Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 12
12 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 Fjallað var um hver væri réttur almenn- ings/neytenda gagnvart fjármála- fyrirtækjum og hvert væri hægt að beina ágreiningsmálum sem skapast milli þessara aðila. Eyvindur G. Gunnars son, lektor við lagadeild Háskóla Íslands stýrði málstofunni en framsögu höfðu Aðalsteinn E. Jónasson hrl. og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Guðjón Ólafur Jónsson hrl. og formaður úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Aðrir þátttakendur í pallborði voru Ása Ólafsdóttir hrl. og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóna Björk Guðnadóttir hdl. hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Tryggvi Axelsson forstjóri Neytenda- stofu. Aðalsteinn lýsti í máli sínu raunasögu fyrrverandi útgerðarmanns sem seldi útgerðarfyrirtæki með allgóðum hagn- aði og stofnaði í kjölfarið til ýmissa fjármálagerninga við fjármálafyrirtæki sem hafði milligöngu um söluna. Í stuttu máli hefur útgerðarmaðurinn fyrrverandi nú ekki aðeins tapað aleig- unni heldur er hann kominn í stórskuld við fjármálafyrirtækið. Hlaupa skuld- irnar á hundruðum milljóna króna. Rakti Aðalsteinn í stuttu máli þær reglur sem gilda um þá gerninga sem framkvæmdir höfðu verið. Einkum vék hann að þeim kröfum sem lög og reglur um verðbréfaviðskipti gera til fjármála- fyrirtækis eins og þeim var breytt við innleiðingu MiFID reglnanna. Vék hann m.a. að almennri hegðunar reglu í lögum um verðbréfaviðskipti, þar sem segir að „fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfa- viðskiptum, með trúverðug leika fjár- mála markaðarins og hagsmuni við- skipta vina að leiðarljosi.“ Í því sam- bandi benti hann á þá hættu sem skapast gæti við innleiðingu ítarlegra hegðunarreglna, nefnilega þeirri að menn missi sjónar á megin reglunum þegar reglur verða mjög ítarlegar. Starfsmenn fjármála fyrirtækja hætti að sjá skóginn fyrir trjánum og allt telst leyfilegt sem ekki er bannað. Að síðustu benti Aðalsteinn á þrennt sem þyrfti að huga að. Í fyrsta lagi að starfsmenn fjármálafyrirtækja litu ekki á lög um verðbréfaviðskipti sem lista sem krossað er við. Í öðru lagi að eftir lits aðilar beiti meginreglunni um góða og eðlilega viðskiptahætti sem efnis reglu við framkvæmd eftirlis og í þriðja lagi að dómstólar eða úrskurðarnefnd beiti reglunni í dómum/úrskurðum sínum. Guðjón Ólafur fór í erindi sínu yfir starfsemi úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Hann skýrði m.a. tilurð nefndarinnar ásamt því að lýsa hverjir geti átt aðild að málum fyrir nefndinni sem starfar samkvæmt samkomulagi á milli viðskiptaráðu- neytis, Sambands íslenskra viðskipta- banka, Sambands íslenskra sparisjóða, Samtaka verðbréfafyrirtækja, Sambands lánastofnana og Neytendasamtakanna. Samkvæmt samkomulaginu geta viðskiptamenn þeirra fjármálafyrirtækja sem eiga aðild að nefndinni snúið sér til hennar með kvartanir vegna viðskipta við viðkomandi fyrirtæki. Ýmsar takmarkanir eru hins vegar á því hvaða mál nefndin getur tekið til meðferðar. Til að mynda fjallar hún ekki um ágreining sem samkvæmt lögum heyrir undir stjórnvöld, ágreining sem er til meðferðar hjá dómstólum eða kröfur um ófjárhagslega hagsmuni svo eitthvað sé nefnt. Það sem af er þessu ári hafa alls 22 mál komið til kasta nefndarinnar en af þeim málum sem Lagadagurinn: IV. málstofa F.v. Ása ólafsdóttir, tryggvi axelsson, guðjón ólafur jónsson, aðalsteinn E. jónasson og Eyvindur g. gunnarsson. Réttlausir viðskiptavinir? Kröfur til fjármálafyrirtækja og úrlausn ágreinings framhald á bls. 30

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.