Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 23
23Lögmannablaðið Lítillega um árgjöld Árgjöld til Lögmannafélags Íslands á líðandi árieru 25.000 krónur og hafa lítið breyst ánokkrum undanförnum árum. Tekjur félags- ins af málagjaldi hafa hins vegar dregist verulega saman og hverfa með öllu um næstu áramót, sam- kvæmt nýjum samþykktum félagsins sem þá taka gildi. Félagsmenn eru nú rúmlega 500 talsins en um 420 þeirra greiða árgjöld. Samkvæmt athugun á vegum stjórnar LMFÍ í vor, um hlutfall lögbundinnar starfsemi af heildarstarfsemi félags- ins, standa árgjöldin tæplega undir lögbundna hlutanum. Vísast nánar um þetta til 9. tölublaðs fréttabréfs félagsins frá júní síðast liðnum. Tilfærsla verkefna til félagsdeildar (þjónustudeildar) um áramótin, ein sér, breytir e.t.v. ekki miklu um rekstur hins lögbundna hluta starfseminnar, þar sem í leiðinni færast tekjustofnar til þeirrar deildar. Skipulagsbreyting- arnar kunna hins vegar að skapa betra svigrúm til að auka við þjónustu félagsins, nú innan félagsdeildarinnar sem ekki er með skyldubundna aðild. Það, hvað félagar í félagsdeildinni eru reiðubúnir að greiða í árgjöld til hennar, ræður mestu um hvaða þjónustu verður hægt að veita. Fróðlegt er til samanburðar að sjá hver árgjöldin eru hjá nokkrum öðrum hagsmuna- og fagfélögum háskóla- menntaðra stétta. Arkitektafélag Íslands: Félagsmenn 316, þar af 267 fullgildir. Árgjald 29.000 krónur (A-gjald sem fullgildir félags- menn greiða, aðrir greiða minna). Félag löggiltra endurskoðenda: Félagsmenn 230. Árgjald 42.000 krónur. Félag viðskipta- og hagfræðinga: Félagsmenn 2400. Árgjald 4.600 krónur. Læknafélag Íslands: Félagsmenn um 1400, þar af 900 gjaldskyldir. Árgjald 45.000 krónur (1998 – hækkar í 54.000 árið 1999). Tannlæknafélag Íslands: Félagsmenn 300, þar af 275 starfandi. Árgjald 46.000 krónur. Tæknifræðingafélag Íslands: Félagsmenn 730. Árgjald 19.900 krónur. Verkfræðingafélag Íslands: Félagsmenn 1000. Í Stéttarfélagi verkfræðinga eru 800 félagsmenn, þar af 400 sem einnig eru í VFÍ. Árgjald í VFÍ 19.000 krónur og í Stéttarfélagi verkfræð- inga 12.000 krónur. Tvö síðast nefndu félögin hafa sameiginlegan fram- kvæmdastjóra og skrifstofurekstur. Laganefnd telur að í frumvarpi þessu felist veruleg rétt- arbót og hvetur eindregið til þess að frumvarpið verði af- greitt sem lög frá Alþingi.” 4. Frumvarp til laga um þjónustukaup. Umsögn laganefndar um frumvarpið hljóðar svo: „Laganefnd hefur áður veitt umsögn sína um frumvarp- ið en ekki er að sjá að gerðar hafi verið á því breytingar frá því það var fyrst lagt fram á Alþingi. Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins er því ætlað að taka til hvers kyns samninga um kaup á þjónustu, sem veitt er neytendum í atvinnuskyni, sbr. nánari tilgreiningu í 1. – 4. tölulið 1. gr. frumvarpsins. Við samingu frumvarpsins var m.a. stuðst við norsk lög um sama efni og frumvarp til sambærilegra laga í Danmörku. Laganefnd telur það almennt til bóta að lögfesta þær meginreglur kröfuréttarins, sem fjalla um þjónustukaup, svo sem stefnt er að með frumvarpinu. Að því er varðar einstök ákvæði frumvarpsins er rétt að taka eftirfarandi fram: Í 11. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um heimild neytanda til að halda eftir eigin greiðslu vegna galla á þeirri þjón- ustu, sem veitt er. Í lokamálsgrein er heimilað að neytandi geti haldið allri greiðslu sinni þar til úrbætur hafa farið fram, nema að gallinn teljist óverulegur, þá má einungis halda eftir greiðslu sem jafngildir kostnaði við úrbætur á gallanum. Ákvæðið mælir með öðrum orðum svo fyrir að alltaf megi halda allri greiðslu, nema að gallinn sé óveru- legur. Ekki verður séð að rétt sé að víkja frá g runnsjónar- miðum um að réttur til að halda eigin greiðslu sé jafnan í samræmi við þann galla sem um ræðir. Í 14. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um riftunarheimild, ef „. . . seld þjónusta er gölluð og vinnu sem hefur verið unnin er verulega áfátt . . .“ Að mati laganefndar er þetta orðalag óskýrt og mætti gjarnan umorðast þannig að það verði betur skiljanlegt. Í lokamálsgrein 23. gr. segir að seljandi þjónustu eigi kröfu með sama hætti og neytandi, ef tímamörk sem samið hefur verið um, eru ekki virt. Greiðsla neytanda er vænt- anlega í flestum tilvikum peningagreiðsla, sem inna á af hendi sem endurgjald fyrir veitta þjónustu. Vanefndir á peningagreiðslum varða jafnan eingöngu dráttarvöxtum, en annað fjártjón er ekki bætt. Með vísan til þessa er óljóst hvað átt er við með niðurlagi 23. gr. Í IX. kafla frumvarpsins er mælt fyrir um meðferð hluta, sem ekki eru sóttir. Í 37. gr. er almenn regla um umönn- unarskyldu seljanda þjónustu (1. mgr.) og um aðvörunar- skyldu (1. málsliður 2. mgr.). Ekki verður betur séð en að regla sú, sem mælt er fyrir um í 2. málslið 2. mgr. 37. gr. tilheyri úrræðum þeim, sem vikið er að í 38. gr.“

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.