Lögmannablaðið - 01.06.2009, Side 10

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Side 10
10 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 Framsögumenn á málstofu um skjól fyrir sköttum voru Ingibjörg Þorsteins- dóttir, dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst og Jón Elvar Guðmundsson, hdl. hjá Logos lög manns þjónustu. Í pall- borði sátu Bryndís Kristjánsdóttir, skattrann sóknar stjóri, Garðar Gíslason, hdl. hjá LEX lögmannsstofu og Garðar Valdimarsson hrl. hjá Deloitte hf. Vala Valtýsdóttir, hdl. hjá Deloitte hf. stýrði málstofunni. Í erindi Ingibjargar Þorsteinsdóttur kom meðal annars fram að á fyrirtæki í skattaskjólum væri enginn eða óveru- legur skattur lagður á fyrirtæki auk þess sem helstu einkenni slíkra svæða væri að þar skorti á skilvirka upplýsingagjöf til annarra ríkja, reglur væru ógagnsæjar og vanalega þyrftu fyrirtæki ekki að vera með raunverulega starfsemi í viðkomandi ríki til að njóta þess laga- um hverfis sem hefði framan greind einkenni. Þá vék Ingibjörg að aðgerðum á vettvangi OECD sem miða að því að sporna gegn skaðlegri skattasamkeppni, einkum starfsemi skattaskjóla. Þær aðgerðir sem ráðist hefði verið í kynnu að fela í sér einhverjar úrbætur á núverandi ástandi sem væri óviðunandi. Að mati Ingibjargar væri það bjartsýni að ætla að dagar skattskjóla væru taldir í bráð. Til þess þyrfti öflugri og sam- hæfðari aðgerðir sem óvíst væri hvort eða hvenær ríki heims kæmu sér saman um. Jón Elvar Guðmundsson gerði að umtalsefni sínu hvort raunverulegt skattahagræði fælist í fjárfestingum í gegnum lágskattalögsögur. Niðurstaða Jóns Elvars var sú að, að því gefnu að íslenskir fjárfestar og félög þeirra færu að reglum laga um tekjuskatt, þá myndi 0% skatthlutfall í lágskattalögsögum alla jafna ekki leiða til lægri skatt- lagningar ef fjárfest væri í gegnum þær. Það gæti hins vegar verið að skattlagning kynni að aukast vegna þessa. Ástæðan væri sú að líta þyrfti til skattlagningar á þremur stigum, þ.e. í landi fjárfestis, í lágskattalögsögunni og í landi fjárfestingarinnar. Samspil landanna þriggja myndi ráða niður- stöðunni. Í þessu fælist að hið lága (jafnvel ekkert) skatthlutfall væri væntanlega ekki hvatinn að því að fjárfest væri í gegnum slíkar lágskatta- lögsögur. Í þeim efnum yrði að horfa til annarra þátta. Í máli Bryndísar Kristjánsdóttur kom fram að vandkvæðin við skattaskjólin af hálfu skattyfirvalda fælist meðal annars í takmarkaðri upplýsingagjöf til annarra ríkja. Fyrir skattyfirvöld væri aðgangur að upplýsingum grundvallaratriði í öllu eftirliti og rannsóknum. Takmörkuð upplýsingagjöf hvetji menn til þess að fara ekki að lögum og reglum og svíkja undan skatti þar sem leyndin minnki líkur á að upp um brot komist. Á vettvangi OECD og innan Evrópu- sambandsins hefði um árabil verið barist gegn skattaskjólum og hefði sú barátta fengið aukinn byr í kjölfar efnahagshrunsins. OECD legði nú einkum áherslu á að upplýsingagjöf frá skattaskjólum yrði bætt með gerð upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki. Ísland hefði þegar notið árangurs þess starfs með nýlegum upplýsinga- skiptasamningum Norðurlandanna við nokkur helstu skattaskjól heims sem fæli í sér mikilvæga úrbót fyrir skatt- yfirvöld. Hjá Garðari Gíslasyni kom fram að hann þekkti fá dæmi þess úr sinni reynslu við skattrannsóknir, og síðar sem lögmaður á sviði skattamála, að ráðgjafar um skattamál hér á landi hafi ráðlagt stofnun félaga í skattaskjólum enda væri engin glóra í slíku ef menn á annað borð hefðu í hyggju að standa rétt að skattskilum hér á landi. Í þeim Lagadagurinn: II. málstofa F.v. ingibjörg Þorsteinsdóttir, garðar Valdimarsson, bryndís Kristjánsdóttir, garðar gíslason og jón Elvar guðmundsson. Á myndina vantar Völu Valtýsdóttur sem stýrði málstofunni. Skjól fyrir sköttum eða eðlileg samkeppni um skatta? framhald á bls. 30

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.