Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Blaðsíða 10
tÍR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
arnar nákvæmlega og ákvarða, hvenær þeim
hefur verið lokið, nema hvað viSvíkur ibúS-
um og útihúsum í sveitum. AðferS sú, sem
notuð er í þessum töflum, er aftur á móti nauð-
synleg til þess að fylgjast með því magni húsa-
kosts, sem bætist við á hverju ári. Ef vel ætti
að vera, þyrfti því á hverju ári að gera allar
byggingarskýrslur út frá báðum þessum við-
horfum.
2. Verðlagning bygginga
Grundvöllur fyrir útreikning á vísitölu bygg-
ingarkostnaðar í Reykjavík hefur verið endur-
skoðaður af nefnd, sem skipuð var 17. ágúst
1955. ByggingarkostnaSur á rúmmetra reynd-
ist kr. 925.07 hinn 1. okt. 1955 samkvæmt nýja
útreikningnum. Jafngildir þessi tala október-
vísitölu byggingarkostnaSar 1955, sem var 969
stig. MeSalvísitala 1955 var hins vegar 904
stig og byggingarkostnaður 1955 þvi kr. 863.02
925.07x904
á rúmmetra (----= 863.02), sé miðað
við hinn nýja grundvöll, en var kr. 601.85
miðað við eldri grundvöllinn.1 2) Hið nýja vísi-
töluhús er einstætt (ein ibúð á hæð) og mjög
vandað að öllum frágangi. ReiknaS er með, að
byggingarkostnaður sambygginga sé um 10%
minni.
Þessi nýi útreikningur á byggingarkostnaði
hefur verið notaður sem grundvöllur allrar
verðlagningar i töflum þessum. Hefur verðið
verið ákvarðað fyrir árið 1954 sem kr. 797.15
á m3 H og verð hinna áranna fundið út frá
þvi með því að nota hina gömlu meðalvisitölu
byggingarkostnaðar. Taflan hér á eftir sýnir
vísitöluna ásamt einingarlcostnaði íbúðarbygg-
inga í Reykjavík samkvæmt gamla og nýja
grunninum.
EiningarkostnaSur ársins 1954 í dýrari
flokknum (kr. 797.15) hefur verið notaður
sem viðmiðun fyrir öll önnur verð.
Þannig hefur einingarverð ibúðarhúsa i
kaupstöðum verið ákvarðað 90% af þessu
verði, í kauptúnum 80% og í sveitum 70%.
1) Ákvarða má þessa tölu með meirl eða minni ná-
kvæmni. Hér hefur ekki þótt ástæða til að hafa ná-
kvæmnina meiri en sem svarar nákvæmni hinna birtu
byggingarkostnaðarvisitalna fyrir hvert ár. Er þá meðal
annars haft i huga, að ákveðnir hundraðshlutar (90%,
80% o. s. frv.) þessarar viðmiðunartölu eru notaðir
sem mælikvarði á byggingarkostnað allra annarra
l>ygginga.
2) Árið 1939 er rciknað = 100, en þá var byggingar-
kostnaður kr. 60.57 á rúmmeter.
Meðalvisitala byggingarkostnaðar og einingar-
kostnaður í íbúðarbyggingum í Reykjavík.
Eldri grunnur Nýr grunnur
Verð pr. m3 Visitala Einst. hús Samst. hús
Ár kr. 1938=100 kr. pr. m- kr. pr. m*
(1) (2) (3) (4)
1945 ... . 237.93 357 340.82 306.74
1946 ... . 258.03 388 370.41 333.37
1947 ... . 288.94 434 414.33 372.90
1948 ... . 302.83 455 434.37 390.93
1949 . .. . 318.24 478 456.33 410.70
1950 ... . 350.87 527 503.11 452.80
1951 .. . . 448.34 674 643.45 579.11
1952 ... . 525.72 790 754.19 678.77
1953 ... . 533.47 801 764.69 688.22
1954 ... . 555.72 835 797.15 717.44
1955 ... . 601.85 904 863.02 776.72
Þessum verðflokki tilheyra einnig verzlunar-
og skrifstofuhús, samkomuhús og opinberar
byggingar.
EiningarverS verksmiðju- og iðnaðarhúsa og
annarra bygginga til atvinnurekstrar o. fl. á
öllu landinu er áætlað 40% af viSmiðunar-
verðinu.
Útihús í sveitum hafa verið verðlögð i eft-
irfarandi hundraðshlutum af einingarverði
verksmiðju- og iSnaðarhúsa í Reykjavik: fjós
90%, votheyslilöður 80%, fjárhús 70%, þurr-
heyshlöður 60%, safnþrær, haughús, haug-
stæði 50%, vélgeymslur 40%.
ByggingarkostnaSur íbúðarhúsa í Reykjavik
er hið eina svið byggingarkostnaðar, sem rann-
sakað hefur veriS ýtarlega. Er því erfitt að
finna notliæfan grundvöll að verðlagningu
annarra bygginga, svo og bygginga á öðrum
stöðum á landinu. ÞaS sjónarmiS hefur verið
tekið upp hér, að öruggara sé að verðleggja
allar byggingar i hlutföllum út frá hinum
rannsakaða grundvelli heldur en að byggja á
fáum og mjög misjöfnum upplýsingum um
kostnað við einstakar framkvæmdir. Hins veg-
ar er hægur vandinn, ef nánari rannsóknir
4