Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 15
Undanfarið hefur bæði ífjölmiðlum og blaði okk-ar lögmanna spunnist umræða um Hæstarétt Íslands. Einnig hefur Hæstiréttur séð til- efni til þess að senda félagi okk- ar lögmanna bréf þar sem þakkað er samstarf við lög- menn en jafnframt bent á það sem betur mætti fara í störfum okkar. I. Umræða og gagnrýni á Hæstarétt og störf hans hefur hingað til verið takmörkuð. Þegar til baka er litið verður að álykta að ein ástæðan sé sú, að rétturinn hafi leyst störf sín í gegnum árin með sóma og að ein- ing hafi verið um úrlausnir hans og verk að megin stefnu til. Einnig hefur það eflaust haft áhrif, að til verka hafa valist í gegnum árin hæfir dómendur sem sátt hefur verið um. Önnur ástæða er sú að Hæstirétt- ur Íslands sem æðsti dómstóll er hluti af því fyrirkomulagi sem lýð- ræðisríki hafa talið vænlegast til þess að útkljá deilur manna á með- al. Þegar dómur er fallinn þá er hann endir þrætu og óumdeilan- legur. Það sjá allir kosti slíks fyrir- komulags. Þá þarf ekki að tíunda. Og það er því m.a. þess vegna sem menn hafa ekki talið rétt að gagn- rýna dóma æðstu dómstóla því það gengur gegn slíkum samfé- lagslegum sjónarmiðum. Lögmenn hafa þó oftsinnis í gegnum tíðina, og þá í tilefni af því að rétturinn hefur ekki fallist á sjónarmið umbjóðenda þeirra, séð sig knúna til þess að fjalla um úr- lausnir réttarins. Í raun er ekkert að því. Formaður félagsins hefur í síð- asta tölublaði Lögmannablaðsins séð sig knúinn til þess að minna lögmenn á siðareglur þess, sem segja að lögmenn skuli fara varlega í að gagnrýna dómstóla og einung- is fjalla um þá og úrlausnir þeirra á málefnalegan hátt. II. Hér áður fyrr voru æðstu vald- hafar ósnertanlegir. Gagnrýni á þá jafngilti landráðum. Eftir frönsku byltinguna og allt fram til vorra daga hefur þó breyting orðið á. Þó eimir enn eftir af þessum hugsun- arhætti í íslenskri löggjöf sbr. X. kafli almennra hegningarlaga. Með lögleiðingu Mannréttinda- sáttmála Evrópuráðsins og endur- skoðun tjáningarfrelsisákvæðis ís- lensku stjórnarskrárinnar hefur svo síðustu hindrunum fyrir frjálsri um- ræðu verið rutt úr vegi. Í dag eru menn almennt sam- mála um að stjórnvöld, Alþingi og jafnvel forseti lýðveldisins séu ekki hafin yfir gagnrýni. Upplýsingalög og stjórnsýslulög voru einmitt sett til þess að brjóta niður þá múra sem stjórnvöld höfðu komið sér upp. Enda held ég að allir séu sam- mála um að það er engri stofnun greiði gerður með því að leyfa ekki slíka gagnrýni. III. En þá spyr maður sig: Er Hæsti- réttur Íslands undantekning? Er það hollt að viðurkenna slíka und- antekningu? Ef svo er af hverju ekki forseti lýðveldisins og jafnvel forsætisráðherra? Þegar fyrstu spurningunni er svarað þá takast á sjónarmið; ann- ars vegar þau að dómar réttarins skuli vera endir þrætu og þau sam- félagslegu sjónarmið sem reifuð voru hér að framan, og hins vegar tjáningarfrelsið og sú spurning hvort einhver hætta felist í því að leyfa óhefta gagnrýni á réttinn og störf hans. Hæstiréttur Íslands hefur, eftir lögleiðingu Mannréttindasáttmála Evrópu, sjálfur markað þá stefnu, að tjáningarfrelsinu séu nánast engin takmörk sett. Nánast allt er leyfilegt nema að væna náungann um refsiverða háttsemi. Og þá spyr maður sig. Er það í þeim anda sem lögmenn eru atyrt- ir fyrir það eitt að tjá hug sinn og gagnrýna réttinn? Og gilda þá önn- ur lögmál um þá og réttinn? Eða er ekki dómstólum hollt að vita að þeirra bíður gagnrýni reyn- ist þeir ekki vinna störf sín af heil- indum og lögum samkvæmt? Sú hætta sem felst í því að hefja ákveðna valdhafa þjóðfélagsins yfir gagnrýni er að mínu mati það mikil að slíkt fyrirkomulag á ekki rétt á sér. Talað er um málefnalega gagn- rýni. Gagnrýni er hluti af tjáningar- frelsinu og lýtur því sömu lögmál- um og það. Hún hefur sömu landamæri og því er ekki hægt að dulbúa höft á hana með því að gera það sem skilyrði að hún sé málefnaleg. Slíkt mat er huglægt 15Lögmannablaðið Guðni Á. Haraldsson, hrl. Guðni Á. Haraldsson, hrl. Um Hæstarétt Íslands Í dag eru menn almennt sammála um að stjórn- völd, Alþingi og jafnvel forseti lýðveldisins séu ekki hafin yfir gagnrýni.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.