Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 29

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 29
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 > 29 máls og auk þess sem nafn lögmanns hans er skráð utan á málsgögnin sem afhent eru Hæstarétti við þingfestingu málsins. Með hliðsjón af þessu sýnist vart nokkur skynsamleg ástæða til þess að skylda stefnda, að viðlögðum réttinda- missi, til að tilkynna Hæstarétti sérstak- lega um það hvort vörnum verði haldið uppi áður en mál er þingfest. Í velflest- um áfrýjuðum málum er tekið til varna og í þeim fáu sem ekki er tekið til varna þá kemur það í ljós eftir þingfestingu, ef stefndi kýs að skila ekki greinargerð og hunsa varnir sem er afar fátítt. Þessi lagaregla er því, að mínu viti, dæmi um lagasmíð sem sé bæði gagnslaus og íþyngjandi og má að ósekju leggja af. Tölvupóstur bréf eða ekki? Hitt álitaefnið í tengslum við 158. gr. er svo túlkun Hæstaréttar á því hvernig framkvæma skuli tilkynningar samkvæmt ákvæðinu en þar hefur rétturinn skorið sig úr öðrum dóm- stólum landsins. Í ákvæðinu segir, eins og áður er getið, að stefndi skuli tilkynna Hæstarétti „bréflega“ um varnir áður en mál skuli þingfest. Á tímum rafrænna samskipta hefur þróunin verið í þá átt , hvort heldur er í einkalífi eða vinnu, að fólk notar æ meira tölvupósta til samskipta í stað hefðbundinna sendibréfa og símtala. Fyrir allöngu síðan hófu héraðsdómstólar að senda boðanir um þinghöld til lögmanna í tölvupósti. Samkvæmt 92 gr. EML skulu „ tilkynningar, sem dómari lætur frá sér fara til aðila, birtar eða sendar honum eða umboðsmanni hans á sannanlegan hátt eftir ákvörðun dómara...“ Það er því löngu orðið helgað að dóm ar ar telji tilkynningar með tölvupóstum fullnægja áskilnaði 92. gr. laganna um sannanlega sendar tilkynningar til lögmanna og aðila og gerir enginn ágreining um það í dag, Hæstiréttur hefur hins vegar neitað að samþykkja tilkynningu um varnir samkvæmt 158. gr. sem send er með tölvupósti með þeim rökum að hún sé ekki „bréfleg“. Hins vegar hefur rétturinn fallist á að tilkynning sem send er til hans með faxi (símbréfi á fínna máli) fullnægi því skilyrði. Þó er í reynd enginn munur á símbréfi og tölvupósti. Hvorugt telst vera bréf í hefðbundnum skilningi þess orðs og báðar aðferðirnar byggja á rafrænum samskiptum Í fyrra tilvikinu prentast rafræna sendingin sjálfkrafa út þegar hún berst en í hinu tilvikinu vistast sendingin á tölvu viðtakanda. Í greinargerð með 158. gr. segir m.a. að „tilkynningar af þessum toga yrði að senda með sannanlegum hætti, sbr. 92. gr. laga um meðferð einkamála, og væri dóminum lagt á vald hvernig það yrði gert hverju sinni, til dæmis með símbréfi eða póstsendri tilkynningu, en taka má fram að það sama mundi gilda um aðrar tilkynningar sem þyrfti að beina til aðilanna eða lögmanna þeirra samkvæmt ákvæðum frumvarpsins.“ Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að allar tilkynningar frá Hæstarétti til lögmanna og aðila skuli vera að hætti 92. gr. EML eins og þær kunna að vera hverju sinni. Tilvísun til símbréfs eða póstsendinga er aðeins í dæmaskyni og ber ekki að skoða sem tæmandi talningu á lögleg- um sendingarmáta. Í ljósi þess að héraðsdómstólar nota tölvupóst til tilkynninga samkvæmt 92. gr. EML er bersýnilegt að engin lagaleg hindrun er á því að lögmenn og Hæstiréttur geti átt sambærileg samskipti með tölvu- pósti. Faxið sem ekki barst Af hverju er ég að tjá mig um þetta? Jú, fyrir nokkru tilkynnti ég Hæstarétti á tölvupósti að ég tæki til varna í máli fyrir stefnda. Ég fékk svar um hæl frá skrifstofustjóra réttarins þar sem mér var bent á að tilkynning með þessum hætti væri ekki lögum samkvæmt. Í samtali kom fram að aðeins póstbréf og símbréf væru löglegur tilkynningarmáti og sendi ég því símbréf í framhaldinu til skrifstofustjóra Hæstaréttar með sama texta og tölvupósturinn innihélt. Leið svo og beið. Fékk ég í fyllingu tímans bréf frá Hæstarétti, undirritað af skrifstofustjóranum, sem var stílað á lögmann áfrýjanda en í afriti til mín þar sem lögmanninum var tjáð að ekki hefði borist tilkynning frá stefnda um varnir fyrir þingfestingu og áfrýjanda heimilað að leggja fram viðbótargögn áður en málið yrði dómtekið. Við eftirgrennslan kom í ljós að símbréfið mitt hafði ekki borist réttinum og „lögleg“ tilkynning um varnir því ekki komið tímanlega fram. Ekki kom þó til þess að þessi ágreiningur færi í sérstak- an úrskurð þar sem varnir voru heimil- aðar af réttinum en óneitanlega sýnir þessi atburðarrás hversu tilkynningar- skylda 158. gr. og túlkun skrifstofustjóra Hæstaréttar á ákvæðinu eiga skylt við „bureaucratisma“ þar sem reglurnar eru til reglnanna vegna. Vonandi tekur Hæstiréttur upp sömu notkun á tölvupóstum og héraðs- dómstólarnir. Það er kominn tími til. Það er líka löngu tímabært að ræði um það hvernig auka megi rafræn samskipti meðal lögmanna og dómstóla. Stór verk lítið mál Skemmuvegi 4 / 200 Kópavogi / Sími 540 1800 Fax 540 1801 / litla@prent.is / www.prent.is

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.