Lögmannablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 8

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 8
8 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 UMfJÖllUn nýjar hugbúnaðarlausnir fyrir lögmenn Árlega eyða lögmannsstofur miklum upphæðum í hugbúnað til að halda utan um upplýsingar, skjalastjórnun og tímaskráningu. stóru lögmannsstofurnar notast flestar við skjalastjórnunar- og tímastjórnunarkerfi sem ekki eru sérhannaðar fyrir lögmannsstofur á meðan minni stofur og einyrkjar notast við einföld kerfi, t.d. stund sem er tíma- og málaskráningarskráningarkerfi sem heldur utan um vinnu lögmanna á einfaldan hátt, excel, dagbækur, ipod og svo framvegis. Heilstætt kerfi fyrir lögmenn upplýsinga-, tímaskráninga- og skjalastjórnunarkerfið Vergo er sérhannað að þörfum lögmanna og kom á markað í byrjun árs. Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. hjá landslögum, einn eigenda Vergo ehf., segir að hugmyndin hafi vaknað þegar hún byrjaði í lögmennsku árið 2008. Mér fannst vanta heildstætt kerfi fyrir lögmenn sem héldi utan um mál, verkefni, fresti, tíma og skjöl. fyrir þremur árum fórum við, ég og kjartan Valur Þórðarson tölvunarfræðingur, að hanna og smíða kerfið. svo bættist Anna Þórdís rafnsdóttir hdl. á Mörkinni í hópinn en hún hafði kynnst sambærilegum kerfum við nám og störf í New York. kerfið er því hannað af lögmönnum fyrir lögmenn. Hvernig virkar kerfið? kerfið heldur utan um öll mál lögmanna og upplýsingar tengdum þeim og umbjóðendum. Það getur haldið utan um alla fresti og verkefni sem vinna þarf í málum og það er hægt að forskrá verkefni og verkferla niður á málategundir sem hentar mjög vel í málum eins og slysamálum sem alltaf eru rekin með svipuðum hætti og sömu verkefnin sem þarf að vinna. Þá heldur kerfið einnig utan um hagsmunaárekstra, þ.e. ef gagnaðili í nýju máli er kannski skráður umbjóðandi hjá öðrum lögmanni á stofunni. Það er svo líka tímaskráningakerfi og hægt að taka allar upplýsingar út sem tölfræði og gröf, til dæmis sjá hvernig tímar skiptast niður á starfsmenn eða tegundir mála. Það á því að geta nýst stjórnendum lögmannsstofa til að hafa yfirsýn yfir reksturinn og að hagræða. kerfið er hýst á Windows Azure tölvuskýjaþjónustu frá Microsoft sem hefur virtar öryggisvottanir á borð við isO/ieC 27001:2005. öll samskipti í kerfinu eru dulkóðuð með öryggisstaðlinum ssL/tLs (256 bit Aes) sem er viðurkennd leið til að tryggja örugg samskipti á netinu. Við sjáum svo um að taka öryggisafrit af öllum gögnum sem einnig eru geymd í vottuðu umhverfi í Windows Azure. Allt aðgengi að kerfinu er skráð og gerum við kröfur um örugg lykilorð. hægt er að óska eftir því að þurfa að innskrá sig aukalega með sms auðkenningu þar sem þú færð lykilorð sent í símann þinn. einnig er hægt að takmarka aðgengi eftir ákveðnum ip tölum. Eru margar lögmannsstofur komnar með kerfið? fjórar stofur eru nú þegar komnar með kerfið og nokkrar í viðbót eru að skoða það. Viðskiptavinir okkar voru ekki með eina heildstæða lausn áður svo þetta er mikil breyting fyrir þá en flestar lögmannsstofur eru með tímaskráningu í einu kerfi og skjalastjórnun í öðru. Hentar kerfið bæði fyrir stærri stofur og einyrkja? já og jafnvel allt eins fyrir innanhús­ lögmenn og minni stofnanir. Lögfræði­ deildir bankanna hafa t.d. fengið kynningu á kerfinu. Hvað kostar að nota hugbúnaðinn? Það er samningsatriði og fer eftir stærð stofa. Við gerum lögmannsstofum tilboð. Ætlið þið að sinna lögmönnum og lögmannsstofum með fleiri hugbúnaðarlausnum? Það eru verkefni í farvatninu, bæði fyrir lögmenn og aðrar sérgreinar, sem er ekki tímabært að ræða.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.