Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 26
26 2 / 2 0 0 2 ÞEGAR samskipti lögmanna ogviðskiptamanna þeirra við fjöl- miðla eru skoðuð kemur fyrst í hugann sú grundvallarbreyting sem orðið hef- ur á síðustu árum. Í hópi lögmanna eru nokkrir sem unnið hafa á fjölmiðlum á yngri árum og er ég einn þeirra, en ég starfaði sem fréttamaður ríkissjónvarpsins á árun- um 1970-1976 og þekki því af eigin reynslu þessa miklu breytingu. Táknræn fyrir afstöðu fjölmiðla gagnvart lögmönnum á þessum árum var sú minnistæða ráðlegging sem ég fékk í upphafi starfans frá yfirmanni mínum, þá- verandi fréttastjóra, en hún var á þá leið að ég skyldi vara mig á ákveðnum lögmönnum hér í bæ, sem væru iðnir við koma sjálfum sér á framfæri og fá ókeypis auglýsingu með því að reyna að troða málum sínum í fjölmiðla! Á þessum árum voru einnig í gildi þær siða- reglur lögmanna að bannað var að auglýsa nokk- uð nema nafn, heimilisfang skrifstofunnar og símanúmer, annað þótti ekki við hæfi og ekki sæmandi svo virðulegri stétt sem lögmönnum. Smám saman og sennilega ekki hvað síst með harðnandi samkeppni fjölmiðla um fréttir fara dómsmál og ágreiningsmál sem lögmenn hafa á sinni könnu að rata inn í síður dagblaða og inn á fréttastofur ljósvakamiðlanna og fréttamönnum verður ljóst hve mikið upplýsingagildi þau mál hafa sem lögmenn glíma við og ekki síður sú stað- reynd að almenningur tekur fréttum af þessu tagi yfirleitt af miklum áhuga. Er t.d. eftirtektarvert að sjá hina miklu umfjöllun um dóma Hæstaréttar síðan réttur- inn fór að birta dóma sína vikulega. Ég hef reyndar oft strítt fyrrverandi starfsfélögum í stétt fréttamanna með því að maður frétti langtum fleira sem starfandi lögmaður en sem fréttamaður, alla vega úr bæjarlíf- inu! Lögmaður stendur oft frammi fyrir erfiðri ákvörðun þegar ljóst er að við- skiptamaður hefur áhuga á því að koma máli sínu á framfæri við fjöl- miðla, ekki síst þeirri spurningu hvort lögmaðurinn eigi að gera slíkt í eigin nafni. Fyrir mér er nærtækasta dæmið að rekja samskipti mín við fjölmiðla árið 1986 þegar ég kom málefnum kyn- ferðisafbrotamanns á blað og ég hef reyndar nýlega rakið að einhverju leyti í sjónvarpsþætti um íslensk sakamál. Þá var staðan sú að foreldrar drengs sem mað- urinn hafði misnotað komu til mín og beinlínis báðu mig að sjá til þess að almenningur fengi vitneskju um þennan mann, sem þau vissu að hafði þá um áratuga skeið leikið lausum hala. Eftir að hafa kynnt mér nákvæmlega allan feril mannsins ákvað ég að gera þetta. Hafði ég strax samband við minn gamla vinnustað sjónvarpið enda taldi ég hér mjög athyglisvert mál á ferðinni, ekki síst þar sem faðir drengsins var tilbúinn að koma í viðtal. En svarið sem ég fékk var það að hér væri um svo viðkvæmt mál að ræða að ekki þætti fært að taka á því. Ég ræddi þá við Matthías Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, og var hann strax tilbúinn að taka málið upp. Skrifaði ég þá grein og rakti brotaferil mannsins og má ef til vill segja að síðan hafi þessi málaflokkur verið í umræðunni eins og það er kallað. Ég hef oft síðan verið beðin af skjólstæðingum að vekja máls á málefnum þeirra í fjöl- miðlum en hef ekki gert það. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ég tel almennt ekki rétt að lögmaður reki í fjölmiðlum þau ágreiningsmál sem honum hafa verið falin. Slíkt kallar nánast ævinlega á andsvar Svala Thorlacius hrl. Um samskipti lögmanna, viðskiptamanna þeirra og fjölmiðla Lögmaður stendur oft frammi fyrir erfiðri ákvörðun þegar ljóst er að viðskiptamaður hefur áhuga á því að koma máli sínu á framfæri við fjölmiðla.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.