Lögmannablaðið - 01.06.2002, Side 11
11L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
TJÁNINGARFRELSI lögmanna og sam-skipti þeirra við fjölmiðla hafa verið í
sviðsljósinu að undanförnu. Hér er um miklvæg
málefni að ræða sem verða sífellt áþreifanlegri í
daglegum störfum lögmanna. Þá ber talsvert á
því að fjölmiðlar fjalli um dómsmál jafnvel áður
eða samtímis og þau eru höfðuð. Hið sama er
upp á teningnum í öðrum löndum. Eftirfarandi
er stutt endursögn af norsku máli.
Hinn 1. mars sl. féll úrskurður aganefndar
lögmanna í Óslóar-umdæmi í kærumáli sem
stjórnmálaflokkur, Framfaraflokkurinn í fylkinu
Austur Fold, höfðaði gegn lögmanni fyrir brot á
góðum lögmannssiðum vegna ummæla hans í
stefnu og útvarpsviðtali. Lögmaðurinn hafði
höfðað einkarefsimál f.h. umbjóðenda sinna,
sem voru tveir fyrrum meðlimir stjórnmála-
flokksins, gegn tveimur félögum í flokknum.
Stefndu höfðu tekið þátt í umfjöllun innan
flokksins um meinta fjármálaóreiðu einnar
flokksdeildar.
Í stefnunni kom m.a. fram að hinir stefndu
hefðu notað aðferðir til árása á pólítíska and-
stæðinga sem þekktar væru í einræðisríkjum, til
dæmis Þýskalandi á tímum nasista, en að snúast
ætti hart gegn slíkum aðferðum í réttarríki.
Í viðtali í svæðisútvarpi kom framangreind
lýsing á aðferðum stefndu fram í máli lögmanns
stefnanda. Aðspurður af fréttamanni hvort ekki
væri um ærumeiðingar í þeirra garð að ræða
svaraði lögmaðurinn neitandi og vísaði til þess
að einungis væri um að ræða hispurslausa
lýsingu á þeirra vinnubrögðum. Fram kom í við-
talinu að stefnan hafði verið fengin fréttamann-
inum áður en viðtalið fór fram. Hins vegar hafði
stefnan á þeim tíma ekki verið birt stefndu eða
hún skráð í undirrétti í Ósló.
Taldi kærandi að lögmaðurinn hefði brotið
góða lögmannssiði m.a. með tilvísun til nasista,
en orðið nasisti hefði mjög neikvæða merkingu
í norskri tungu, og jafnframt með útvarpsvið-
talinu. Taldi lögmaðurinn svigrúm lögmanna til
lýsinga í greinargerð vera rúmt og með útvarps-
viðtalinu hafi hann eingöngu verið að grípa til
sömu aðgerða og stefndu höfðu áður viðhaft.
Aganefndin minnti á að lögmanni bæri að
vinna störf sín á málefnalegan og réttmætan hátt
en að hann ætti jafnframt kröfu á því að verða
ekki samsamaður þeim rökum sem hann héldi
fram fyrir hönd skjólstæðings síns.
Í þessu máli taldi aganefndin að með um-
mælum sínum hefði lögmaðurinn gengið lengra
en það sem telja mætti sanngjarnt svigrúm hans
til að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Ekki
væri um að ræða sjónarmið sem hefðu þýðingu
fyrir málstað skjólstæðinga lögmannsins heldur
væri hér frekar um að ræða litríkar lýsingar og
áherslur sem lögmaðurinn yrði sjálfur að bera
ábyrgð á.
Taldi nefndin ámælisverðara að lögmaðurinn
hafði ekki eingöngu notað ummælin í stefnu
heldur og í fjölmiðlum og þannig komið lýs-
ingum sínum á framfæri við stærri hóp.
Jafnframt var talið að lögmaðurinn hefði
brotið gegn þeirri siðareglu að gæta hófs í fjöl-
miðlaumræðu um dómsmál sem hann fer með.
Ekki var neitt í málinu að mati aganefndarinnar
sem gaf lögmanninum tilefni til að tjá sig um
efnisatriði málsins í fjölmiðlum áður en gagnað-
ila hafði verið birt stefna. Taldi nefndin að þrátt
fyrir að fjallað hafi verið um málið í fjölmiðlum
áður hafi það ekki haft þýðingu. Skjólstæðingar
lögmannsins hafi ákveðið að vísa málinu til
dómstóla og ekki hafi verið ástæða til að ætla að
málið fengi ekki réttláta meðferð fyrir dómi þótt
fjallað hafi verið málið í fjölmiðlum á fyrri
stigum. Því þótti lögmaðurinn hafa brotið gegn
góðum lögmannssiðum að koma stefnunni til
fjölmiðla og tjá sig um efnisatriði málsins í út-
varpsviðtali á þann hátt sem gert var.
F R É T T A D Á L K U R
Álit frá aganefnd Óslóar-deildar norska lögmannafélagsins