Lögmannablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 10
10 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 01/13
LöGMeNN ÞurfA að skýra miklu
betur fyrir almenningi hver tilgangur
starfa þeirra er og gera sér grein fyrir
því að þeir standa höllum fæti sem
stétt. Almenningur upplifir lögmenn
þannig að þeir séu ávallt að gæta
hagsmuna og minna er leitað til þeirra
sem sérfræðinga hér á landi en víða
annars staðar. Þetta kom m.a. fram í máli
tryggva Gunnarssonar umboðsmanns
Alþingis, í framsöguræðu sinni á
aðalmálstofu Lagadagsins 2013 um
stöðu lögfræðinnar. óhætt er að segja
að tryggvi hafi verið gagnrýninn í
ræðu sinni sem hefði allt eins getað
verið hálfleiksræða frá þjálfara sem er
ekki alls kostar sáttur við frammistöðu
leikmanna sinna.
í máli hans kom fram að honum
hefði að undanförnu gefist tækifæri til
þess að yfirfara vinnubrögð, skjalagerð
og lögfræðivinnu í fjármálakerfinu.
„Mig setti hljóðan,“ sagði tryggvi og
spurði hvar lögfræðilega aðkoman hefði
verið varðandi skjalagerð í tengslum
við gengistryggð lán, veð og ábyrgðir.
lögmenn þurfa að líta í eigin
barm
tryggvi sagði að í þessu samhengi
hlytum við að velta fyrir okkur þeirri
ábyrgð sem lögmenn bæru og stéttin
þyrfti að líta í eigin barm. hann tók
þó fram að algeng skýring, sem hann
hefði heyrt, væri sú að vegna sparnaðar
vantaði víða lögfræðinga og lögmenn en
þeir væru svo kallaðir til á síðari stigum
og væru þá í hlutverki slökkviliðsins.
Mikilvægt væri hins vegar fyrir lögmenn
að spyrna við fótum í slíkum aðstæðum.
hann sagði miklu skipta fyrir
þjóðfélagið að til væri óháð lögmannastétt
sem beiti þekkingu sinni og getu í
þágu almannahagsmuna. hann tók
fram að hann hefði verulegar áhyggjur
af menntun og fræðibókanotkun
lögmanna, menn þyrftu að gera miklu
meira af því að leita í fræðin og ekki
síður að sækja sér endurmenntun.
Þjóðarsátt um breytta
umræðuhefð
ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri
Landsvirkjunar og fv. dóms og
mannréttindaráðherra, hélt síðari
framsögu málstofunnar og gerði
skoðanakannanir um traust á stofnunum
í þjóðfélaginu að umfjöllunarefni sínu.
Þar hefði ítrekað komið í ljós að traust
á t.d. Alþingi mældist afar lágt. Þetta
væri áhyggjuefni og taldi ragna að
þjóðarsátt þyrfti að nást um að breytta
umræðuhefð á þingi.
Þetta þyrftu lögmenn einnig að
taka til skoðunar og taka því verkefni
fagnandi að auka veg lögfræðinnar í
samfélaginu. ragna sagði að lögmenn
yrðu að tjá sig af auðmýkt um mál og
vera minnugir þess að almenningi er
ekki tamt að nota lögfræðileg hugtök í
sínu tungumáli. ragna velti því einnig
upp hvort lögfræðitexti væri oft á tíðum
ekki óþarflega flókinn og stundum
væri ekki ljóst fyrir hvern textinn væri
skrifaður.
staða lögfræðinnar í samfélaginu:
„stöndum höllum fæti sem stétt“
F.v. ragna Árnadóttir, guðmundur sigurðsson, Kristín Edwald, Hjörtur O. aðalsteinsson og Jónas Þór guðmundsson.
lAGADAGUr 2013
tryggvi gunnarsson vill að lögfræðingar
líti í eigin barm
lj
ós
m
yn
d:
Þ
or
ke
ll
Þo
rk
el
ss
on
.
lj
ós
m
yn
d:
Þ
or
ke
ll
Þo
rk
el
ss
on
.