Lögmannablaðið - 01.06.2009, Page 24

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Page 24
24 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 Fréttir frá félagsdeild Tjallar í tuðrutraðki Fótboltalið breskrar lögmannsstofu heimsótti íslenska lögmenn í júní mánuði og var efnt til knattspyrnumóts að því tilefni á gervigrasvelli Fram við Safamýri. Daginn áður höfðu bresku lögmennirnir spilað við lögmanns- stofurnar BBA//legal og LOGOS. Þrátt fyrir dramatísk samskipti landanna síðustu mánuði fór vel á með lögmönn unum og til að mynda voru fótboltalið Tjallanna nefnd Icesave1 og Icesave2 og íslenska liðið IceBar. Leikar fóru þannig að IceBar sigraði Icesave1 með fimm mörkum gegn engu og Icesave2 með þremur mörkum gegn einu. Lið Icesave2 sigraði lið Icesave 1 með þremur mörkum gegn einu í lokaleik mótsins. Þegar úrslit lágu fyrir hrökk limra af vörum skálds nokkurs: In the middle of crises and fall, the Brits came to play with a ball, in the nice summer weather, they kicked around leather, but weren´t so good after all. ian Cater, forsprakki ensku knattspyrnu mannanna, afhendir Smári Hilmarssyni, knattspyrnustjóra icebar, skjöld í þakk lætisskyni fyrir skipulagningu mót sins. Enskir og íslenskir sparkarar saman að móti loknu. Rannsókn á misferli Fjársvik og misferli af ýmsum toga er oft fylgifiskur breytilegs viðskiptaumhverfis og er ógn við heilbrigð- an fyrirtækjarekstur. KPMG aðstoðar skiptastjóra og lögmenn við rannsókn á meintu misferli. Nánari upplýsingar veitir: Helga Harðardóttir s. 545 6204, hhardardottir@kpmg.is kpmg.is

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.