Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 15
lýsinga en skírs lagatexta með boð- um og bönnum. ESB hafi því nokkurt svigrúm til að túlka sam- komulagið. Þetta segir dómstóllinn þótt dæmi séu um að ákvæði greina GATT-samkomulagsins hafi verið tekin orðrétt upp í Rómar- samninginn og reglugerðir ESB og gildi þá sem skír lagatexti sem beri að byggja á (2. mgr. III. gr. GATT og 1. mgr. 95. gr. Rómarsamnings- ins). Athyglisvert er að Evrópudóm- stóllinn hefur ekki alltaf verið sam- kvæmur sjálfum sér í niðurstöðum sínum. Dómstóllinn hefur annars vegar í dómum sínum viðurkennt að ESB sé bundið af reglum GATT- samkomulagsins. Hins vegar hefur hann, í mótsögn við þetta, komist að þeirri niðurstöðu að jafnvel al- gjört innflutningsbann á vöruflokki til ESB fari ekki í bága við skyldur sambandsins (m.a. mál nr. 245/81 f. 15.7.1982). Framkvæmdastjórn ESB hafði gefið út reglugerð, sem bannaði tímabundið innflutning á niðursoðnum sveppum, til að styðja framleiðslu innan sambands- ins, sem stæði mjög höllum fæti. Nokkur ríki voru að hluta til und- anþegin banninu. Dómstóllinn sagði einfaldlega að Rómarsamn- ingurinn hefði enga almenna grundvallarreglu, sem mælti fyrir um jafnræði þriðju ríkja og að ESB hefði svigrúm til að velja leiðir til að ná markmiðum sínum sam- kvæmt samningnum. Dómstóllinn virðist samkvæmt þessu láta hags- muni ESB hverju sinni ráða niður- stöðu sinni. Í einum dómi sínum viðurkenndi hann m.a.s. að án undirboðstolla ESB, sem lagðir eru á vöru sem flutt er inn á verði und- ir kostnaðarverði, væri ekki grund- völlur fyrir framleiðslu sömu vöru innan ESB (mál nr. C-175/87 f. 10.3.1992). Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessarra mála hjá ESB og WTO. Reyndar er ESB ekki eini aðili WTO sem hefur sett reglur til að vernda eigin hagsmuni. Vernd- araðgerðir USA gegn innflutningi annarra aðildarríkja hafa einnig valdið úlfúð innan ESB og komið til kasta dómstóls WTO. Með stofn- un sjálfstæðs og óháðs dómstóls WTO, sem hefur vald til að kveða upp bindandi dóma og beita þvingunaraðgerðum í kjölfar þeirra, er ólíklegt að ESB eða aðrir aðilar WTO komist upp með að setja einhliða verndarreglur fyrir framleiðslu sína eða aðra hags- muni. Aðildarríkin hafa með WTO- samkomulaginu í raun skapað yfir- þjóðlegt vald sem hefur endanleg- an úrskurðarrétt í deilumálum sem varða málefni sem falla undir stofnunina. 15Lögmannablaðið Bogi Arnar Finnbogason Þýðingaþjónusta Boga Arnars löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur úr og á ensku. Skjalaþýðingar og almennar þýðingar úr og á íslensku, ensku, dönsku, sænsku, norsku og þýsku. Engjaseli 43 109 Reykjavík sími: 587 3690 fax: 587 3691 tölvupóstur: bogar@ismennt.is Lars H. Andersen Þýðingar og túlkun löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur úr og á dönsku. Almennar þýðingar á íslensku úr dönsku, norsku, sænsku og ensku, svo og á dönsku úr íslensku og ensku. Pósthólf 181 300 Akranesi sími: 431 4539 fax: 431 4239 tölvupóstur: lars@ismennt.is heimasíða: http://rvik.ismennt.is/~lars Löggiltir skjalaþýðendur og dómtúlkar Lög • reglugerðir • stefnur • dómar • opinber skjöl • löggerningar • félagasamþykktir • alþjóðasamþykktir • samningar • greinargerðir • matsgerðir • ársskýrslur • ársreikningar • einkaleyfisumsóknir • afsöl • vottorð • vitna- leiðslur • yfirheyrslur • skírteini • kannanir • dómtúlkun • ráðstefnutúlkun • fræðilegar ritgerðir • sjúkraskýrslur. Þýðingar afhentar á pappír, faxi, disklingi eða í tölvupósti. Evrópudómstóllinn hefur ekki alltaf verið samkvæmur sjálfum sér í niðurstöðum sínum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.