Lögmannablaðið - 01.06.2009, Page 30

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Page 30
30 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 tilvikum sem um stofnun og starfrækslu Íslendinga á félögum í skattaskjólum væri að ræða hlytu önnur sjónarmið að ráða ferðinni, svo sem leynd um eignar- hald eða ólögmæt sjónarmið um skatt- undan drátt eða skattsvik. Þá vék Garðar að því að nýlegar breytingar á lögum um tekjuskatt nr. 90/2003, með innleiðingu svokallaðra CFC reglna sem ætlað væri að taka á hinu meinta vanda máli, væru vanhugsaðar og ekki nægilega vel unnar, sköpuðu fjölmörg túlkunarvandamál, væru ósanngjarnar og vafi léki á hvort þær stæðust fyllilega EES samninginn. Garðar Valdimarsson vék að því að honum þætti athyglisvert að Bretar og Bandaríkjamenn sem tali gegn skaðlegri skattasamkeppni innan OECD bjóði sjálfir kosti sem miði að því að laða til sín aðila sem vilja greiða lægri skatta, þar á meðal auðmenn í London og þá aðila sem noti Delaware félög í Banda- ríkjunum. Jafnframt þótti Garðari tíð- ind um sæta hversu mikið af peningum í aflandssjóðum stöfuðu frá nýlendu- kúgurum, vopnasölum og sjóræningjum án þess að stóru ríkin hreyfðu við hendi, en við hrun fjármálamarkaðarins hefði þótt eðlilegt að opna alla þessa sjóði. Áslaug Gunnlaugsdóttir hdl. Framhald af málstofu II bls.10. Framhald af aðalmálstofu bls. 8 Framhald af málstofu IV bls. 12. skotið var til hennar á árunum 1995- 2008 var tæplega þriðjungi vísað frá og í um helmingi tilfella var kröfum kvart- anda hafnað. Tryggvi Axelsson sagði vera mikla aukn ingu fyrirspurna og mála hjá Neytendastofu, einkum mála þar sem einstaklingar teldu sig hafa verið órétti beittir í viðskiptum sínum við fjármála- fyrirtæki. Ása Ólafsdóttir lýsti nokkrum þeim breytingum sem hafa orðið á laga umhverfinu í kjölfar fjármála- kreppunnar, einkum þeim sem snúa að hagsmunum fjármálafyrirtækja gagn- vart viðskipta vinum sínum. Benti hún m.a. á nýlega breytingu á lögum um ábyrgðarmenn sem veita heimild til að fella slíka ábyrgð niður í sérstökum tilvikum. Af umræðum þátttakenda í kjölfarið mátti ráða að þess yrði ekki lengi að bíða að dómstólum yrði gert að skera úr um lögmæti slíkra gerninga. Málefnið gefur tilefni til mjög víðtækra umræðna um réttindi viðskiptavina fjármálafyrirtækja og ógerningur er að ná utan um öll þau álitaefni sem vakna á svo stuttum tíma. Af framsöguerindum og umræðum í kjölfarið má þó ráða að mjög ítarlegt samevrópskt regluverk er til staðar um það hvernig starfsmenn fjármálafyrirtækja eigi að hegða sér í samskiptum við viðskiptavini sína. Einnig eru til úrræði fyrir þá sem telja sig hafa verið órétti beittir í viðskiptum sínum við fjármálafyrirtæki. Annars vegar með því að gera kröfu fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjár- mála fyrirtæki að því gefnu að krafan sé tæk til meðferðar og hins vegar með því að fara með ágreininginn fyrir dómstóla. Vandamálið kunni að snúi að því að ekki hefur reynt á meginreglurnar í framkvæmd og því virðist virkni þeirra vera takmarkaðri fyrir vikið. Ekki sé því endilega svara að leita í frekari lagasetningu á sviðinu heldur beita þeim reglum sem fyrir eru. Ingvi Snær Einarsson hdl. miklu fremur að endurskrifa stjórnar- skránna þannig að sú stjórnskipan sem hefði fest sig í sessi hér á landi endur- speglaðist í stjórnarskránni. Bryndís Hlöðversdóttir var í grófum dráttum sammála Björgu um þörfina á endurskoðun stjórnarskrárinnar en Njörður P. Njarðvík tók mun dýpra í árinni og sagði heildarendurskoðun á stjórnarskránni á núverandi grunni ekki fullnægjandi. Hann sagði tímabært að setja á laggirnar nýtt lýðveldi sem byggðist á lýðræði en ekki á flokksræði eins og raunin hefði verið fram til þessa. Fram kom hjá Nirði að framkvæmdar- valdið hefði heljartök á löggjafanum og ráðherravald væri miklu meira en hjá nágrannalöndunum. Þessu þyrfti að breyta. Síðastur í pallborði tók Hafsteinn Þór Hauksson til máls og lýsti hann sig í meginatriðum sammála sjónarmiðum Ragnhildar Helgadóttur. Hafsteinn benti sérstaklega á að það væri einmitt við þær aðstæður sem nú væru uppi sem ekki væri hættandi á stjórn skipu- legar kollsteypur. Ef einhvern tímann væri þörf á festu og öryggi í stjórnskipan þá væri það nú. Þá sagðist Hafsteinn vera ósammála Björgu Thorarensen með að breytingar á stjórnarskránni í smáskömmtum væru af hinu vonda. Hann sagði að þvert á móti þá væri æskilegt að stjórnskipanin tæki hægum breytingum. Mjög fjörugar umræður spunnust í sal í framhaldi af erindi Bjargar og and- svörum þátttakenda í pallborði. Var fjölmörgum fyrirspurnum, ásamt ábendingum, beint til þátttakenda í pallborðsumræðum og ljóst að málefnið var gestu málstofunnar mjög hug- leikið. Borgar Þór Einarsson, hdl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.