Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 28
28 2 / 2 0 0 2 I. Af þekktu tilefni hafa upp á síð- kastið orðið miklar umræður og vangaveltur verið um það í hópi lög- manna um samskipti við fjölmiðla og þá einkum að hvaða marki rétt eða heimilt sé þar að tjá sig um einstök mál er varða skjólstæðinga lögmanna. Í þeirri viku sem þetta er ritað komust þessi álitaefni á nýtt stig þegar ákæra á hendur Árna Johnsen var birt opinber- lega í Morgunblaðinu og hinn ákærði sá sig knúinn að skrifa sína eigin vörn í blaðið daginn eftir og mæta í viðtöl í fjölmiðlum, sem hann hefði betur sleppt. Hér verður ekki farið nánar í heimildir lög- manna til þess að fjalla um mál skjólstæðinga sinna opinberlega og hversu langt megi ganga lögfræðilega, heldur sjónum beint að því hversu borgarar og fyrirtæki geta verið berskjölduð fyrir umfjöllun fjölmiðla um málefni þeirra sem eru til meðferðar hjá dómstólum eða stjórnvöldum. Þá þurfa lögmenn oft að veita ráðgjöf um það hvenær sé rétt að taka til máls um þau mál og hvenær beri að þegja. Oft ræður það sjónarmið að flestir fjöl- miðlaneytendur hafi gleymt vondri umfjöllun eftir nokkra daga og því sé best að sitja á sér, frekari um- fjöllun geri illt verra. II. Samkvæmt kenningunni um þrískiptingu ríkisvalds- ins tempra hinir einstöku valdhafar vald hinna og flest úrlausnarefni við setningu reglna, framvæmd þeirra og úrlausn ágreinings eiga sér farveg í viðeigandi grein. Stundum er rætt um fjöl- miðla sem ,,fjórða valdið“ vafalaust í þeim skilningi að þeir gæti hagsmuna almenn- ings að vissu leyti við að fylgjast með því að ríkisvaldið í heild sinni standi sig í stykkinu. Fjölmiðlar geta einnig haft veruleg áhrif á almenningsálitið með flutningi frétta og endurspeglun tíðarandans. Stundum má segja að fjölmiðlar ,,hanni“ hreinlega atburða- rás. Ef menn viðurkenna þessa mikil- vægu stöðu fjölmiðla hlýtur sú spurn- ing að rísa hvernig tryggt verði að ekki sé misfarið með ,,valdið“. Engum dettur lengur í hug að ritskoða fjöl- miðla og því má segja að eina eftirlitið eða temprunin fari fram með því að fólk getur andmælt því sem fram kemur í fjöl- miðlum í miðlunum sjálfum - og ef of langt er gengið er hugsanlegt að fá ummæli dæmd dauð og ómerk. Lögmenn sem fara með mál sem fjallað er um í fjölmiðlum geta lent í þeirri stöðu að mega hrein- lega ekki svarað spurningum um viðkomandi mál vegna trúnaðar- eða þagnarskyldu, t.d. ef skjól- stæðingurinn er bankastofnun. Einnig getur það hugsanlega skaðað hagsmuni skjólstæðings að upplýsingar séu gefnar og svör veitt við málum sem eru í deiglunni og t.d. spillt fyrir mögulegum sáttum málsaðila. III. Upprunalegt tilefni þess- ara hugleiðinga er leiðari Morgunblaðsins frá 31. mars fyrir rúmu ári síðan (2001) um tiltekið mál sem var þá til meðferðar í stjórnsýsl- unni. Hér á ég við málefni L.Í.O. ehf. eða Leiguflugs Ísleifs Ottesen eins og fé- lagið var gjarnan verið kall- að í fjölmiðlun. Greinarhöf- undur sá sem lögmaður um varnir LÍO gagnvart Flug- málastjórn og samninga við Jóhannes Karl Sveinsson hrl. Nýr vettvangur dómsmála – FJÖLMIÐLAR? Eitt af því sem þarf að hafa í huga áður en metið er hvort svara eigi umfjöllun fjölmiðla er að það hefur verið nokkuð óbrigðul regla að þeir taka gagnrýni á eigin skrif óstinnt upp og yfirleitt er henni svarað fullum hálsi með ólund hins óskeikula.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.