Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 8

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 8
8 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 Lagadagurinn var haldinn hátíðlegur þann 9. maí með veglegri dagskrá sem hófst á hádegi með aðalmálstofu um stjórnarskrárbreytingar undir stjórn Guðrúnar Erlendsdóttur, hrl. og fyrr- verandi hæstaréttardómara. Guðrún vakti athygli á því við setningu mál- stofunar að setja hefði þurft umfjöll- unar efnið sjálft í spurningarform þar sem aðstæður höfðu breyst svo hratt í aðdraganda Lagadagsins að stjórnar- skrárbreytingar, sem voru á dagskrá löggjafans þegar efni málstofunnar var ákveðið, höfðu í millitíðinni verið slegnar af í aðdraganda alþingis kosn- inga. Engu síður var málstofan afar vel sótt og mikill áhugi meðal þátt takenda á Lagadeginum á þeim erind um sem þar voru flutt. Björg Thorar ensen, pró- fessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, hafði framsögu en þau Ragn- hildur Helgadóttir, prófessor við laga- deild Háskólans í Reykjavík, Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor og deildar forseti Háskólans á Bifröst, Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og Hafsteinn Þór Hauksson, lögfræðingur á skrifstofu Umboðsmanns Alþingis sátu í pallborði. Í yfirgripsmiklu erindi leitaðist Björg Thorarensen við að svara helstu spurn- ingum sem varpað hafði verið fram í umræðu um breytingar á stjórnar- skránni. Sagði Björg að kreppan hefði kallað á endurmat á ríkjandi gildum og samfélagið leitaði nú svara við spurn- ing um um ýmis grundvallar atriði, þ.á m. um þýðingu lýðræðislegs stjórn- skipu lags, uppsprettu ríkisvalds, rétt þjóðarinnar til að taka beinan þátt í mikil vægu ákvörðunum, hvernig vald- hafar ættu að endurspegla vilja þjóðar- innar og um ábyrgð valdhafa á störfum sínum. Um þessi atriði sagði Björg að stjórnarskráin veitti engin svör, þar sem hún lýsti ekki veruleika stjórnmála og stjórnskipunar í mörgum veigamiklum atriðum. Björg rakti í máli sínu gömul fyrirheit frá 1942 um endurskoðun stjórnar- skrárinnar sem fram kom í áliti milli- þinganefndar. Þrátt fyrir það fyrirheit hefði einungis afmörkuðum þáttum hennar verið breytt og í raun væru mikil vægir hlutar óbreyttir frá stjórnar- skránni 1874, einkum ákvæði um framkvæmdarvald og dómsvald. Taldi Björg að endurskoðun stjórnarskrár væri nú stöðnuð eftir ítrekaðar en misheppnaðar tilraunir síðustu ára. Hún rakti hugmyndir um stjórnlagaþing sem nýjan farveg fyrir breytingar en tillaga um slíkt þing náði ekki fram að ganga á vorþingi. Varpaði Björg fram þeirri spurningu hvort þar með hefði tækifærið til að endurreisa traust á Alþingi og styrkja stöðu þess runnið þingheimi úr greipum. Að lokum svaraði Björg netiandi þeirri spurningu sem var yfirskrift málstofunnar; Eru stjórnarskrárbreytingar í deiglunni? Hún sagði að þrátt fyrir að allir stjórn- málaflokkar hefðu lýst þörf á að endur- skoða stjórnarskrána þá væri enn eitt „skipbrotið“ nú afstaðið og að þjóðin yrði að láta sér nægja óbreytt ástand. Engin heildarendurskoðun væri í deigl- unni og að áfram yrðu gerðar breytingar í smáskömmtum. Ragnhildur Helgadóttir var á önd- verðum meiði við Björgu. Taldi Ragn- hildur að íslensk stjórnskipan hefði í raun breyst mjög mikið þrátt fyrir að texti stjórnarskrárinnar væri að miklu leyti ennþá byggður á stjórnarskránni frá 1874. Stjórnskipunarreglurnar hefðu mótast í framkvæmd og því væri rétt- urinn í raun töluvert frábrugðin text- anum sjálfum. Þörfin fyrir stjórnar- skrárbreytingar gæti þannig ekki verið af því sprottin að hér á landi væru í gildi stjórnarskipunarreglur frá 19. öldinni. Sagði Ragnhildur að í þessu ljósi væri ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar heldur væri verkefnið Stjórnarskrárbreytingar í deiglunni? Lagadagurinn: Aðalmálstofa F. v. guðrún Erlendsdóttir, björg thorarensen, Njörður P. Njarðvík, Ragnhildur Helgadóttir, Hafsteinn Þór Hauksson og bryndís Hlöðversdóttir. framhald á bls. 30

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.