Lögmannablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 28
28 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13
Af VettVAnGi fÉlAGsins
aÐalFundur Félags KVEnna í
lögmennsku (FKl) 2013 fór fram
föstudaginn 10. maí sl. nýkjörinn
formaður félagsins er marta margrét
Ö. rúnarsdóttir hdl. Frá stofnun FKl
árið 2004 hefur starfsemi félagsins
gengið út á mynda tengslanet kvenna
sem stunda lögmennsku og efla
samstarf þeirra. FKl starfar innan
vébanda félagsdeildar lögmannafélags
Íslands en með sjálfstæða stjórn.
Aðalfundur fkL hófst á því að
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir lögfræðingur
hélt skemmtilegt og líflegt erindi
um nýlega dvöl sína við Columbia
háskóla í New York þar sem hún
sótti framhaldsmenntun í lögfræði. Þá
staðfesti aðalfundur fkL tillögu stjórnar
um að svala thorlacius hrl. yrði kjörin
heiðursfélagi. í stuttu erindi sem svala
hélt rifjaði hún upp skemmtileg atvik af
löngum og farsælum ferli. erindi svölu
var í léttum dúr og fundargestir hlógu
oft dátt.
fráfarandi formaður fkL, Auður
Björg jónsdóttir hdl., flutti þá
skýrslu stjórnar og fór yfir helstu
viðburði nýliðins starfsárs. Ganga
kvenlögmanna á helgafell í maí 2012
markaði upphaf starfsstjórnar félagsins.
í júní stóð félagið þá fyrir árlegri
jónsmessugöngu og í þetta sinn var
haldið á Úlfarsfell. Á haustdögum stóð
félagið fyrir námskeiðinu „Markviss
framsögn“ í samstarfi við LMfí. Margrét
pálsdóttir málfræðingur fór þar yfir
gagnleg atriði sem hafa ber í huga
við framsögn, bæði á fundum og
í málflutningi. Þá tók lið fkL þátt í
innanhúsmóti LMfí í knattspyrnu og
stóð sig með mikilli prýði. fjölsóttustu
viðburðir félagsins þetta starfsárið voru
óformlegar samkomur „happy hour“
sem tvívegis var efnt var til haustið
2012, og jafnframt í mars 2013. hafa
slíkar samkomur mælst vel fyrir og
hafa konur í lögmennsku, með ólíkan
bakgrunn, átt skemmtilegar stundir
saman. Markmiðið með samkomum
sem þessum hefur verið að styrkja
tengslin innbyrðis og tengja saman
konur í stéttinni á öllum aldri.
Næst á dagskrá aðalfundar var kjör
stjórnar fyrir næsta starfsár 20132014.
Auk Mörtu Margrétar voru kjörnar
í stjórn Guðrún sesselja Arnardóttir
hrl., Linda fanney Valgeirsdóttir hdl.,
Guðmundína ragnarsdóttir hdl.,
Guðríður Lára Þrastardóttir hdl., erna
heiðrún jónsdóttir hdl. og Guðrún Björg
Birgisdóttir hrl.
Að aðalfundarstörfum loknum var
boðið upp á léttar veitingar í boði
LOGOs lögmannsþjónustu. fundurinn
var vel sóttur, sem er gleðiefni fyrir
stjórn fkL, og er það merki um aukinn
áhuga kvenlögmanna á félaginu. fkL er
kjörinn vettvangur fyrir tengslamyndun
meðal kvenna sem starfa í lögmennsku,
fyrir umræður um málefni þeirra og
til að kynna hvað kvenlögmenn gera
samhliða störfum sínum, s.s. sækja
framhaldsmenntun, vinna að nýjungum
í starfi eða öðru því sem þær hafa
áhuga á. tilgangur félagsins er að
efla samstarf og styrkja stöðu kvenna
í lögmannastéttinni og auka áhrif og
þátttöku kvenna í lögmennsku. Markmið
félagsins er jafnframt að gera konur í
lögmennsku sýnilegri og halda uppi
umræðu og standa vörð um málefni
um hagsmuni kvenna í stéttinni.
fráfarandi stjórn er þakkað fyrir vel
unnin störf. eins er þeim fjölmörgu
þakkað sem ljáð hafa félaginu lið á
liðnu starfsári, ekki síst Lögmannafélagi
íslands og þeim lögmannsstofum sem
stutt hafa starf félagsins.
Marta Margrét Ö. Rúnarsdóttir hdl.
svala thorlacius hrl. heiðursfélagi FKl
iðulega sóttar á grundvelli almennra
reglna skaðabótaréttarins, þar sem
oft er á brattann að sækja um sönnun
á orsakatengslum milli ætlaðra
læknamistaka og tjóns þess sjúklings
sem í hlut á. dómur hæstaréttar 21.
febrúar 2013 í máli nr. 388/2012 hefur
að geyma áminningu um inntak laga
nr. 111/2000, en vekur einnig upp
spurningar um hvort lögmenn hér á
landi hafi nýtt öll þau úrræði sem tiltæk
eru að gildandi rétti fyrir umbjóðendur
í skaðabótamálum vegna læknamistaka.
Þegar lagður er grunnur að máli af
áðurgreindum toga, kann iðulega að
vera ástæða til að byggja kröfu um
skaðabætur á lögum nr. 111/2000,
ýmist einvörðungu eða með því að
hafa samhliða uppi viðbótarkröfu
sem reist yrði á almennum reglum
skaðabótaréttar, allt eftir aðstæðum og
umfangi tjóns hverju sinni.