Lögmannablaðið - 01.06.2009, Page 27

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Page 27
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 27 Hdl.-námskeið í tíu ár Þann 3. apríl s.l. útskrifuðust 22 lögmannsefni af námskeiði til öflunar réttinda til að vera héraðsdóms lög- maður, en slíkt réttindanámskeið var nú haldið í ellefta sinn. Af þeim 22 sem luku námskeiðinu voru 6 konur og 16 karlar. Til fróðleiks má geta þess að alls hafa nú 399 lögfræðingar lokið nám- skeiði til öflunar réttinda til að vera héraðs dómslögmaður á þeim tíu árum sem þessi námskeið hafa verið við líði. Af þessum fjölda þátttakenda eru 229 karlar (57,4%) og 170 konur (42,6%). Á léttum nótum Þórunn guðmundsdóttir hrl. situr í prófnefnd til öflunar réttinda til að verða héraðsdómslögmaður og sá um að útskrifa 22 lögmannsefni á námskeiðinu. F.v. björk Viðarsdóttir, guðríður Lára Þrastardóttir, andri gunnarsson og ingólfur K. magnús son. „Hef áhuga á að fara í sakamálin“ Jóhannes Stefán Ólafsson fékk héraðs- dómslögmannsréttindi 5. maí síðast- liðinn og er þar með félagsmaður númer 800 í Lögmannafélagi Íslands. Jóhannes útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands í október 2008 og sótti hdl. námskeið sem haldið var eftir áramótin 2009. „Ég ákvað að læra lögfræði í mennta- skóla og þá kom ekki annað til greina en að verða lögmaður,“ sagði Jóhannes í viðtali við Lögmannablaðið. Hvernig fannst þér hdl. námskeiðið? „Námskeiðið var bæði praktískt og skemmtilegt og ég græddi mikið á því. Það var gott að rifja upp réttarfarið og fleiri fög sem ég lærði í lagadeild Háskóla Íslands.“ Hvernig gekk að fá vinnu? „Ég starfaði í félagsmálaráðuneytinu með náminu en hafði svo hug á að starfa hjá lögmannsstofu eftir það. Það tók þó nokkra mánuði að finna starf við hæfi eftir útskrift. Eftir að ég byrjaði á hdl. námskeiðinu fékk ég starf sem fulltrúi hjá Virtus lögmönnum.“ Hvernig líkar þér lögmennskan? „Þetta byrjar vel og mér líst vel á þetta. Ég hef nú þegar fengið að spreyta mig á ýmsum málum. Ég hef áhuga á ýmsum sviðum lögfræðinnar s.s. fasteigna- kauparétti, stjórnsýslu- og sveita- stjórnar rétti og þá hef ég jafnframt nokkurn áhuga á að starfa við sakamál í framtíðinni. Í tilefni þess að jóhannes varð 800. lögmaðurinn í LmFÍ var honum færður blómvöndur.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.