- ucational Center. Að sjálfsögðu var samanburðurinn mjög hagstæður Princeton Review. Gerðardómur- inn komst að þeirri niðurstöðu að Princeton Review ætti að hætta notkun á svæðisnetfangi með nafni samkeppnisaðilans. Af þessu sökum er eðlilegt að þau meginsjónarmið sem liggja til grundvallar auðkennarétti verði lögð til grundvallar þegar lög verða sett um þetta tilvik. Þá er ekki ólíklegt að dómstólar muni leggja meginreglur auðkennaréttar til grundvallar lausn ágreinings- mála á þessu sviði. Auk þessa mun við úrlausn álita- efna á þessu sviði litið til sam- keppnislaga nr. 8/1993. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði 22. og 25. gr. um óréttmæta viðskipta- hætti. Fyrra ákvæðið bannar hátt- semi sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti, en hið síðara er al- mennt ákvæði sem bannar notkun auðkenna þannig að hætta sé á ruglingi. Ef álitaefni snýst um firmanafn, koma sjónarmið um ruglingshættu, sem liggja til grundvallar ákvæðum II. kafla laga nr. 42/1903, um versl- unarskrár, firmu og prókúruum- boð, til skoðunar. Er ruglingshætta fyrir hendi? Ef komist er að þeirri niðurstöðu að meginreglur auðkennaréttar nái til þessa sviðs þarf að leysa úr því álitaefni hvort að tilgreining á firmaheiti, skammstöfun eða slag- orði í svæðisnetfangi feli í sér rugl- ingshættu. Þegar sendur er tölvupóstur þurfa menn að hafa nákvæmlega rétt póstfang svo pósturinn rati rétta leið. Upplýsingar um póst- föng finna menn í sérstökum net- fangaskrám í bókarformi eða á net- inu, símaskrá (‘98) eða í kynning- argögnum frá viðkomandi aðila. Af þeim sökum er ekki ruglingshætta fyrir hendi við póstsendingar. Við leit að heimasíðum fyrirtækja nota menn almennt svokallaðar leitarvélar (Alta Vista, Lychos, Yahoo o.fl.). Vélarnar fara reglu- lega í gegnum allan texta sem tengdur er netinu og taka upp lyk- ilorð sem notuð er við leit. Venju- legast mundu viðskiptamenn fyrir- tækja leita eftir þjónustusviði eða firmaheiti viðkomandi aðila. Þar sem leitarvélarnar sýna allar heimasíður sem hafa að geyma viðkomandi orð er a.m.k. öruggt að eigandi firmaheitis eða slagorðs mun finnast við skoðun á leitarnið- urstöðum. Sú hætta er ávallt fyrir hendi að samkeppnisaðili setji inn lykilorð sem hefur skírskotun til firmaheitis eða slagorðs sam- keppnisaðila en það hefur í sjálfu sér ekkert með ruglingshættu vegna svæðisnetfanga að gera. Hugsanlegt er að menn reyni að giska á svæðisnetfang með því að nota einhverja útgáfu af firmaheiti, skammstöfun eða styttingu. Þessi aðferð er hins vegar ekki sú venju- lega við leit enda byggir hún á ágiskunum og tilviljunum háð hvort hún skili árangri. Nú er algengt að fyrirtæki til- greini netfang í auglýsinga- og kynningargögnum, þannig að við- semjendur eigi auðveldara með að fá meiri upplýsingar um þá þjón- ustu eða vöru sem í boði er. Að þessu leyti má segja að það sé mikilvægt fyrir fyrirtæki að svæðis- netfangið hafi skírskotun til firma- heitis eða slagorðs. Viðskiptamenn eiga þá auðveldara með að muna netfangið og leita að frekari upp- lýsingum um þjónustu. Þessi þáttur leiðir hins vegar ekki til ruglings- hættu nema ef samkeppnisaðili leggur áherslu á þjónustu sína með því að auglýsa netfang með firma- nafni eða slagorði annars fyrirtæk- is. 10 Lögmannablaðið Af ofangreindum röksemdum virðist ljóst að reglum vörumerkjalaga verður ekki beitt . . . Hagmunir neytenda mæla eindregið með því að dregið sé úr ruglingshættu . . .

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.