Lögmannablaðið - 01.06.2013, Page 16

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Page 16
16 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 lAGADAGUr 2013 EFtir aÐ HaFa fjallað um lög allan daginn brugðu lögfræðingar sér heim til að skipta út vinnugalla fyrir dansgalla og lakkskóm fyrir dansskó. Hófst svo skemmtun mikil þar sem Helgi Jóhannesson veislustjóri klæddist silfurslegnum pallíettujakka, stórhljómsveit lögfræðinga undir stjórn trommarans Heimis arnar Herbertssonar tók lagið og ari Eldjárn fór með gamanmál. danshljómsveit hélt svo uppi stuðinu fram á rauða nótt. Vel heppnaður dagur að kvöldi, gylltir vökvar í glösum og gleði við völd. ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson. dag skal að kveldi lofa Áður en sest var að veisluborði var móttaka þar sem kunningjar stungu saman nefjum og vinir heilsuðust með virktum. F.v. Fanney Hrund Hilmarsdóttir og Sigríður Rut Júlíusdóttir. Þátttakendur pallborðsumræðna fyrr um daginn ásamt mökum skemmtu sér konunglega enda búið að ræða um verðtryggingu og útskurðarnefndir. F.v. Eyvindur G. Gunnarsson, Elfa Ýr Gylfadóttir, Arnar Guðjónsson, Áslaug Árnadóttir, Ragnheiður Snorradóttir, Stefán Már Stefánsson og Helga Melkorka Óttarsdóttir. Dýrindis forréttir voru á boðstólnum í móttökunni. F.v. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og Helga Vala Helgadóttir gæddu sér á íslenskri bleikju að hætti VOX, Ceviche, grafinni gæs með brenndum fíkjum og lambatörtum með jurtum. Starfsmenn umboðsmanns Alþingis léku við hvern sinn fingur. F.v. Róbert R. Spanó, Særún María Gunnarsdóttir, Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Ingibjörg Þóra Sigurjónsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.