Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Blaðsíða 11

Úr þjóðarbúskapnum - 01.07.1957, Blaðsíða 11
BYGGINGARFRAMKVÆMDIR 1945—1955 fara fram, að breyta þessum hlutföllum. Hér skulu færð nokkur rök fyrir þeim hlutföilum, sem valin voru. Byggingarkostnaður i kaupstöðum var áætlaður lægri en í Reykjavik, vegna þess að ætla má, að ekki sé alltaf jafn mikið borið i hús þar og í Reykjavik, vinna eftir uppmælingu ekki jafn algeng, byggingarefni, sérstaklega möl og sandur, oft auðsóttara. Sömu rök gilda fyrir byggingar i kauptúnum og sveitum. Því fámennari sem staðirnir eru þvi ódýrara vill vinnuaflið oft verða og húsin ekki jafnvönduð. Einnig er það algengt, að tiltölulega mikið af rými íbúðarhúsa i sveitum sé notað fyrir geymslur og þá óinnréttað, Byggingarkostn- aður verksmiðju- og iðnaðarhúsa o. fl. er hér talinn 40% af byggingarkostnaði íbúðarhúsa i Reykjavík, en slíkar byggingar eru oft mjög einfaldar að gerð, jafnvel aðeins járnklædd stálgrind. Þessi hlutfallstala samsvarar bygg- ingarkostnaði íbúðarhúsa, þegar þau eru orðin fokheld ásamt hitalögn allri. Opinberar byggingar voru lagðar til jafns við íbúðarhús, þar sem þær eru oftast ekki síður vandaðar en þau. Sama gildir um verzlunar- og skrifstofubyggingar og samkomu- hús. Um verðlagningu útihúsabygginga í sveitum má segja eftirfarandi: Nokkur hliðsjón hefur verið höfð af verð- lagningu teiknistofu landbúnaðarins og af verð- lagningu Innflutningsskrifstofunnar þau ár og fyrir þær tegundir bygginga, þar sem slikar verðlagningar hafa verið til. Þegar þeim teg- undum og árum sleppir, verður að notast við grófar ágizkanir um verðhlutföll, að mestu miðað við það, hve miklar eða litlar innrétt- ingar eru að jafnaði i hverri tegund útihúsa fyrir sig. Fjós eru dýrust á rúmmetra. Þau eru jafnan vel einangruð, hafa brynningartæki, mjólkur- liús, bása, steypt gólf og oft raflögn og sal- erni. Hins vegar hafa þau enga hitalögn og eru oftast einfaldari i smíðum en sæmilega vönduð verksmiðjuhús. Votheyshlöður koma hér næst að verðmæti, enda ryðja turnar sér mjög til rúms, og þeir eru fremur dýrir i byggingu (um 380 kr. á nr1 1955). Fjárhús eru hér áætluð dýrari en þurrheys- lilöður vegna garða, skilrúma, grinda og brynningartækja. í lægstu verðflokkunum eru taldar þurrheys- hlöður, safnþrær, haughús, haugstæði og vél- geymslur. 3. íbúðabyggingar a. Reykjavik. Um ibúðabyggingar i Reykjavík þarf ekki að fjölyrða. Skýrslur byggingarfulltrúans í Reykjavik hafa verið einhverjar þær áreiðan- legustu, sem gerðar hafa verið um byggingar- framkvæmdir hér á landi. b. Kaupstaðir. Til kaupstaða teljast hér í töflunum eftir- farandi staðir öll árin: 1. Akranes. 2. Akureyri. 3. Hafnarfjörður. 4. Húsavik. 5. ísafjörður. 6. Keflavík. 7. Kópavogur. 8. Neskaupstaður. 9. Ólafsfjörður. 10. Sauðárkrókur. 11. Seyðisfjörður. 12. Siglufjörður. 13. Vestmannaeyjar. Fjöldi íbúðarhúsa og ibúða i kaupstöðum ásamt rúmmáli þeirra er tekinn úr þeim heim- ildum, sem fyrr eru greindar. Þó skortir góðar heimildir fyrir Kópavog fram til ársloka 1952. Byggingarfulltrúi kaupstaðarins hefur áætlað, að um 600 íbúðir liafi verið byggðar á árun- um 1947—1955. Nákvæmari tölur eru til fyrir árin 1953—1955, en þeim fjölda íbúða, sem afgangs varð, hefur verið jafnað á hin árin, en fjöldi húsanna var i því sambandi áætlaður 65% af íbúðarfjölda árin 1947—1952. Þessi áætlun hækkar verulega fyrri áætl- anir, sem gerðar hafa verið um íbúðarhúsa- byggingar í kaupstöðum. Engin byggingarskýrsla barst frá Siglufirði árið 1952, og er reiknað með, að engum bygg- ingum hafi verið lokið þar. Einnig er reikn- 5

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.