Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 7
Í samræmi við niðurstöðuraðalfundar LMFÍ þann 13.3.1998 voru á framhaldsaðal- fundi þann 12.11. s.l. lagðar fram tillögur að endurskoðuð- um samþykktum fyrir LMFÍ. Framhaldsaðalfundurinn féllst á tillögurnar og taka endurskoðaðar samþykktir fyrir LMFÍ gildi þann 1.1.1999. Af því tilefni er rétt að gera nokkra grein fyrir aðdraganda nýrra samþykkta, hvernig var að verki staðið, helstu breytingum sem felast í endurskoðuðum sam- þykktum og hvernig þær munu hugsanlega hafa áhrif á starfsemi félagsins. Ný lög um lögmenn nr. 77/1998 voru samþykkt 2. júní 1998 og taka gildi 1.1.1999. Forsaga laganna er orðin nokkur og lesendum Lög- mannablaðsins vel kunn sem og þau aðalatriði laganna sem ollu nokkrum skoðanaskiptum milli frumvarpshöfunda, ráðuneytis og LMFÍ. Niðurstaðan er eins og laga- textinn ber með sér að áfram skulu lögmenn hafa með sér félag og er öllum lögmönnum skylt að vera þar félagsmenn. Félagið á að setja sér samþykktir og skal ekki hafa með höndum aðra starfsemi en þá sem sérstaklega er mælt fyrir um í lögum. Lögmannafélagi Íslands er þó heimilt að starfrækja í öðru skyni félagsdeild, eina eða fleiri, sem lögmönnum er frjálst að eiga aðild að, en fjárhag þessara deilda skal aðgreina frá fjárhag félagsins. Í 5. gr. laganna eru síðan nánari skilgreiningar á hlutverki Lög- mannafélagsins en það á að koma fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni stéttarinnar, setja siðaregl- ur fyrir lögmenn og stuðla að því að þeir sem þarfnast aðstoðar lög- manns fái notið hennar. Þá eru ákvæði um ýmis afmörkuð verk- efni Lögmannafélagsins s.s. um eft- irlits- og agavald, skipan í nefndir, umsagnar- og afskiptarétt o.fl., o.fl. Af sjálfu leiddi að starf þeirrar sjö manna nefndar sem aðalfundur 1998 kaus til að endurskoða sam- þykktir félagsins tók mið af lögum nr. 77/1998 svo og þeirra skilaboða sem fólust í niðurstöðum dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 259/1997. Fljótlega eftir að nefndin hóf störf var ákveðið að kalla til stærri hóp lögmanna í því skyni að kanna viðhorf til þeirra hugmynda nefndarmanna sem höfðu mótast á nokkrum fyrri fundum. Hópurinn var valinn af handahófi, en reynt að ná saman lögmönnum af ólík- um starfsvettvangi, ná fram aldurs- dreifingu, o.s.frv., en fjöldinn tak- markaðist af stærð fundarsalar LMFÍ. Í stuttu máli heppnaðist fundur- inn ágætlega þrátt fyrir e.t.v. erfitt fundarform, en þeir tæplega fjöru- tíu lögmenn sem sátu fundinn, tjáðu sig allir um fundarefnið og lýstu skoðunum sínum. Ekki er tilefni til að rekja umræð- ur á fundinum ítarlega en í stuttu máli var ljóst að viðhorf allflestra var að félagið skyldi fara sér hægt og ef skrefin reyndust of stutt þá ætti að lengja þau eftir þörfum í ljósi reynslunnar. Einnig kom sterklega fram hjá fundarmönnum að hvernig svo sem allt veltist mættu endurnýjaðar samþykktir ekki verða þannig úr garði gerðar að félagið yrði gelt og steinrunnið og einungis grófur rammi utan um starfsemi LMFÍ í samræmi við þrengstu skýringar á texta l. nr. 77/1998. Að öðru leyti var starf nefndar- innar með hefðbundnum hætti og hélt nefndin fundi með stjórn LMFÍ. Framkvæmdastjóri félagsins starfaði með nefndinni og formað- ur félagsins fylgdist með störfum hennar. Form og uppsetning sam- þykkanna er að nokkru sótt til danska lögmannafélagsins, en samþykktir þeirra eru þó vissulega talsvert viðameiri og taka til fleiri þátta. Stofn samþykkta LMFÍ er frá ár- inu 1944 og í ljósi ártalsins og með friðunarsjónarmið í huga sá nefnd- in ekki ástæðu til að rífa upp texta allra greina eldri samþykkta. Því er sumt í texta endurnýjaðra sam- þykkta með eilítið fornum blæ. Tillögur nefndarinnar voru send- ar félagsmönnum LMFÍ og beðið um athugasemdir og ábendingar. Ekkert slíkt kom fram, utan ein breytingatillaga, og leyfir nefndin sér því að álykta sem svo að fé- lagsmenn hafi verið a.m.k. sæmi- lega sáttir við tillögur að endurnýj- uðum samþykktum. Enda voru þær samþykktar á framhaldsaðal- fundinum sem fyrr segir. Helstu breytingar sem felast í endurnýjuðum samþykktum LMFÍ 7Lögmannablaðið Sigurmar K. Albertsson, hrl. Sigurmar K. Albertsson, hrl. Nýjar samþykktir LMFÍ . . . leyfir nefndin sér því að álykta sem svo að félagsmenn hafi verið a.m.k. sæmilega sáttir við tillögur að endur- nýjuðum samþykktum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.