Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 11

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 11
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 > 11 Í málstofu um auðlindir nýrrar aldar fluttu þau Karl Axelsson, hrl. hjá LEX og Hafnhildur Bragadóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, fróðleg og yfirgripsmikil erindi. Í pallborði sátu Árni Vilhjálmsson hrl. hjá LOGOS, Kristín Haraldsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Aðalheiður Jóhannesdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Hjördís Hákonardóttir hæstaréttardómari stjórnaði málstofunni. Fjallaði Karl um auðlindahugtakið sjálft og þær réttarreglur sem gilda um auðlindir. Hann skipti nýjum auðlindum á íslensku yfirráðasvæði í tvennt: Annars vegar hefðu nýtingarmöguleikar opnast á auðlindum sem hefðu ávallt verið til staðar en í ónýtanlegu horfi og sem dæmi um það nefndi hann olíuvinnslu í landgrunninu. Hins vegar væru nýjar heimildir að verða til vegna stýringar á nýtingu auðlinda sem ekki lutu einkaeignarrétti og taldar voru óþrjótandi. Dæmi um slíkt væru kvótakerfi við nýtingu fiskistofna og andrúmslofts. Karl sagði margt sameiginlegt með kvótakerfi samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða og losunarheimildum samkvæmt lögum um losun gróður- húsalofttegunda. Í báðum tilvikum væri um að ræða atvinnuréttindalegar tengingar og réttindaávinnsla væri tengd sögulegum forsendum. Ólíkt kvótakerfi í landbúnaði, sem byggðist á framleiðslustýringu og ríkisstyrkjum, væru kvótakerfi í sjávarútvegi og losunarheimildir tengdar nýtingu náttúrulegra auðlinda sem væru takmarkaðar. Karl sagði réttarstöðu andrúmsloftsins lögfræðilega áskorun þar sem samræma þyrfti kenningar 20. aldar fræðimanna og veruleika 21. aldarinnar. Hrafnhildur flutti erindi sitt um nýtingu auðlindarinnar sem andrúmslofts og mynduðu erindi þeirra Karls samfellda heild. Fjallaði Hrafnhildur um loftslags- vandamál og þau stjórntæki sem þjóðir heims og alþjóðlegar stofnanir hefðu til að bregðast við. Kom fram að hið svokallaða íslenska ákvæði í Kyoto- bókuninni frá 1997 kynni að takmarka möguleika Íslendinga á því að framselja losunarheimildir sínar. Þá hefðu fyrirhugaðar breytingar á evrópskum reglum töluverð áhrif til hins verra þar sem litið yrði á losunarheimildir landanna innan ESB með heildstæðum hætti. Hrafnhildur sagði að áhrif alþjóðlegra skuldbindinga hér á landi yrðu tiltölulega lítil á tímabilinu 2008-2012 en frá og með 1. janúar 2013 yrði að öllum líkindum breyting þar á í kjölfar nýrrar bókunar við loftslagssamninginn sem væntanlega verður samþykktur í Kaupmannahöfn í sumar. Varðandi hagsmuni Íslands í alþjóðlegu samstarfi í loftslagsmála þá taldi Hrafnhildur mikilvægast að huga vandlega að sambandi alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á grunni loftlagssamningsins annars vegar og skuldbindinga á grundvelli EES-samningsins hins vegar. Að loknum erindum fóru fram fjörugar umræður um ýmis álitefni tengd efni málstofunnar undir stjórn Hjördísar Hákonardóttur, hæstaréttardómara. Var málstofan vel sótt og góður rómur gerður að erindum framsögumanna. Arnar Þór Stefánsson, hdl. Lagadagurinn: III. málstofa Hrafnhildur fjallaði um loftslags vandamál og þau stjórntæki sem þjóðir heims og alþjóðlegar stofnanir hefðu til að bregðast við. Auðlindir nýrrar aldar

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.