Lögmannablaðið - 01.06.2009, Side 15

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Side 15
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 > 15 Lagadagurinn: Á léttum nótum Að loknum vel heppnuðum lagadegi fóru lögfræðingar heim í betri buxurnar og stuttu pilsin, tóku maka sína upp á arminn og skunduðu á ný á hótelið með langa nafninu (Hilton Reykjavík Nordica). Þar tók við hátíðardagskrá sem Freyr Eyjólfsson, útvarpsmaður stjórnaði af fágætri röggsemi. Mikla kátínu vakti val „Lagarans 2009“ þar sem lögfræðingar voru tilnefndir til verðlauna í ýmsum flokkum, s.s. fyrir besta frasa ársins, málræpuna, litinn og líkamsræktartröllið. Engum sögum fer af sigurvegurum en sumir voru þó tilnefndir oftar en aðrir. Kræsingar runnu niður með ljúfum veigum. Svo var stiginn dans af miklum móð, rokkað og tjúttað, við undirleik Ingós og Veðurguðanna. Frábærlega vel heppnað kvöld með uppákomum úr ýmsum og stundum óvæntum áttum. Dag skal að kveldi lofa F.v. Lárentsínus Kristjánsson, Áslaug björgvinsdóttir og Ragnar Árnason. Freyr Eyjólfsson brá sér í líki megasar. F.v. jónína ingvadóttir, jóhann Hjartarson, Valborg Kjartans- dóttir, magnús Haukur magnússon, Huld Konráðsdóttir, Sig urður tómas magnússon, Róbert Þröstur Skarphéðinsson og maría björg Þórhallsdóttir. F.v. Lilja ólafsdóttir, maría guðnadóttir, guðmundur Þór guðmunds son, guðrún Sesselja arnardóttir, dóra Sif tynes, Eva bryndís Helga dóttir, Ástráður Haraldsson og Ragnhildur benediktsdóttir. ingó og Veðurguðirnir héldu uppi frábærri stemningu til klukkan tvö um nóttina. tjúttað var og trallað allan dansleikinn og var sannkölluð bahama stemning.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.