Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 22
22 Lögmannablaðið Á starfsárinu hafa laganefnd borist 29 umsagnarbeiðnir. Á undanförnum vikum hefur nefndin afgreitt nokkrar um- sagnir og verður hér gerð stuttlega grein fyrir þeim. 1. Frumvarp til innheimtulaga. Í umsögn laganefndar kom m.a. eftirfarandi fram: „Laganefnd hefur þrívegis áður sent umsagnir um frum- varpið, þegar samning þess stóð yfir í viðskiptaráðuneyt- inu og þegar það var fyrst lagt fram á Alþingi á síðasta lög- gjafarþingi. Nefndin telur enn nauðsynlegt að gera nokkr- ar athugasemdir við frumvarpið. I. Samkvæmt 19. gr. frumvarpsins er lagt til að 3. mgr. 24. gr. lögmannalaga, nr. 77/1998, verði felld niður. Í 3. mgr. 24. gr. lögmannalaga er kveðið á um það að dómsmálaráðherra sé heimilt, að fenginni umsögn Lög- mannafélags Íslands, að gefa út leiðbeiningar handa lög- mönnum um endurgjald sem þeim sé hæfilegt að áskilja umbjóðendum sínum úr hendi skuldara vegna kostnaðar af innheimtu peningakröfu. Þá er kveðið á um það að lög- mönnum sé óheimilt að nota leiðbeiningar þessar í öðrum tilgangi. Laganefnd telur nauðsynlegt að vekja athygli á því að leiðbeiningar þær, sem dómsmálaráðherra er heimilt að setja samkvæmt 3. mgr. 24. gr. lögmannalaga (lögin taka gildi um næstu áramót), ná ekki einungis til kostnaðar á frumstigi innheimtu heldur einnig til þess kostnaðar, sem kann að leiða af innheimtu kröfu á síðari stigum, þ.e. á grundvelli réttarfarslaga. II. Sú breyting hefur verið gerð á frumvarpinu, frá fyrri út- gáfu þess, að í 6. mgr. 15. gr. er nú gert ráð fyrir að gagn- vart lögmönnum fari úrskurðarnefnd lögmanna með eftir- lit samkvæmt innheimtulögum og lögmannalögum. Í fyrri útgáfu frumvarpsins var það stjórn Lögmannafélags Íslands sem fór með eftirlitið. Laganefnd telur að hér gæti einhvers misskilnings frum- varpshöfunda um hlutverk úrskurðarnefndar samkvæmt lögmannalögum. Þessi misskilningur kemur glögglega í ljós í athugasemdum með 15. gr. innheimtulagafrumvarps- ins, en þar er því haldið fram að úrskurðarnefnd lögmanna fari með eftirlit með gjaldtöku, vörslufjárreikningum og starfsábyrgðartryggingu. Laganefnd vísar í þessu sambandi til ákvæða lögmannalaga um úrskurðarnefndina, en þar er í engu vikið að eftirlitshlutverki nefndarinnar. Þess í stað er stjórn L.M.F.Í. falið eftirlit með fjárvörslureikningum og starfsábyrgðartryggingum lögmanna, sbr. 12. gr. lögmanna- laga. Hlutverk úrskurðarnefndar lögmanna er, eins og nafnið bendir til, að leysa úr ágreiningsmálum um gjald- töku lögmanna og störf þeirra, ef slík mál eru borin undir nefndina. Laganefnd leggst eindregið gegn þeirri breytingu, sem hér er ráðgerð á hlutverki úrskurðarnefndar lögmanna. Lagt er til að fyrri útgáfa frumvarpsins haldi sér óbreytt að þessu leyti.” 2. Frumvarp til laga um breytingar á hjú- skaparlögum. Laganefnd tjáði sig með eftirgreindum hætti um frum- varpið: „Ljóst er að í umræddi frumvarpi felst ráðagerð um jöfn- un lífeyrisréttinda milli hjóna við skilnað en í því er falin mikil réttarbót, þar sem telja verður að í áunnum lífeyris- réttindum, þó þau teljist persónubundin og skilyrt, felist mikil fjárverðmæti. Á hinn bóginn er það í mörgum tilvik- um örðugleikum háð að koma á sanngjarnri skiptingu rétt- indanna, m.a. þar sem lífeyrisréttindi fara í flestum tilvik- um eftir reglugerðum þeirra starfsgreinasjóða sem um ræð- ir. Samhliða þessum réttarúrbótum kann því að vera nauð- synlegt að lögleiða sértækar réttarreglur sem gerðu slíka skiptingu lífeyrisréttinda almennt færa innan lífeyriskerfis- ins, en að slíku er m.a. vikið í 14. gr. laga nr. 127/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.” 3. Frumvarp til laga um breytingar á skaðabótalögum. Eftir skoðun á frumvarpinu komst nefndin að eftirfar- andi niðurstöðu: „Umsagnarbeiðnin barst félaginu 20. nóvember 1998 og frestur til að skila umsögn var til 4. desember 1998. Að mati laganefndar er 14 daga umsagnarfrestur um svo mik- ilvægt lagafrumvarp full stuttur. Laganefnd vill gera athugasemdir um eftirfarandi atriði í frumvarpinu. 1. Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins er fyrirhugað að brey- ta 1. mgr. 2. gr. skaðabótalaga þannig að í stað þess að miða bætur fyrir tímabundið atvinnutjón fyrir tímabilið þar til ekki er að vænta frekari bata, eins og núgildandi ákvæði hljóðar, verði miðað við tímabil þar til heilsufar tjónþolans er orðið stöðugt. Tilgangurinn með þessari breytingu er út- skýrður í greinargerð með frumvarpinu og eru ekki gerð- ar sérstakar athugasemdir um það. Hins vegar bendir laga- nefnd á að gleymst hefur að gera ráð fyrir sambærilegri breytingu á orðalagi í 1. mgr. 5. gr. laganna. 2. Samkvæmt 13. gr. frumvarpsins er fyrirhugað að bæta nýrri málsgrein við 26. gr. skaðabótalaga, sem felur í sér það nýmæli að nánar tilteknir ættingjar látins manns eigi rétt til miskabóta í vissum tilvikum úr hendi tjónvalds. Samkvæmt frumvarpstextanum sjálfum er skilyrði miska- bóta það að tjónvaldur valdi dauða annars manns af ásetn- ingi eða gáleysi. Samkvæmt athugasemdum með þessu ákvæði frumvarpsins er hins vegar miðað við að brotið hafi verið framið af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Frum- varpstextinn gerir að þessu leyti ráð fyrir mun víðtækari miskabótarétti en greinargerð frumvarpsins. Frá laganefnd LMFÍ

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.