Fréttablaðið - 22.12.2015, Page 38

Fréttablaðið - 22.12.2015, Page 38
Fólk| matur Trefjar eru okkur nauðsynlegar, ekki einungis eru þær góðar fyrir meltinguna heldur getur trefjaríkt mataræði minnkað líkur á heila- blóðfalli, háþrýstingi og hjartasjúkdómum. Neysla trefja hefur sjaldan verið jafn lítil, að minnsta kosti innbyrða aðeins um þrjú prósent Bandaríkjamanna ráðlegan dagskammt af trefjum að sögn vefsíðunn- ar Greatist. Ráðlagður dagskammtur af trefjum er um 38 grömm fyrir karla og 25 grömm fyrir konur. Fólk sem er komið yfir fimmtíu ára þarf minna af trefjunum. Til að setja þetta í samhengi ætti ungur karl- maður að innbyrða jafnmikið af trefjum á hverjum degi og fimmtán heilhveiti- brauðsneiðar inni- halda. Heilhveiti er þó ekki endilega það sem helst ætti að leggja sér til munns til að auka trefjainntöku. Hvers kyns baunir, æti- þistlar, spergilkál, rósakál, hindber, brómber, avókadó og perur eru allt dæmi um trefjaríkar fæðu- tegundir. Trefjarnar eru nauðsynlegar Trefjar eru góðar fyrir meltinguna og geta minnkað líkur á ýmsum sjúkdómum. Þær má fá úr fjölda fæðutegunda. Sumir geta alls ekki neitað sér um súkkulaði eða annað góðgæti þegar gengið er fram hjá því í búðinni. Aðrir taka ekki einu sinni eftir því. Þeir síðarnefndu geta haft fulla skál af súkkulaði á borði án þess að taka svo mikið sem einn mola. Vísindamenn hafa velt þessu fyrir sér en nýlega birtist ný rannsókn frá Monell Chemical Senses Centre í Bandaríkjunum um genetísk áhrif sætinda. Rann- sóknin birtist í Journal of Nursing Research. Þátttakendur voru börn á aldr- inum 7-14 ára. Fljótlega kom í ljós að sum barnanna þurftu meiri sykur til að upplifa sætt bragð en önnur. Upplifun þeirra á sætind- um var því ekki sú sama. Niður- stöður gefa til kynna að næmi okkar fyrir sætindum geti verið mjög mismunandi og greinilega arfgengt. „Sum börnin skynjuðu sæta bragðið 20 sinnum sterkar en önnur,“ segir Danielle Reed, talsmaður rannsóknarinnar. Frá þessu er sagt í netmiðlinum The Indian Express. Rannsóknin var gerð á 216 heilbrigðum börnum. Hvert barn prófaði mismunandi sæta drykki. DNA-rannsókn var síðan gerð til að finna út erfðaþátt, skynjun og næmi barnsins fyrir sætu. Niður stöðurnar komu á óvart. Rannsóknin sýndi að börn sem eru viðkvæm fyrir beisku bragði eru næmari á sykur. Þá kom í ljós að mikið næmi fyrir sætu bragði tengist aukinni líkamsfitu sem kemur kannski ekki á óvart. Bandaríski prófessorinn Robert Lustig heldur því fram að börn sem hætta öllu sykuráti verði fljótlega mun heilbrigðari en hin sem borða sykur, sérstaklega á þetta við um ávaxtasykur (frúkt- ósa) sem er í ávöxtum, venjuleg- um sykri og maíssírópi. Frúktósi hefur mikil áhrif á þyngd barna, að sögn prófessorsins sem hefur fengið yfir sex milljónir manna til að horfa á fyrirlestur sinn á You- Tube: Sugar: the bitter truth sem fjallar um áhrif sykurs á líkamann. Lustig vill meina að sykur, sér- staklega frúktósi, sé orsök fyrir aukinni ofþyngd barna í heima- landi sínu. Venjulegur sykur er sambland af frúktósa og glúkósa en misjafnt er hvernig líkaminn vinnur á þessum tveimur efnum. Frúktósinn fer beint í lifrina á meðan glúkósi fer um líkamann sem orka. Robert þróaði mataræði fyrir 43 börn á aldrinum 9-18 ára sem öll voru of þung og með ein- hvers konar kvilla því samfara. Sykurinnihald var minnkað til muna, ekkert gos eða sætindi, né falinn sykur í mat. Börnin máttu þó borða ávöxt. Fylgst var með börnunum á þeim tíma sem rann- sóknin fór fram. Engin líkamsrækt var stunduð þar sem einungis var verið að meta áhrif sykurs á þyngdina. Fljótlega fór börnunum að líða betur, þau léttust, kólest- eról varð eðlilegt og sömuleiðis lifrarstarfsemi. Rannsóknin þótti sýna að líkamsfita af völdum syk- urs er sú versta fyrir kroppinn og eykur áhættu á sykursýki, hjarta- og lifrarsjúkdómum. SúkkulaðiáSt í genunum SÆtinDi Jólin nálgast óðfluga. Þeim fylgir óneitanlega mikið af súkkulaði og sætindum. Samkvæmt nýrri rannsókn á börnum er misjafnt hvað súkkulaði hefur mikið aðdráttarafl, það virðist nefnilega liggja í ættum. SYkur Og meiri SYkur Það hafa ekki allir sömu sykurþörfina. Sumir hafa 20 sinnum meiri sykurþörf en aðrir. Það mun vera genetískt. He r Jólafötin hans Reykjarvíkurvegi 66 - Sími: 611 - 8800 2 1 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 C 6 -3 6 1 8 1 7 C 6 -3 4 D C 1 7 C 6 -3 3 A 0 1 7 C 6 -3 2 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.