Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 28

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 28
28 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 Umfjöllun Af nauðsynjalausu laganna Reformatio Hróbjartur Jónatansson hrl. Mér hefur löngum þótt tilkynningar- skylda 158 gr. EML vera dæmi um tilgangslausa og lítt skiljanlega lagareglu sem skortir praktískan tilgang en getur skapað leiðindi. Sér í lagi miðað við þær forneskjulegu samskiptaaðferðir sem Hæstiréttur ætlast til að stefndu og lögmenn þeirrar viðhafi í samskiptum við réttinn í tengslum við þessa tilkynningaskyldu. Í ákvæðinu er stefnda í hæstaréttarmáli gert skylt að tilkynna Hæstarétti „bréflega“ innan þingfestingarfrests áfrýjanda hvort að hann haldi uppi vörnum í málinu. Tilkynni stefndi ekki um varnir er litið svo á að hann krefjist staðfestingar héraðsdóms. Á stefndi þá ekki kost á að taka til varna í málinu nema upp á náð og miskunn Hæstaréttar sem getur heimilað honum varnir „ með eða án samþykkis áfrýjanda enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir hann og vanræksla hans þyki afsakanleg“ eins og segir í 158. grein. Þetta ákvæði kemur inn í EML með 12. gr. laga nr. 38, 1994 og í greinargerð segir að „ætlast er til að þessum heimildum yrði aðeins beitt í undantekningartilvikum“. Samkvæmt þessu er almenna reglan sú að stefndi missi rétt til varna láist honum að tilkynna Hæstarétti fyrirfram um varnir nema hann sýni réttinum fram á að skilyrði til að hleypa honum til varna séu uppfyllt. Augljóst er af ákvæðinu að Hæstiréttur hefur sjálfdæmi um hvort varnir komist að eður ei og er vandséður tilgangur þess að vísa sérstaklega til afstöðu áfrýjanda í þessu sambandi úr því að hún skiptir bersýnilega ekki nokkru máli. „Bréfleg“ tilkynningarskylda En það eru ýmsar spurningar sem koma upp í hugann í tengslum við þessa sérstöku tilkynningarskyldu til Hæsta- réttar. Fyrsta spurningin er auðvitað sú hvaða rök liggi til þess að tilkynna þurfi réttinum fyrir þingfestingu máls hvort að haldið verði uppi vörnum í máli. Hvaða hagsmuni hefur Hæstiréttur af slíkri tilkynningu? Það er ekki gert í héraði. Annað hvort mætir stefndi og heldur uppi vörnum eða ekki og í síðara tilvikinu er málið þá dæmt sem útivistarmál eftir reglu 113. gr. EML. Mér vitanlega hefur enginn bent á sérstaka þörf til þess að stefndi tilkynni héraðsdómi áður en mál er þingfest hvort hann hyggist taka til varna. Það gerir hann þegar mætt er við þingfestingu málsins og fær þá frest til greinargerðar. Gildir eitthvað annað um Hæstarétt? Er einhver sérstök ástæða fyrir því að stefndi skuli tilkynna fyrirfram um varnir til Hæstaréttar? Í greinargerð með ákvæðinu er ekki að finna útlistun á því af hverju þessarar tilkynningar sé þörf og er því óljóst um ástæður þess að ákvæðið rataði inn í EML. Tilgangur tilkynningarinnar getur tæpast verið sá að upplýsa Hæstarétt um það hver stefndi sé svo hægt verði að koma til hans tilkynningum um greinargerðarfrest og aðra framvindu í máli. Þegar áfrýjunargögnum er skilað til Hæstaréttar liggur fyrir að stefnda hefur verið birt áfrýjunarstefnan enda verður hæstaréttarmál ekki þingfest nema stefnan sé réttilega birt fyrir stefnda, sbr. 155. gr. EML. Í áfrýjunar- stefnu skal getið um nafn, kennitölu og heimilisfang stefnda svo og fyrirsvars- manna hans og því augljóst af stefnunni hvernig megi nálgast stefnda til að koma fram tilkynningum af hálfu réttarins ef því er að skipta. Þá tíðkast að lögmenn skrifi upp á birtingu áfrýjunarstefnu með þeim texta sem áskilinn er í 83. gr. EML, sem sé að samrit stefnu hafi verið afhent lög- mann inum og að stefndi hafi falið honum að sækja þing fyrir sig við þingfestingu máls. Í því felst auðvitað yfirlýsing um að tekið verði til varna af hálfu stefnda. Sé það sérstakt kappsmál fyrir Hæstarétt að fá vitneskju um það hvort stefndi taki til varna í máli þá er það yfirleitt nægjanlega ljóst af lestri áfrýjunarstefnunnar við þingfestingu

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.