Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 21
21L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð I. Inngangur Að undanförnu hefur því borið við í þjóðfélagsumræðunni að dómstólar hafi verið gagnrýndir fyrir „misræmi“ í refsiákvörðunum sínum. Enda þótt erfitt sé að henda reiður á hvað ná- kvæmlega er átt við hef ég skilið um- ræðuna þannig að mönnum finnist það órökrétt og raunar ósanngjarnt að refsiákvarðanir vegna einnar tegundar afbrota, s.s. fíkniefnabrota, hafi að jafnaði í för með sér langtum strangari refsingu heldur en þegar dæmt er fyrir önnur afbrot, s.s. kynferðisbrot. Undir niðri virðist þessi umræða endurspegla það viðhorf af hálfu þátttakenda að þar sem fíkniefnabrot verða almennt ekki talin siðferðilega ámælisverðari heldur en kynferðisbrot þá sé rangt af hálfu dómstóla að refsa innflytjanda fíkniefna með 8-10 ára óskil- orðsbundinni fangelsisrefsingu en manninum sem misnotar barn sitt með 12-15 mánaða fangelsi. Í þessum stutta greinarstúf verður því haldið fram að dómendum sé að jafnaði rétt og skylt að virða umræðu sem þessa að vettugi í ljósi eðlis og helstu einkenna hins íslenska refsivörslukerfis. Auk þess verður staðhæft að krafan um sam- kvæmni í refsiákvörðunum á milli eðlisólíkra flokka afbrota sé órökrétt. II. Réttarvitund almennings og refsiákvarðanir dóm- stóla Almennt hefur verið gengið út frá því að það sé eitt meginhlutverk dómstóla að ákvarða umfang og eðli refs- inga í tilefni af refsiverðri háttsemi. Þau sjónarmið sem dómstólar verða að hafa í huga við refsiákvörðunina verða seint tæmandi talin. Eru þau að nokkru leyti afstæð með tilliti til eðlis þess máls sem um ræðir og þá einkum efnis viðkomandi refsiá- kvæðis. Hér á landi, eins og víðast hvar annars staðar, hefur löggjafinn að jafnaði farið þá leið að veita dómstól- unum nokkuð rúmt svigrúm þegar fyrir þeim liggur að ákvarða refsingu. Löggjafinn mælir jafnan fyrir um hvaða refsitegundir, ein eða fleiri, geta komið til vegna tiltekinnar háttsemi, s.s. fangelsi og/eða fjársektir, auk þess sem hann afmarkar hlutlæga umgjörð refsingarinnar (refsirammann) með því að mæla fyrir um leyfilega lág- marks- og hámarksrefsingu. Það leiðir af 1. mgr. 69. gr. stjórnar- skrárinnar að gild refsiregla verður að endurspegla lýðræðislega ákvarðana- töku kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þessi stjórnskipu- lega lagaáskilnaðarregla gerir nánar tiltekið þá kröfu að ákvörðun um það hvort og þá með hvaða hætti refsað verði fyrir tiltekna athöfn manna, eða eftir atvikum athafnaleysi, verði aðeins tekin eftir umræður á löggjafarþinginu. Eins og endranær er rétt og eðlilegt að réttarvitund almennings hafi áhrif á þessu stigi, þ.e.a.s. við setningu refsiá- kvæðisins, enda er það hlutverk löggjafans að sjá til þess að vilji þjóðarinnar, a.m.k. meirihlutans, endurspeglist í refsilöggjöfinni (eins og í annarri löggjöf sem sett er hverju sinni). Það er hins vegar ennfremur hlutverk og verk- efni löggjafans að setja þjóð- félagsumræðuna í rökrænt og málefnalegt samhengi þannig að það refsiákvæði sem lög- fest er sé í samræmi við kröfur stjórnarskrárinnar og almenn siðferðis- og sann- girnissjónarmið. Þegar löggjafinn hefur sett refsiákvæði í samræmi við meginregluna um lögbundnar refsiheimildir, sbr. 1. mgr. 69. Róbert R. Spanó mag. jur., aðstoðar- maður umboðsmanns Alþingis og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands Um refsiákvarðanir og réttarvitund almennings Auk þess verður staðhæft að krafan um samkvæmni í refsiákvörðunum á milli eðlisólíkra flokka afbrota sé órökrétt.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.