Lögmannablaðið - 01.06.2013, Side 23

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Side 23
lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 23 Af VettVAnGi fÉlAGsins Hádegisverðarfundaröð lmFÍ í MArs og apríl s.l. stóð Lögmannafélag íslands fyrir fundaröð um meðferð sakamála hér á landi eftir hrun. Á fyrsta fundi var viðfangsefnið vernd og þýðing trúnaðarsambands lögmanna og skjólstæðinga þeirra við rannsókn sakamála, þar sem framsögumenn voru reimar pétursson hrl. og ragnar Aðalsteinsson hrl. Á fundi tvö var málsmeðferð opinberra mála og jafnræði aðila tekin fyrir, en frummælendur voru Guðrún sesselja Arnardóttir hrl. og karl Axelsson hrl. Á þriðja og síðasta fundinum var umfjöllunarefnið svo umboðssvik í lánastarfsemi og hvernig dómstólar hafa beitt ákvæði 249. gr. almennra hegningarlaga í nýlegum dómum sínum. ræðumenn voru óttar pálsson hrl. og Gestur jónsson hrl. fundirnir voru allir vel sóttir og miklar umræður spunnust í framhaldi af framsögum, enda hafa þessi málefni mikið verið í deiglunni undanfarin misseri og ár. Fimmtudaginn 14. mars ræddu Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Reimar Pétursson hrl. um trúnaðarsamband lögmanna og skjólstæðinga þeirra og vernd þess að lögum. Þriðjudaginn 9. apríl ræddu Gestur Jónsson hrl. og Óttar Pálsson hrl. um meðferð sakamála - umboðssvik í lánastarfsemi. Fimmtudaginn 21. mars ræddu Karl Axelsson hrl. og Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl. um meðferð sakamála - málsmeðferðina og jafnræði málsaðila. Á fundinn þriðjudaginn 9. apríl mættu á annað hundrað manns til að hlusta á Óttar Pálsson hrl. og Gest Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.